Nú þegar dagurinn rís | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Nú þegar dagurinn rís

Fyrsta ljóðlína:Nóttin að baki og tunglið
bls.9. árg. bls. 127
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2011 (þýð)
Nóttin að baki og tunglið
leysist hægt upp á heiðskírum himni,
sígur svo til viðar í síkjunum.

September er svona líflegur í þessu landi
þar sem nóg er af sléttum, engin eru græn
eins og í dölunum syðra á vorin.
Ég hef sagt skilið við félagana
og falið hjarta mitt innan gömlu múranna
til að geta dvalið við minningu þína í einrúmi.

Þú ert miklu fjarlægari en tunglið,
nú þegar dagurinn rís
og á strætinu glymja hófaskellir!