Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Austurdalur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Austurdalur

Fyrsta ljóðlína:Austurdalinn man ég mæra
bls.365–367
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) AAObCCOb
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Austurdalinn man ég mæra
meður jurta fjöldann skæra
móti háum himni brosa
hollan loftsins viður blæ.
Bæja rústir í hvar eyði
eins og gömul standa leiði.
Grátnum augum sá ég seinast
sandi orpinn Nýjabæ.
2.
Þar afréttin feita, frjóa,
fegurð geymir landsins nóga,
líka gamlar leifar skóga
litfagrar, með ströngum ám.
Best þar einiberin spretta.
bröttum undir gnípum kletta,
runna líta þar má þétta,
þykkva fyrr með stórum trjám.
3.
Man ég Árbæ mína daga;
man ég úti’ í grænum haga
margar ær og marga sauði
Miðhúsa og Tinnárdal.
Átta þar ég árin þreyði,
undir hvar nú gömlu leiði
vinir sofa vært í hauðri
vígðan kringum messu sal.
4.
Merkigil á minnast góða
mínum vil í stefjum ljóða,
hefðarranninn heiðarlega.
Hrein og fögur búskaps rún
bestum þar á bónda-garði
brosir meður ríkdóms arði,
björtum frægðar letruð ljóma
lengi vel um eng og tún.
5.
Bærinn meður bestu sölum
ber í Skagafjarðar dölum
af þar langt nú öllum hinum
auðsæld jafnan stórri með.
Yfir gjöll og gljúfur kletta
gjörir svifa vængjalétta
öndin fjörug að Bústöðum,
ár hvar dvelja veikur réð.
6.
Móti kletta svarta salnum
sauðfjárjörðin yst í dalnum,
sem bið vættir helgar hlífi,
harla reynist notagóð,
meður bygging mikið fríða,
margbreytt skrautið fjalla hlíða.
Því að bata þar ég hreppti,
þessa jafnan elska lóð.
7.
Drottinn blessi dalinn kæra,
drótt og haga blómann skæra,
sem við náðar dropa daggir
dafni vel og sólar ljós.
Man ég stöðvar ætíð æsku
undir herrans vernd og gæsku.
Eigðu kvæðið ung og fögur,
Austurdalsins meyja-rós.


Athugagreinar

1.8 Bólu-Hjálmar bjó fyrrum á Nýjabæ.