Leyndarmál | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Leyndarmál

Fyrsta ljóðlína:Ég varð þess áskynja
bls.10. árg. bls. 149
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2014
Ég varð þess áskynja
mjög snemma
að fullorðna fólkið
átti sér vandlega falin
leyndarmál
sem aldrei voru rædd
upphátt
sitthvað var gefið til kynna
með svipbrigðum
jafnvel stöku orð
látið falla
þrungið dulúðlegri
merkingu.

Þegar ég fór að heiman
tók mamma upp úr skúffu
gamla skúfhólkinn
hennar ömmu
hann var dálítið máður
samt úr silfri
gerður af Birni Pálssyni
þeim annálaða silfursmiði.

Mamma tók skúfhólkinn
og hélt honum
milli þumalfingurs og vísifingurs
hægri handar
bar hann upp að ljósinu
lygndi aftur augunum
leyndardómsfull á svip
og hvíslaði:
Það er á honum rósin gleymmérei.