Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Fuglskvæði úr Annálum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fuglskvæði úr Annálum

Fyrsta ljóðlína:Einsetumaður einu sinni
bls.46–48
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt AAAbbACC
Viðm.ártal:≈ 1700

Skýringar

Stafsetning færð til nútímahorfs.
1.
Einsetumaður einu sinni
út gekk hann af skemmu sinni;
lund er sagt hann fyrir sér finni
fjaðraveiðin sat þar á.
Fagurt galaði fuglinn sá;
hann söng þar upp á Sæborginni
sætt í þessum lundi;
listamaðurinn lengi þar við undi.
2.
Ábótinn svo að því gáði
engra hluta gæta náði,
hann starði á þann, sem stóð á láði,
úr stað sér hvergi þaðan brá.
Fagurt galaði fuglinn sá.
Historían honum tjáði
að horfinn dagurinn mundi;
listamaðurinn lengi þar við undi.
3.
Sæmdarmaðurinn svo réð inna:
senn er mál til húsa minna,
dagurinn mun þvi ljúfur linna,
lystir mig nú héðan að gá.
Fagurt galaði fuglinn sá.
Ég hikaði vegna hljóða þinna
hér í þessum lundi;
listamaðurinn lengi þar við undi.
4.
Ég held nú best mig héðan að vakka
heim til minna byggða flakka,
skemtunina þér ég þakka
þíðlega sem verða má.
Fagurt galaði fuglinn sá;
þótt beðið hafi ég býsn að smakka
af burtförinni um stundir
listamaðurinn lengi þar við undi.
5.
Sofandi var hann samt þó vekti,
sá hann borg og staðarins slekti,
hvorki hús né hölda þekkti
honum mjög í geðinu brá.
Fagurt galaði fuglinn sá.
Honum fannst svo sem hver sig hrekkti
hann hrumur af elli stundi;
listamaðurinn lengi þar við undi.
6.
Könnuðust ei við kappann hinir,
kólnaðir voru hans allir vinir,
dauðir bæði dætur og synir,
dapur einn stóð eptir þá.
Fagurt galaði fuglinn sá.
Hans voru kraftar líkams linir,
sem líklegt þykja mundi;
listamaðurinn lengi þar við undi.
7.
Af sínum ferðum fólki sagði
og fugli þeim, sem aldrei þagði.
Einn ég þar við eyrun lagði
og unaðarsönginn heyrði á.
Fagurt galaði fuglinn sá.
Dapur niður datt að bragði
dauður trú ég hann mundi,
listamaðurinn lengi þar við undi.
8.
Þeir fóru að skoða í fornar bækur,
fannst þá í þeim svoddan kækur,
að horfið hafði hamingjutækur,
fyrir hundrað árum þaðan í frá.
Fagurt galaði fuglinn sá.
Varla er von hann væri sprækur,
var honum þörf á blundi;
listamaðurinn lengi þar við undi.
9.
Af honum sást svo ekki parið
utan smágjört moldarbarið;
efnið er þá yfir farið
útskýringin finnst þar hjá.
Fagurt galaði fuglinn sá.
Sönglistinni svo er varið
samvist guðs og fundi.
Listamaðurinn lengi þar við undi.
10.
Þúsund ára þinna hagur
þar finnst ekki lengra en dagur;
englasöngurinn er svo fagur
öllum þeim sem heyrt hann fá.
Fagurt galaði fuglinn sá.
Upp í naust skal bágur bragur
borinn verða af sundi.
Listamaðurinn lengi þar við undi.