Vorvísa 1866 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vorvísa 1866

Fyrsta ljóðlína:Nú andar sunnan blíður blær
bls.104
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt aaBBcc
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1866
1.
Nú andar sunnan blíður blær
>og blóm í dala-skjóli grær
og lóan syngur ljóðin blíðu,
en lækir niða’ á engi fríðu,
>nú allt er glatt og allt er kátt
>og yngdan gleður sig við mátt.
2.
Fríð eru glaðra fugla hljóð,
>fríð eru vorsins sigurljóð,
fagur er dagsins fyrirboði,
fagur er gullinn aftanroði,
>fagurt er blóm í fjallahlíð,
>fögur er lindin tær og blíð.
3.
Eg finn þó eitt sem fegra er
>og framar öllu skemmtir mér,
það ertu, meyjan munarbjarta;
þitt milda augað, hreina’ og svarta,
>sem vekur yndi’ og veitir frið,
>ei vorsins himinn jafnast við.
4.
Síblómgan rósar-reit eg finn
>á roðaskærri drósar kinn,
sem unun veitir anda mínum
og eilíft vor í faðmi þínum.
>þín ástar-röddin engilhrein
>má enda kveikja líf í stein.
5.
Við minnar ævi hinsta haust,
>er heljar-storma dynur raust,
er linnir gleði lífs og harmi
og lúið hjarta frýs í barmi,
>þegar um ítra æsku-stund
>fyr örlög fram eg hníg á grund,
6.
ef að þú, bjarta bauga-gná,
>um beð minn lágan gengur þá,
æ, skreyttu leiðið litlu blómi
og ljúfum segðu ástar-rómi:
>„Tárvætta þiggðu tryggðar-gjöf,
>því tryggðföst hjörtu’ ei skilur gröf.“