Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
TittlingsrímaFyrsta ljóðlína:Skeiðin dverga skríður mín af skilnings landi
bls.141–143
Viðm.ártal:≈ 1800
Skýringar
Við lok rímunnar í JS 254 4to (handriti Gunnlaugs á Skuggabjörgum, ritað 1840–1841) stendur „E.P.S. Rein“ og er það vafalaust fangamark Eyjólfs Péturssonar á Rein í Hegranesi.
Hér er ríman birt eftir því handriti en getið lesbrigða úr Lbs 683 4to (handriti Þorsteins Þorsteinssonar á Heiði í Sléttuhlíð) þar sem ríman er engum eignuð. (Sjá Hannes Pétursson: Skopríma gömul og höfundur hennar. Frá Ketubjörgum til Klaustra, bls. 120–136). 1. Skeiðin dverga skríður mín af skilnings landi,veik og lömuð víst á sundi veiði *Óma þó hún stundi.
2. Aldrei ber hún annað heim en arnarleirinn,þessi við eg kúri kjörin, kímileg er hennar förin.
3. Þó skal fljóðum þylja brag og þegja ei lengur,efna sögu af tittlingi er efstur sat á fuglaþingi.
4. Tösku *vaskur töltir hann með tittlings vængi,í ferðum skjaldan lúrði lengi *langsamar þó hríðar gengi
5. Unginn hans er allt eins snar að öllu leyti.Fáir hönum meina eg mæti menn þó skjótir séu á fæti.
6. Hefur hann kannað heiminn víða og hallir kónga;*ber *hann þaðan býsna þunga. Burðir eru í tittlingsunga.
7. Enginn veit hvað á hann margt af eðalsteinum,*bláum, *rauðum, gulum grænum og gullhringunum ofur vænum.
8. Sterkum skrúða hildar hann úr haugum náði,í orustum búinn bræði, berserkjanna hafði æði.
9. Orma og dreka ótalmarga unnið hefur,klóin tittlings grið ei gefur, glæður hennar með sér hefur.
10. Árar hræðast allir hann og undan flýja,*Lússefer má þumba og þegja, *þorir ekki neitt að segja.
11. Af ofurhuga hann einu sinni út nam bjóðatittlingsunga til að stríða; til varð hinn og vildi ei bíða.
12. Ára sína alla biður aðstoð veitaog fordæmda lið að láta; lúrast þeir og fóru að gráta.
13. Annað þora ekki þeir en áfram halda,í lúðrana byrstir blása, bar þá merkið kóngur Ása.
14. Ásaþór með hamarinn harða hönum mætirog á hann hart með lið vort leiti *líkast er hann nefinu beiti.
15. Alla tóku Ásgarðs bú[a] og Arngríms syni,hörkusterkir lið þeim léni leiknum Hildar frískir þéni.
16. Tittlingsunginn tygjast fer þá töfrafjandiÓðinn kóng með árum sendi. Ólarkeyri bar í hendi.
17. Þá endar bæn til Óðins sló með ólarkeyriog dustar hann sem frekast færi, fótinn missti hinn og læri.
18. Óðinn þreif til ungans þá en ýfðist haliog eina fjóður úr hans stéli áður sleit en mætti heli.
19. Hamarinn Mjölnir *hæfði Þór með hörku strangatítt á nef á tittlingsunga, tók á móti nasabunga.
20. Fjórðung allan Mjöllnir missti af munni sínumen Ásaþór nam lúta að leynum og lá eftir með stórum *skeinum.
21. Með klónum setti hann augun út úr Ásamengiog vængjum sló á vigra þingi, var þá fas á grátittlingi.
22. Angantýr og Arngrímssynir allir flýðu,hörfuðu sem hestar á skeiði, hans ei þorðu að bíða reiði.
23. Merkið féll en mergðin ára mætir flótta.Höfuðpúkinn horfði á þetta og hugði sína fylking rétta.
24. Til ungans hjó með orku stríða ára kóngur.Verja nam sig vel tittlingur og verður nú í brögðum slyngur.
25. Úr vélinu setti voða gusu í vonsku æði.Inn í fjandans augun bæði er mér sagt hann *dríta næði.
26. Orgaði hinn af ódaun þeim og óvit þáðien ungann fátt eg ætla að hræði, allt skalf nú sem léki á þræði.
27. Starkaður gamli stökk þá upp með stöng ólétta,*og hugði þessa seggi *sætta, soddan þótti mikil hætta.
28. Svo var þeirra sáttargjörð með sögðum hættiað unginn skotum leiðum létti læri hinn að forðast pretti.
29. Eina meri á ári hvörju og ólarkeyritittlingsunga fjandinn færir, *fénu þessu í skattinn tærir.
30. Eiðum binda þetta þeir og þanninn skylduen aldrei þó með öllu héldu því ótryggðina báðir seldu.
31. Hrósar sigri, heim nam fljúga hratt tittlingur,allt síðan að óskum gengur. Ekki má eg kveða lengur.
32. Fyrst er lostin festi lasta,flúrið brestur, listum brostinn lestist rasta lúrinn hestur. Athugagreinar
Lesbrigði úr Lbs 683 4to:
1.3 Óma] eina [?] 683. 4.1 vaskur] vakur 683. 4.3 langsamar] langsamur 683. 6.2 ber hann] borið 683. 7.2 bláum, rauðum] rauðum, bláum 683. 10.2 Lússefer] Lússifer 683. 10.3 þorir] og þorir 683. 14.3 líkast] fyrst líkast 683. 19.1 hæfði] hæfi 683. 20.3 skeinum] meinum 683. 25.3 dríta] skíta 683. 27.2 og hugði] hugði 683; sætta] að sætta 683. 29.3 fénu] og fénu 683. |