Sumarnótt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sumarnótt

Fyrsta ljóðlína:Dags lít eg deyjandi roða
bls.338–339
Bragarháttur:Fjórar línur (þríliður) þríkvætt:AbAb
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Dags lít eg deyjandi roða
drekkja sér norður í sæ;
grátandi skýin það skoða,
skuggaleg upp yfir bæ.
2.
Þögulust nótt allra nótta,
nákyrrð þín ofbýður mér.
Stendurðu á öndinni af ótta?
eða hvað gengur að þér?
3.
Jörð yfir sofandi síga
svartýrðar lætur þú brýr.
Tár þín á hendur mér hníga
hljótt, en ég finn þau samt skír.
4.
Verður þér myrkum á vegi
vesturför óyndisleg?
Kvíðir þú komandi degi,
kolbrýnda nótt, eins og ég?