Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Það vex eitt blóm fyrir vestan | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Það vex eitt blóm fyrir vestan

Fyrsta ljóðlína:Það vex eitt blóm fyrir vestan
bls.130
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður+) OaOa
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1942

Skýringar

Birtist upphaflega í Ferð án fyrirheits.
Það vex eitt blóm fyrir vestan,
og vornóttin mild og góð
kemur á ljósum klæðum
og kveður því vögguljóð.

Ég ann þessu eina blómi,
sem aldrei ég fékk að sjá.
Og þangað horfir minn hugur
í hljóðri og einmana þrá.

Og því geng ég fár og fölur
með framandi jörð við il.
Það vex eitt blóm fyrir vestan
og veit ekki, að ég er til.