Vorvísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vorvísur

Fyrsta ljóðlína:Slær á hafið himinblæ
Bragarháttur:Ferskeytt – skothent (frumhent)
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1900
I

1.
Slær á hafið himinblæ,
hyllir undir dranga,
geislum stafar sól á sæ,
signir grund og tanga.
2.
Út með sænum einn ég geng,
að er hrannir falla,
heyri’ í blænum hörpustreng
hafmeyjanna gjalla.
3.
Við þann óminn eyk ég spor
út við svarta dranga;
það eru hljómar þínir, vor,
þeir til hjarta ganga!
4.
Blessuð ljóð þín ljúf og hlý
lama svartan trega;
vor mitt, óðinn þér ég því
þakka hjartanlega.
5.
Best eg uni einn hjá þér
út við kletta’ á daginn,
þar sem brunar blá við sker
báran létt um sæinn.
6.
Þar ég minnist þess sem var,
þá í lund mér hlýnar:
Aftur finn ég einmitt þar
yndisstundir mínar.
II
7.
Blessað vertu’ og velkomið,
vorið yndisbjarta!
Nú er mér sem finni’ eg frið
og fjör í mínu hjarta.
8.
Kom þú sælt með sólarljós,
sumarylinn hlýja;
kom þú heilt með hverja rós,
hjartans gleði nýja!
9.
Láttu blíða blæinn þinn
blakta’ í himinsölum,
kveða ljúflingssönginn sinn
sætan inni’ í dölum!
10.
Gylltu voga, lýstu lönd,
ljómaðu’ á brúnum fjalla,
leggðu gull í hverja hönd,
huggaðu’ og gleddu alla!
11.
Vertu góðra vona skjól,
vaggaðu hverju barni,
láttu þína ljúfu sól
ljóma’ að hverju arni.
12.
Blessað vertu og velkomið,
vorið yndisbjarta,
þú, sem alltaf fró og frið
fyllir sérhvert hjarta!