Heimvon | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heimvon

Fyrsta ljóðlína:Eins og þegar eldur deyr í hlóðum
Höfundur:Rose-Marie Huuva
Þýðandi:Einar Bragi
bls.3. árg. bls. 4
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2005
Flokkur:Sónarljóð

Skýringar

Rím í ljóðinu er svo óreglulegt milli erinda að úr varð að greina háttinn sjálfan sem rímlausan.
Eins og þegar eldur deyr í hlóðum
yfirgefins tjaldstaðar um haust
vindur slökkvir hinsta gneista í glóðum
sópar af hellu silfurgráa ösku
sáldrar henni yfir vatn og fjörð

svo vil ég duft mitt berist burt með þeynum
um beitilönd og þýfðan heiðamó
falli sem skuggi á fjallavatnsins spegil
finni sér skjól í hlýrri mosató
heimkomið barn við barm þér, móðir jörð