Við gamla klofa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Við gamla klofa

Fyrsta ljóðlína:Vindurinn rekur slóðir
bls.10. árg. bls. 88–89
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2012
Vindurinn rekur slóðir
milli sandhólanna
les torfalög
af melnum

Bæjarhóllinn bitinn og beinaber
ögn loðnari
lætur lítið yfir sér
með þeim
sem þar urðu til

síðar
settust í túnið
nýir hólar
lokuðu leiðunum

Undir torfunum
liggja þau öll
sem háðu sín stríð
við veður og vald
húsin hrunin
horfin
kirkjan
sporin
sorfin af gjóstrinum

slægjan
orðin að eyju
í auðninni