Glaumbæjarhrafninn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Glaumbæjarhrafninn

Fyrsta ljóðlína:Krummi á kirkjuturninn
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður+) OaOa
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Krummi á kirkjuturninn
er kominn enn í dag.
Mér brá er buldi í eyrum
hans banvæna feigðarlag.
2.
Nú gægist ég út um gluggann,
já, garmurinn situr þar enn,
krunkar svo kátur í bragði
og kallar á feiga menn.
3.
Og alltaf í réttar áttir
hann ólukku nefinu snýr,
þó virðist þar enginn veikur,
hann veit hvað í þokunni býr.
4.
Þá langur tími ei líður,
er líkfylgd úr sömu átt,
með klukknahringing er kölluð
og kirkjan er upp á gátt.
5.
Á krosstré hann svartur situr
og sendir út feigðaróð.
– En fótum sínum ei forráð
hann finnur við dánarhljóð.
6.
Er glaður hann gogginn brýnir,
þá gerist á stundinni margt, –
því fúið var tréð í falsi
og féll oná hlaðið hart.
7.
Krummi með kunnáttu sinni
það kunni ei fyrir sjá,
missti flugið og mætti
miður sín jörðinni á.
8.
Fljótlega flugið greip hann,
fim voru vængjatök,
og geystist með gargi í burtu,
gild voru til þess rök.
9.
Hann kom ekki á kirkjuna lengi,
ég kunni því mætavel,
því náhrafn er nornagestur,
ég neyðarboða hann tel.