Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Best mun efnið betra sitt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Best mun efnið betra sitt

Fyrsta ljóðlína:Best mun efnið betra sitt
Heimild:JS 583 4to.
Bragarháttur:Ellefu línur (tvíliður) aaaaabbaObO
Viðm.ártal:≈ 1650

Skýringar

Fyrirsögn:
Enn eitt kvæði Kolb. Gr. s.
Viðlag:
Vertu forsjáll vinur minn,
vegurinn hættur er.
Hafðu stafinn hjá þér þinn
hvört sem þú fer.
1.
Best mun efnið betra sitt
og bæta um fyrir kvæðið hitt,
hégóma sé hjalið stytt
so helgist framar málið mitt.
Réttu bróðir ráðið þitt
ef rasað hefur þú eitthvört sinn,
vertu forsjáll vinur minn.
Góð er von þér gefi það kvitt
guð sá hæstur er,
hafðu stafinn hjá þér þinn
hvört sem þú fer.
2.
Orðið drottins eg vil tjá
er og heitir stafur sá,
lausnari vor sem lífga má
lét þig hann í hendur fá.
Honum fast þú haldir á
hvort sem gengur út eða inn,
vertu forsjáll vinur minn.
Andlega með honum ætíð slá
óvini frá þér,
hafðu stafinn hjá þér þinn
hvört sem þú fer.
3.
Óleo gjörður er hann af við,
ágætlegt með meistara snið,
öllum boðar fagran frið,
fasta heill og hjálpræðið.
Fram á hann þig stöðugt styð
þá stormar að þér freistingin,
vertu forsjáll vinur minn.
Fetaðu so á frelsis mið,
fullvel tekst það þér,
hafðu stafinn hjá þér þinn
hvört sem þú fer.
*4.
Davíð þessum dýra staf
dyggilega hrósar af,
þó reiki um myrkra rauna kaf
sig reyri ekkert hræðslu vaf,
ólukka né dauðans draf,
því drottinn guð sé styrkur sinn,
vertu forsjáll vinur minn.
Líka eins slíka hrósan haf,
hann hjálpi einnin þér,
hafðu stafinn hjá þér þinn
hvört sem þú fer.
5.
Í fyrstu heiman ferðumst vér
þá fæðumst börn í heiminn hér,
háskinn þegar hreyfir sér,
hættan mörg á veginn ber,
verjan þín því virtast mér
vera hljóti stælt og stinn,
vertu forsjáll vinur minn.
So lengi sem ævin er
aldrei þrautir þver,
hafðu stafinn hjá þér þinn
hvört sem þú fer.
6.
Fyrsta drottins fyrirheit
festu þér um hyggjureit,
vilji Sátháns grimmdar geit
gjöra þér nokkurt hrekkja smeit.
Kvinnu sæðið víst eg veit
voldugt marði hausinn þinn,
vertu forsjáll vinur minn,
bölvaðan so burtu sleit
Belsebub frá þér,
hafðu stafinn hjá þér þinn
hvört sem þú fer.
7.
Vilji heimur villa þig
og venja upp á lát við sig
vertu hetjan vaskmannlig
so vinni enginn á þig svig.
Guð ei til þess gjörði mig
að galinskap eg hyllist þinn,
vertu forsjáll vinur minn.
Himnaföður um hyggju stig
hlýða framar ber,
hafðu stafinn hjá þér þinn
hvört sem þú fer.
8.
Setjist um þig súta kreymd,
sjúkleiki eða önnur eymd,
huggun sú sé hjá þér geymd
að hér fyrir sértu ei skepna gleymd,
af drottni heldur tamin og teymd
til að elska herrann sinn,
vertu forsjáll vinur minn,
þó ánauð sú sé yfir þig streymd
það er fyrir bestu þér,
hafðu stafinn hjá þér þinn
hvört sem þú fer.
9.
Herðist að þér heilla trauð
hugsýki fyrir daglegt brauð
eður ágirndin örg og snauð
óþarfan að girnast auð,
gáðu að fyrst hvað græðarinn bauð,
í guðspjalls textann líttu inn,
vertu forsjáll vinur minn.
Fæðan sú oss firðir nauð,
föðursins orð það er,
hafðu stafinn hjá þér þinn
hvört sem þú fer.
10.
Ef þér djöfuls illskan óð
í eyru hvíslar soddan hljóð
að forþént hafir þú fár og móð,
fyrirdæming og vítisglóð,
kunnug sé þér grein sú góð
sem gaf Jóhannes postulinn -
vertu forsjáll vinur minn –
lausnarans Jesú líknarblóð
lestina þvær af þér,
hafðu stafinn hjá þér þinn
hvört sem þú fer.
11.
Vilji Sátháns ráðin rægð
rýma frá þér hugarins hægð,
so örvæntingin upp sé vægð
en rétt trú í burtu bægð,
verðu þig með fullri frægð
fyrir hann set þau orðin svinn -
vertu forsjáll vinur minn –
þó syndar minnar neyð sé nægð
náðin stærri er,
hafðu stafina hjá þér þinn
hvört sem þú fer.
12.
Í einu orði ei kann tjá
allt hvað þig vill stríða á,
líf og sál það mæða má
sem mælist ei í orða skrá,
herrans orð þér hafðu hjá,
hjálpan er sú stoðin stinn,
vertu forsjáll vinur minn,
andskotin því flýja frá,
föllum þig það ver,
hafðu stafinn hjá þér þinn
hvört sem þú fer.
13.
Logabrunninn legg eg sá
liggja þar sem gekk eg hjá,
krækti saman kvæða skrá,
Kvásirs dreyra hverf eg frá,
hagnýti sér hver sem má
til heillaráða orðin svinn,
vertu forsjáll vinur minn.
Hér mega hýrir höldar sjá
heitið mitt af mér,
hafðu stafinn hjá þér þinn
hvört sem þú fer.


Athugagreinar

4.
er. eftir JS 470 8vo; vantar í aðalheimild.
10.9 þvær] þvoði fjögur ung hdr.
12.8 andskotin því flýja] andskotinn þér flýi tvö ung hdr.
13.1 logabrunninn legg] = Kolbein.
Magnús Snædal bjó til skjábirtingar