Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Jólaföstuhugleiðingar 2001 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jólaföstuhugleiðingar 2001

Fyrsta ljóðlína:Á landinu er dimmt og margt í myrkrinu falið
Bragarháttur:Fjórar línur (þríliður) fimkvætt: AABB
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2001
Flokkur:Jólaljóð
Á landinu er dimmt og margt í myrkrinu falið,
en menn eru sífellt að rýna í dagatalið.
Jól eru að nálgast og fiðringur fer því um liðið,
fárið er byrjað og sitt á hvað hlakkað og kviðið.

Hagsmunaaðilar hafa nefnt þetta lengi,
og hinir og þessir leikið á svipaða strengi,
svo skrautið er rykugt orðið við umferðargötur
og alls staðar hljóma rispaðar jólaplötur.

Kaupæði magnast, krítarkort byrjuð að sviðna.
Kveðjur skal senda með þakklæti fyrir hið liðna.
Húsmæður æsast svo herping þær finna í strjúpum
og hugsa: Hvað verður í matinn? Fæst ekkert af rjúpum?

Kæta skal alla með gjöfum og miklum mat,
en mæddir eru þeir Sharon og Arafat.
Átökin valda allsherjar kvöl og pínu.
Ætli þeir fagni jólum í Palestínu?

Kemur svo hátíð í Kabúl og Jalalabad?
Þar hveiti er á þrotum og lítið um dósamat.
Svo hýrast Bin Laden og Ómar í einhverjum hellum
og yfir þá varpað er sprengjum svo dunar í fellum.

Nú fyllast hjörtun af ástúð og kærleik, sem kennt er.
Það kann að gleymast sé litið á World Trade Center.
Af hermdarverkum í bænum varð allsherjar usli
og eyjan Manhattan þakin braki og rusli.

Í fréttum er margt sem veldur oss kvöl og klökkva,
klesstir bílar og skip sem stranda og sökkva.
Allt of margir að dópa og drekka sig fulla
og daglega á Þingi er einhver að ljúga og bulla.

Alþingismenn geta lent í fjölmiðlafári,
það fréttist margt af einum á liðnu ári.
Hann aðferðum sínum í verslun vildi helst leyna,
en vantaði dúk og timbur - og nokkra steina.

En hvernig sem fer eru jólin haldin hér heima,
hermdarverkum og stríðum reynt er að gleyma.
Undir tré eru gjafir, við göngum í hauginn,
og geymd skal baráttan hörð við verðbólgudrauginn.

Kjötið í okkur hámum af hænsnum og grísum
og höfnum skandinavískum fósturvísum.
Kúabændurnir sumir supu víst hveljur
er sagt var að ætti að flytja inn norskar beljlur!

Sumra athygli beinist að glimmer og greinum,
glansandi skrauti og laglausum jólasveinum,
sem textalaus jólalög kyrja kynlegum róm
og kunna við það að birtast á stigaskóm.

Er hátíðin byrjar, ei gleymist sá gestur sem,
gleði oss veitir og fæddist í Betlehem.
Þótt fönninn og klakinn hylji lautir og hóla
hjálpar hann okkur að njóta friðsælla ljóla.