Lopasokkar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Lopasokkar

Fyrsta ljóðlína:Mamma prjónar sokka
Höfundur:Eyþór Árnason
bls.8. árg. bls. 38–39
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010
Mamma prjónar sokka
lopasokka
ættaða af íslensku sauðkindinni

Þetta dundar hún sér við yfir
ríkissjónvarpssnjónum

Sendir þá svo suður með næstu ferð
vafða inn í gamlan Mogga og
bundið um með gráu bandi

Ég bíð fótkaldur á flísunum –
renni mér í sokkana og finn
fjárhúsylinn streyma um mig

Geng hlýjum fótum inn í nóttina
og dreymir bara gamla vini
sem hafa fylgt með í lopaþráðunum suður:

Jag orkar inte mer, Karl Oskar! Jag dör.