Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Fjallasýn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fjallasýn

Fyrsta ljóðlína:Héðan er fagurt frá að líta
Höfundur:Páll Ólafsson
bls.66–67
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbcc
Viðm.ártal:≈ 1875
Flokkur:Náttúruljóð
1.
Héðan er fagurt frá að líta,
fjöllin snjóhvít en byggðin auð.
Í Lagargljóti í logni hvíta
líka spegla sig fjöllin rauð.
Af sólarbirtunni í svölum hyl
svo gerir margbreytt litaskil.
2.
Manstu eftir þér um þessar mundir
þá kveða svanir fjær og nær?
Kvakandi flökta um grænar grundir
gæsir þó miður kveði þær
og ótal fuglar með ýmsum róm
eyranu bera sætan hljóm.
3.
Einkum hélt ég þú muna mundir
meðan í austri rennur sól
bugðóttar kvíslir, bakka og grundir
sem blasa við af þessum hól,
hvað allt hefur fegri og annan blæ
en þú fær séð af nokkrum bæ.
4.
Líttu til fjalls þar fjallabunur
fannhvítar leika ár og síð.
Heyrast í fjarska fossadunur
í fagurlaufgaðri skógarhlíð.
Hverju vorblærinn hvíslar að
heyrist svo glöggt á þessum stað.
5.
Faðminn á móti byggðum breiða
bæði Snæfell og Múlinn enn.
Enn er þeim millum hárra heiða
hjartkær byggðin og allir menn.
Hvar sjást nú þvílík tryggðatröll
og tignarlegri blessuð fjöll?
6.
Margt er af hólnum meira að líta.
Manstu ekki Hlíðarfjöllin há?
Blasir við þeirra brjóstið hvíta
beint í útnorður héðan frá.
Breiðum herðum og föstum fót
fellibyljunum spyrna mót.
7.
Eitt er þó mest af öllu gaman
sem augað að lyktum dvelur við
að fjöllin ástarfaðminn saman
fastbinda svo um Héraðið
að aldrei fær dauðans öflug hönd
aðskilið þessi handabömd.