Hamingjan og ég | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hamingjan og ég

Fyrsta ljóðlína:Ég og hamingjan skildum aldrei hvort annað,
bls.158
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) aaBB
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1942

Skýringar

Birtist í ljóðabókinni Ferð án fyrirheits 1942.
Ég og hamingjan skildum aldrei hvort annað,
og eflaust má kenna það vestfirskum framburði mínum,
en hún var svo dramblát og menntuð og sunnlensk í sínum,
og sveitadreng vestan af landi var húsi hennar bannað.

Það hæfir ei neinum að tala um töp sína og hnekki,
og til hvaða gagns myndi verða svo heimskuleg iðja?
Samt þurfti ég rétt eins og hinir mér hjálpar að biðja,
en hamingjan sneri sér frá mér og gegndi mér ekki.

Og loksins varð sunnlenskan eiginleg munni í mínum,
og málhreimur bernskunnar týndist í rökkur hins liðna.
Ég hélt, að við slíkt myndi þel hennar glúpna og þiðna,
en þá var hún orðin vestfirsk í framburði sínum.