Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Kveðja til ÍslandsFyrsta ljóðlína:Far vel, gamla feðra grund!
Höfundur:Júlíana Jónsdóttir
Heimild:Júlíana Jónsdóttir: Stúlka. bls.4–7
Viðm.ártal:≈ 1875
1. Far vel, gamla feðra grund!fer ég nú af skauti þínu; þar með kalda’ og þreytta mund þreifst eg eftir standi mínu; en mörgum bjóstu bet’r í haginn brosti’ ei gleði sérhvern daginn.
2. Geym vel minna feðra fræ,falið undir þínu hjarta; láttu sérhvern bónda’ á bæ b lómgast vel, svo þurfi’ ei kvarta. Þeir með dáð og dugnað’ sínum dafni vel á brjóstum þínum.
3. Höfðingjunum hlúðu að,en hafðu’ ei til þess bænda sveita; þeim góðu herrum bú þú bað af basli, sem kann hendur þreyta; láttu þeirra hörund hitna! hollt er þeim að mega svitna.
4. Líttu’ á þinna niðja nauð;nákvæmara þetta grunda; kaldra þinna krakka brauð kastast lát ei fyrir hunda, svo blóðsognum af brjóstum þínum burt ei hrökkvi í armóð sínum.
5. Láttu’ hið aldna ættarblóðí æðum hitna sona þinna; láttu ei frjálsa þína þjóð þola’ ofríki granna sinna; kom þú lífi’ í kuldastráin, kúgun fyr enn liggja dáin.
6. Þúsund ára þinna öldþér er nú að baki’ að hverfa. Gömlu feðra frelsis-skjöld fagran láttu börnin erfa; láttu sjá að sértu móðir og synir þínir liðsmenn góðir.
7. Það eru’ undur, þjóðhátíðþínir synir eru að nefna, baunverskan er láta lýð lög þín brjóta’ og heit ei efna, hann sem blóði blandnar veigar bandingjanna glaður teigar.
8. Undir hlekkjum ánauðarólgi’ hið forna kóngablóðið; þínar sanni sögurnar að sértu hetju niðja móðir. Enn er tími’ og enn er vonin; áttu margan hraustan soninn.
9. Fest í huga fram á brautfylgir mér þín gamla saga. Barnalán þitt blómgvi skaut, blessuð sértu alla daga! Kaldlynd vertu’ ei vinum mínum, vef þá blítt í örmum þinum.
10. Nú skal halda fram á fleyferðbúið til vesturheima. Sit heil, gamla Garðars ey! götu mína hlýt ég sveima, studd vinar engum armi, ísköldum af þinum barmi.
11. Fingur Guðs mér vísar veg;vil ég móðrökk áfram halda, tilsjá hans því treysti ég, torsótt mörg þó rísi alda. Lærði’ eg barn, við brjsóst þín, móðir, að biðja þann er skapti þjóðir.
12. Fagurbúinn bíður knörbörnum þínum við að taka, sem nú flýja hin köldu kjör og kveðju senda þér til baka. Norðmenn flýðu á náðir þínar og Norðmenn sækja frændur sína.
13. Kveðju mína þyl eg þér,þig nær síðast lít úr hafi; tii fararheilla móðir mér mjallahvítu veifar trafi og svalan anda af tryggðataugum tára brendum sendir augum. |