Ævaforni vetur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ævaforni vetur

Fyrsta ljóðlína:Ég þrái þínar björtu hendur
bls.9. árg. bls. 128
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2011 (þýð)
Ég þrái þínar björtu hendur
í flöktandi skuggum logans:
þær lyktuðu af eik og rósum;
af dauða. Ævaforni vetur.

Fuglarnir leituðu að æti
og urðu skyndilega að snjó
eins og þú komst að orði.
Örlítil sólarglæta, geislakrans engils
og síðan bara þokan og trén
og við orðin að lofti í morgunskímunni.