Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Heimspekingaskóli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heimspekingaskóli

Fyrsta ljóðlína:Þegar fólki er þannig vart
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcdcdc
Viðm.ártal:≈ 1700
1.
Þegar fólki er þannig vart,
að þenkja ei upp á gaman,
temprast mætti að tala um margt
týnt úr bókum saman,
andleg uppvakning,
sem helgir bæði og heiðnir menn
hafa með útskýring,
til vareygðar oss vitnað senn,
á veraldar breiðum hring.
2.
Ásett hef ég að efna ljóð,
ef auðnan vill ei banna,
um spakmæli fögur og fróð
frægstu spekinganna,
nauðsynlegust nú,
einföldum til lærdóms létt
lesist ræða sú,
í átján greinum saman sett
svo það merkir þú.
3.
Um tíð og guð vorn greina skal,
goðin og manninn líka,
sálu speki, svoddan hjal
og samviskuna ríka,
réttvísi auðmýkt enn,
um dyggðir tala dramb og stjórn
g dómara lögin tvenn,
ríkdóm, ágirnd, fasta fórn,
feigð og eilifð senn.
Fyrsta grein um tímann
4.
Greinin fyrsta talar um tíð,
tímans hefst þvi ræða.
Lærifaðirinn börnin blíð,
Bernharðus, réð fræða
og hélt af henni mest,
hún oss nú fyrir hendi stár,
hvar af tvennt því sést,
hvað ypparleg hún er og klár,
en óvirðist þó mest.
5.
Hennar sómi þekkist þá,
þegar menn gegnum skoða,
að vísu hvað hún verka má
og velferðina stoða
opt á ýmsan hátt;
aumt er að vita eyðist tíð
óþarflega þrátt,
sem herrann skammtað hefir þó lýð
með hagan vísdómsmátt.
6.
Hans almætti hefir sett,
að hlutirnir allir skyldi
með tíð og æfi tímgast rétt,
því temprun halda vildi
loptið lönd og sjór,
verkmeistari virðist hún
í veraldar breiðum kór,
að jafna gróða um jarðar tún
og jurta merki stór.
7.
Óvitíus, einn svo tér,
ekkert jörðin nái
út að rétta af sjálfri sér
sú nema tímann fái,
eins fer eðli manns;
vér vöxum bæði að visku og mennt,
því veldur tíð til sanns;
öllum skepnum er hún hent,
eins til sjós og lands.
8.
Tíð framkvæmir efnin öll,
eyðist flest á henni;
uppbyrjan og ending snjöll
eins og glasið renni,
mörgum þakknæm þó
þó fyrir hana fæðumst vér,
frið hún oss til bjó,
þá oss oft til þarfa sker
það guð undan dró.
9.
Gæskan hans, hún gefur oss frest,
gott er slíku að játa,
að leiðréttast og laga best
lifnaðarins máta
þegar vér syndgum þrátt;
um náðarstund hans biðlund blíð
býður fólki sátt,
ef hefndi hann glæpa á hverri tíð,
hólpið yrði fátt.
10.
Guð minn náði góður það
gegndarleysið manna;
djarft sér margur dauða bað
þá drýgði glæpi sanna,
en hefnd fer eftir hörð;
annað hvort þá öflum vér
eilífs lífs á jörð,
eða missum himnesk hér
hjálpar meðulin gjörð.
11.
Fordæmdir í kvalanna krá,
kaupa ef tímann mættu;
við sjálfan guð að sættast á
svoddan kost ef ættu,
bjóða mundu margt;
þó veraldir hefðu þúsund þeir
þaktar auðs með skart,
bjóða mundu miklu meir
mínútu fyrir part.
12.
Ekki fá þeir þetta þó,
því skyldir þú, maður,
tímans meðan tæp er ró
tefja ekki glaður
við í heimi hér,
ei forsóma yfirbót,
því eftir dauðinn fer;
verði þeirra víti ljót
til varnaðarins þér.
13.
Nú skal minnast aftur á
athugaleysið manna,
hversu tímans heimskir gá
og hirða ei um hið sanna
hvað ágætur hann er;
þeir líta á þegar liðin er stund
hvað lukkan ætlar sér;
sem fugl sé sloppinn fagur úr mund
og fæst ei veiddur hér.
14.
Svo sem af boga fýfan fló,
eða fram hjá vatnið renni;
eftir á mann þess iðrar þó
að ekki náði hann henni,
tíð sem fyr var tæp.
Sophídes kvað sýnt óhapp
sumra valda klæk;
þeim sem hnoss úr hendi slapp
hljóta að reka upp skræk.
15.
Hvað mun valda, heimsk mannkind,
í hirðuleysissvíma
anar fram sem augna blund
og eyðir náðartíma?
Svara eg sjálfur því:
engu að kenna öðru er slíkt
utan bernsku ský;
heimsstjúpbörnin hylur ríkt,
er hjörtun slæðist í.
16.
Óforsóttur er sá, nær
ekkert gjörir þvinga,
smábörnum til leiks er ljær
lausa gullpeninga,
þau akta þá sem eir,
gefa hvorki að gaum né orð
þó glataðir hrjóti þeir
undir fætur bekki og borð,
beiðast slíks ei meir.
17.
Þessu veldur þau eru ung,
og þekkja ei gullið hreina;
eins er skýlan yfir oss
þung athugaleysis meina,
tæka að brúka tíð
guði til lofs, en gá ei kýfs,
né gagnsemi fyrir lýð,
en vér eyðum lengd vors lífs
líkt sem börnin fríð.
18.
Sumir leita oft við alls
ævi að stytta sína,
með heimsins kæti og svakki svalls,
segjandi kosti fína,
vols og vellysting
þeir rússa líkt og ríki mann
svo ráði ei hugurinn kring,
það sem holdi þóknast vann
þykir gæfa slyng.
19.
Mállaus dýrin mörg hver hér
miklu betur sanna,
tækilegan tima sér;
en tölu letingjanna
innist Salómon:
hyggið maursins haustverk á
nær hægt blæs veiður tón,
vetrarbjörg sér safnar sá
að sultar forðist tjón.
20.
Skógarmúsin allt eins er
iðin um sumardaga,
en athugaleysið oss sem sker
yfir nam drottinn klaga,
og segir svo við lýð:
Storkurinn undir himni hreint
hann veit sína tíð,
en turtildúfa og tranan beint
nær tilkomuna ég býð.
21.
En mitt fólk þó vill ei víst
vita af guðs lögmáli,
hermir sá, sem hefur oss lýst
með hreinu kærleiks báli,
þekkja ef kynni þjóð,
hversu tíðin heilnæm er
hún þá þætti góð
misbrúkast ei mundi hér
með svo vondan hnjóð.
22.
Hómerus sér óskar að
arnarvængi bæri,
og flogið í þann fengi stað,
sem fyrir sín æska væri
og næði henni að ná.
Óvitíus allt eins bað
að ævina hreppti þá,
sem áður hafði hann útlifað
svo umbót mætti fá.
23.
Gætum að oss guðs börn merk
svo gæfan ekki þrotni,
lifum vel með lofleg verk,
leitum eftir drottni
hvern dag héðan af spakt;
þetta skal svo talað um tíð
sem til hafa hyggnir sagt,
til annarar greinar eg svo skríð
um eðli guðs og makt.
Önnur grein um guðdóminn
24.
Hægt er oss við hrannar lá
af hafinu part að líta,
en vídd og stærð að vita þá
vantar spekina ýta
eða djúp þess allt;
góður maður, af gjörðum eins,
Guð þinn þekkja skalt,
fær þó enginn fullt til neins
frétt hans eðli snjallt.
25.
Heldur er hann i sjálfum sér
samur og jafn einn andi,
yfirgripinn af engum hér,
alls órannsakandi
heimskt fyrir hold og blóð;
Aristóteles heiðni hátt
hefur því upp á ljóð
um hans talað makt og mátt
með myndug orðin fróð.
26.
Óendanlegt allt hvað er
og ei hefur byrjun neina,
þegar slíkt í sjálfu sér
sundur skulu menn greina,
komast þeir ei þar að,
engum skynsemd er svo með
að yfir grípi það,
nema sá einn, sem öllu réð
í upphafinu stað.
27.
Vér sjáum með von og trú
vorn guð hér í anda,
sem í skuggsjá nokkri nú
nema hvað verk hans handa
gefa oss glöggt á skyn,
líkt sem einhver skjöldung skýr
skrifi til sínum vin,
en opinberi orð hans dýr
elskuteiknin hin.
28.
Jarðargrös og allt hvað er
almátt hans oss sýna;
vetrar kann ei heiftin hér
með hörku neitt að pína
að aftur vaxi ei öll
blómstur lauf og blöðin smá
bæði um dali og fjöll,
sömu liti farfa fá,
og fagran prýða völl.
29.
Valenus læknir svo hefur sagt:
sá sem vill hugleiða
sköpun minstu skepnu spakt
og skoða með umsjón greiða
hvað ágætleg hún er;
skaparann mætti þekkja þann,
er þvílíkt gjörði hér
að almáttugur einn sé hann,
sá eðla vísdóm ber.
30.
Hefur því sjálfur Ciceró,
sem í Róm var forðum
af veraldar sköpun vænni þó
svo vigtuglega með orðum
sýnt oss samlíking,
að einn guð væri eflaust til,
sá aldar stjórnar hring
hljóðar svo með skýrleiks skil
skrifara glósan slyng.
31.
Hvar þú kemur í húsið eitt,
og hentuglega sérð öllu
skipað niður og skraut til reitt,
sem skart í kónga höllu,
þenkir þú með þér,
að ei hafi slíkt sig unnið sjálft
einhver hagur er hér;
gjört mun hafa þetta þjált
sá þrifnar höndur ber.
32.
Hagar oss þannig heims um bý
hér þegar inn vér reikum,
sem gestherbergi annað í
allt með hentugleikum.
þú kennir kostuglegt;
temprar loftsins tímasól
tungl og stjörnur frekt,
veit sinn gang um veðrahjól,
og verkan fær svo þekkt.
33.
Eins er jörð með aldintrjám
og eðla blómum vænum;
skógdýr leika heilmörg hám
hrírslum undir grænum,
en fénaður foldu á,
um loptið hafa fuglar ferð,
en fiskar um vötn og sjá;
skaparans hönd er virta verð,
sem vandaði bygging þá.
34.
Aristótelis einnig það
orð sín lét við bæta:
sköpun hyggja skulum vér að
í skaparanum oss kæta.
Segir og Seneka:
í oss víst einn andi býr,
er heilagur sá,
illt frá góðu eðlis skýr
alt sem greina má.
35.
Neró illi, svo er sagt,
Siemon að spurði:
hvað er guð? því veit þú vakt,
en vitringurinn sem furði
umbað eins dags frest
til umþenkingar svaranna
senn svo i té það lést,
að kvöldi speking aftur enn
úrlausn skorti mest.
36.
Um daga tveggja dvöl þá bað
að dikta þenking snara,
en um síðir á hann kvað,
oft til krafður svara;
þess meir sem nú þó
fast rannsaka fór ég slíkt
fyrir mig myrkur dró,
vanskilningur vex svo ríkt
sem væði í djúpum sjó.
37.
Gyðingur nokkur villtur var
og vondsleg orð til lagði
gegn heilagri þrenning þar,
það ei mögulegt sagði:
þrír að yrðu einn.
Kátur stóð þar kappi hjá
kristinn, trúarhreinn,
hann vék í burt sem vakrast má
og var þá ekki seinn.
38.
Hreina mundlaug hann tók þó
hellti í vatni kláru,
ofan í lét þar ís og snjó,
inn sem hendur báru
og fantinn frétti að:
hvort væri nú ekki vatnið eitt
vott með þrí-skilnað.
Júðinn þessu játar greitt
að jafnast mætti það.
39.
Mundlaug þessa maðurinn lét
mitt í varma standa;
bráðnar mjöll sem hríðar hret
hafði kælt að vanda
og varð að vatni þá;
slyngur síðan slær því burt
slæma Júðann á.
Vöknaði haus á vondum furt
svo vitkast mætti sá.
40.
Epitetus, einn svo tér
með andagifu ríka:
guðs þá fyllum vilja vér
vorn hann gjörir líka;
mikill er milding sá;
breiða jörð oss byggir hann
búum vér þar á;
þegar vér sofum, öllum ann,
andardrætti að ná.
41.
Plútharkus svo skýrir skraf:
skal það betur sæma,
guði að vita ekkert af
en illa um hann að dæma
að mörgum gjöri hann mein;
eins og skárra er seggjum sagt
sjónar missa stein,
en að líta augum skakkt
til alls í hverri grein.
42.
Hjálpaðu þér sem föng til fær,
svo frelsar guð þig líka;
svoddan gjöra sjómenn nær
þá sjá þeir hafsnauð ríka,
þeir kalla Kristum á,
leita í bænum liðs til hans
að lending mættu ná,
en handa neyta og hraustleikans
hver sem orka má.
43.
Eins sem ljósið enginn sér,
utan af sjálfs þess ljóma;
guð vorn þekkt ei getum vér
né grunn hans leyndardóma,
nema hvað hefur hann
auglýst fyrir sitt orðið kent
og anda heilagan,
sem frelsarinn Jesús fékk oss sent
að fræða villtan mann.
44.
Haltu oss við hreina trú,
himnasmiðurinn sterki,
svo satan engan svíki nú
sonar þíns undan merki
að göfga goðin blind;
margir hafa menn um heim
magnað slíka synd;
greinin víkur þriðja að þeim
í þessari kveðlings mynd.
Þriðja grein um goðin
45.
Afguðanna dýrkun djarft
djöfullinn kendi mengi,
Sabels eftir bygging snart
brúkuðu menn svo lengi
að þjóna myndum manns;
úr silfri tré og gulli greitt
gjörð voru til sanns.
Laban átti leirgoð eitt
því leyndi dóttir hans.
46.
Mólok, Gyðinga afguð einn
út með réttum höndum;
í karlmanns mynd var kopar hreinn,
kolum og eldibröndum
inn í hann var hleypt
glóandi svo gjörðist frí
goðið, sem holt var steypt
feður börn sín færðu því
fórnar til með heipt.
47.
Í þess faðmi börnin blíð
brunnu mörg til dauða;
svo ekki heyrðist emjan stríð
af ópi þeirra nauða,
leikarar léku í kring
með hörputón og hljóðfærin
hvell í samstilling;
kætt hefur þanka satan sinn
við svoddan héraðsþing.
48.
Egypsk þjóðin elska réð
úlfa og krókódíla,
hafra, ketti og hunda með
og hofin er gjörðu skýla
virtu og veittu prís
ýms kvikindi augna skygn
og indianiskar mýs;
blótnautunum buðu þá tign,
sem Belíal sjálfur kýs.
49.
Völdu til þess vildarmenn
að vakta dýrin stóru;
á þeim gæsum söddu senn,
er soðnar og steiktar vóru,
en þegar eitthvert dó,
greftrað var og gefið til fé,
með gráti miklum þó,
fólkið syrgði og féll á kné,
en fjandinn að þeim hló.
50.
Tólómeus Lagus lands
lofðungs þar með ráði,
uxa jarða einn til sanns,
upp á kosta náði
– elli drapst hann í;
fimmtíu pundum silfurs, senn,
sendi heims um bý;
gullkálfana gjörðu menn
goðinu eftir því.
51.
Indía fólk í einum stað
afguð lét sig villa;
djöfulinn sjálfan dýrkar það
dýrs með mynd svo illa,
hann hefur kórónu hátt;
furðu mikil ferföld er,
flennist tanna gátt;
augnalagið illa fer,
með opnar nasir þrátt.
52.
Skelfilegur allur er
argur þessi dóli,
býður offra blóði sér,
á björtum situr stóli
kapellu kóngsins í;
silfurklukku klerkur hans
klingir tóla frí,
logar þar jafnan ljós til sanns,
ljóma ber af því.
3.
Klerkurinn hefur belti breitt
bjöllum hlaðið að líta,
á silfurskóm hann gengur greitt,
með glóandi hanska hvíta.
Ó! hvað satan er
fullur upp með dreyss og dramb
dýrð að eigna sér;
frelsi oss drottinn flekklaust lamb
frá hans valdi hér.
54.
Í Frankaríki er sagt að sé
sett í klaustri breiðu
meyjar snikkuð mynd af tré,
menn hafa þar til reiðu
fórnir henni að fá.
Appolló var afguð rétt
áður Grikkjum hjá,
en Rússland annar plágaði prett,
Pótollus hét sá.
55.
Dagon neðan dökkur var
digrum fiski líkur,
að ofan mannsmynd á sér bar,
að því skriftin víkur,
dýrkaður í Asdoð.
Belzibub var Ekron í,
sem eitt sinn gjört var boð;
Micha þóttist maður frí,
myndaði sér þó goð.
56.
Jeróbóam kóngur knár
kálfa tvo af gulli
gjöra lét í geðinu þrár
hinn guðlöstunarfulli;
en Akab Baal bað;
ræktu Jóvis Rómverjar
ríkir í sínum stað;
Babýloniskra Bel goð var,
braut hann Daníel það.
57.
Sjáum hversu satan kann
sjálfs guðsmynd að spilla,
varast skulum vér víking þann
hann venur svo fólkið illa
dreyssugt drottni frá.
Í fjórðu grein þó heyrist hér
hvað heimspekingar tjá,
hversu maðurinn aumur er
og æ sín skammast má.
Fjórða grein um manninn
58.
Sólon vitri mælti um mann,
meistari spektar lista,
að óklárindi ein sé hann
í upprunanum fyrsta
grannt ef gætt er að,
besta meðan ber hann líf
bóla vatns er það,
en eftir dauðans endað kíf
orma og maðka spað.
59.
Aristóteles segir hann sé
sannlegt eftirdæmi
breiskleikans, sem berst í hlé
brögðum við þó kæmi
tíma og tíðar rán,
ellegar herfang æfinnar
með óvíst gæfu lán,
leikspil völtu lukkunnar
og læst svo með þeim án.
60, Ként líkneski er hann og
auðnu valds á seimi,
einnig mörkuð vigtug vog,
sem vegst á hér í heimi:
öfund reiði og eymd.
Láttu ei, drottinn, lasta mín
laun mér verða geymd,
döpur þar til dauðans pín
dimm er yfir mig streymd.
61.
Orð þau talaði Archýtas,
að þeim vel mátt grunda,
þú mátt hafa það vés og vas
sem viltu sjálfur stunda,
en aldrei þarftu þó
að vona að það vinnist þér
að veiða fisk úr sjó
þann sem beinlaus allur er,
eins fer stundleg ró.
62.
Hér í heimi enginn er
einn svo happagefinn,
að sítvinnist ei sorgin þver
saman við lukkuvefinn,
Ciceró svo fékk tjáð.
Ódauðlegur einn guð, best
út hefur dreift og sáð
sinni rænu meðal mest
manna um jarðar láð.
63.
Valdi hann þá að vera enn
verndara heimsins landa,
fyrirliða og forsvarsmenn
með frjálsum skilnings anda
heimsins hlaup að sjá,
að þeir kunni öllu því
eftir fylgja þá;
háleitt var þeim hugvit í,
heiðnir menn svo tjá.
Fimmta grein um sálina
64.
En með fljóta yfirferð,
svo ekki leiðist mengi,
að fimmtu grein ég víkja verð
og vita ef nokkuð fengi
sagt um mannsins sál,
skikkanlegt svo skiljist þér,
sem skoða vilt þetta mál,
ódauðlegur andi hún er
og ætti að vera forsjál.
65.
Aldrei sálir eldast þar,
Epimenelus sagði;
mun hann hafa þenkt til þar
þegar mann holdið lagði
akur drottins í;
skilst mér verði ungleg önd
útvalin og ný,
hversu lengi heims um lönd,
sem hraknings varð ei frí.
66.
Svo er háttað, segja má,
sál manns og líkama,
eins og þeim, sem lét sér ljá
leiguhús til sama
og einatt upp sig bar,
að oftar illa endist sinn
ódýrri sem var;
veggir bæði veiklist inn
og viðir trosni þar.
67.
Eins hefur sálin um sitt hold
ætíð nóg að klaga,
sem er hennar hús á fold
hérvistar um daga,
þar vantar víst umbót,
þó særist nokkuð samviskan
synda fyrir rót,
ávallt krenkja eitthvað kann
auga hönd og fót.
8.
Kannske dauðinn komi þó að
og kalla til hennar mætti,
að flytja sig úr fornum stað
fyrr en von á ætti,
ellegar ef af mann veit,
sé hún þá til passa prýdd
í Paradísar sveit
holdsins bygging hrekst ei nýdd
heljar ofan í reit.
69.
Sál er herra sérhvers manns,
þótt setji sig hold á móti,
óvinir það efla hans
svo yfirráðin hljóti;
en guð gefi oss að gá
viskunnar, sem varnar best
vondri heimsku frá;
í stefinu það sjötta sést
samtal máls um þá.
Sjötta grein um spekina
70.
Þeim, sem settur yfir er
annað fólk í heimi,
vísdóm meiri vita ber,
vil eg því ekki gleymi
stoltir stjórnar menn;
því eins er munur ólærðs manns
og þess hyggna senn,
sem galinn hestur sé til sanns
saman og altaminn.
71.
Ei þó skólinn öllum sé,
sem eiga kennslu að vanda,
gjörður til að græða fé
gott má af honum standa,
því sá sem oft vill sæll
herra í æsku halda sig
hvefsinn og ódæll,
að vísu mun, þess væntir mig,
verða í elli þræll.
72.
Ungur maður einn var sá,
um skal dæmi lýsa;
djarfur vildi drengur hjá
Diogenis vísa
koma til kennslu sér;
meistarinn fyrst það vita vill
hvað vellundaður hann er,
hvort þoli slög eða orðin ill
ef að í milli ber.
73.
Reyna skal ég, við sjálfan sig
sagði hinn visku ríki,
hvort hann er, sem uggir mig,
í öllu svo mér líki
þolinmóður þó,
ellegar stífinn, stór og þrár,
stoltur geðs um þró;
einn svínsbóg fékk, aldurs hár,
ungum manni og hló.
74.
Bað hann skyldi bóginn þann
bera vel og lengi
eftir sér og hirða um hann
hvert sem að þeir gengi,
en hinum ei hugnast það,
tók þó við og talaði fátt
tregt svo gekk af stað,
nokkra stund með bóginn brátt
borgar vítt um hlað.
75.
Kunningjarnir hlógu að hal
og hvefsni margur sendi,
þoldi hann ekki þeirra tal
og þeytti bóg af hendi,
en strauk i burtu strax;
Diogenis segginn sá
seinna annars dags,
aldraður við ungan þá
orðum kom til lags.
76.
Vasaðu, son minn, velferðar
veg þann, sem þú getur,
því okkur skyldi ekki par
utan svínsbógs tetur;
kalt svo kvöddust þeir;
með asna höfuðið úr því gekk
hinn yngri stála freyr,
heppnast bræður hafa þeim rekk,
því heimskur margur deyr.
77.
Plató segir: haldist hér,
heimskur er sá maður
sem þykkist ekki þegar hann er
þunglega ávítaður
og metnast minnst við hól;
Metolkes kvað föt og fé
fást fyrir linna ból,
en vísdómurinn, segir hann sé
sá sem tíðin ól.
78.
Sókrates það telur tvennt,
til þess máttu hlýða
betra en nokkra bókamennt
að bindast ills og líða;
friður fávís mann
skrautlegu líkur skipi er,
sem skríður sels um rann
og slinna i stafni slæman ber
sem slynkt ei stýra kann.
79.
Karmides, þeim gríska glöggt
gefið var svoddan næmi,
að allt, sem las hann eitt sinn snöggt
þó ýmsar bækur kæmi,
þegar kunni hann það;
ofvís heita er ekkert vit
einn hefur til svarað,
oft nú gamlir iðka rit
en ungir feyja blað.
80.
Sókrates með sinnið blint,
að sjá fyrir augum vorum,
tuttugu og fjórar stundir stinnt
stóð i sömu sporum
þungum þönkum í;
hann um síðir hóf upp mál
hátt úr kafinu því,
að einn guð sé sem önnur sál
ódauðleg og ný.
81.
Stóran mann og heimskan hér
ég hræðist minna að reyna,
en hygginn þann, sem allsmár er,
Antiópas nam greina;
en nú er önnur nauð:
Eins er að sjá og samviskan
sé í fólki dauð,
sem hirðir um enga heims í rann
hluti meir en auð.
Sjöunda grein um samTviskuna
82.
Sest hér inn hin sjöunda grein
um samviskuna að ræða.
Spakir segja hún sé hrein
haldin bestu gæða,
fríheit foldu á;
Paríander kvað peninga tjón
plágu minna að fá
heldur en manns um hyggju frón
hennar skaða að ná.
83.
Díógenes talar og tér að
tegund engin betur
fríi mann frá hræðslu hér
en hrein samviska getur,
er flekk ei með sér fann
hvað dreyssugur sem annars er,
oft hún skelfir þann,
sem geymir hrekk í geði sér,
því gest hvern óttast hann.
84.
Vond samviska er verri en sótt,
víst má þessa kenna,
því innan loga í fyrstu fljótt
flest öll hús sem brenna
er hún ein af þeim
vítiskvölum verstu þó,
sem vara í öðrum heim,
stórsyndara styttir ró
sterkari vitnum tveim.
85.
Lifðu, segir Senecá
sem sæju allar þjóðir,
orð þín verk og þankar þá
þeir séu jafnan góðir;
því ryktið rýrna kann,
en samviskan aldrei þó
ærlegan svikur mann.
Að grein áttundu ég glósu dró
glöggt sem dæmið fann.
Áttunda grein um réttvísina
86.
Ræða skal um réttlætið,
sem ritning hrósar víða,
hvar finnst maki að hreinum sið
heimsins byggðar lýða,
Nathanaels nú?
Hverjum guðsson gaf þann prís:
góð er minning sú,
að frómur væri og full réttvís
með flekklaust skilningsbú.
87.
Eins finnst honum nú annar jafn;
ég eftir grundað hefi,
sem menn leiti upp hvítan hrafn
með hreinu gyltu nefi
og klárum silfurklóm;
heiðnir betur ræktu ráð
með réttvísinnar dóm,
en margir kristnir menn um láð,
því minnkar öldin fróm.
88.
Valeríanus keisari knár
keröld rétt lét smíða,
vogir og stikur, visku hár,
hann vildi ei annað líða
hvern sem hitti þar;
mælir nokkurn markaðan,
sem máta ei slíkan bar,
brjóta lét eður höggva hann,
en hönd af smiðnum skar
89.
Hermes einn í Egyptó,
þá eitthvað fór að kaupa;
sem að ódýrt selt var þó
en sýndist meira hlaupa
borgaði betur sá;
mest sem vert hans meinti trú
svo mönnum drægi ei frá,
dauður er hann fyrir nokkru nú
en nær skal makann fá.
90.
Kató engan kæran vin
kunni svo að eiga,
að bragnar á því bæri skyn
að breyta mundi mega
hans réttvísi hót;
svoddan blómstur sjást ei nú
sitja á hverri rót;
dauð sanngirni deyðir trú,
drottinn vinni oss bót.
91.
Um Fabricium mæltu menn,
sem mengið helgan kallar,
bágt svo væri að benda enn
byggð hans skilningshallar
fast réttvisi frá;
líkt sem sól að hindra hér
hlaupi sínu á;
haltu hvern mann eins sem er,
en að þér sjálfum gá.
Níunda grein um auðmýktina
92.
Níunda grein um auðmýkt er
og ágætt lítillæti;
gott er að vera af góðum hér
getinn heims um stræti,
en þó er betra það,
að þú mætur sjálfur sért,
sjá þinn viðskilnað
hald þig minna en virðist vert,
vinur, í þinum stað.
93.
Filippus kóngur, maktar megn,
á Makedónía landi,
morgun hvern lét fast með fregn
fyrir sér úthrópandi
svein sinn svoddan tjá:
minnstu þess þú maður ert
milding jörðu á
hofmenn skyldu heimsins bert
hugsa um vísu þá.
94.
Undirgefnir erum vér,
auðmýkt vel því sæmir,
sínum herra sérhver hér,
sem oss kennir dæmi
hundraðshöfðingjans,
sem lítillátur bað um bót
á böli síns vinnumanns,
þar hefur dyggðin fest sinn fót
í ferils sporum hans.
Tíunda grein um dyggðina
95.
Í tíundu grein er talað um dyggð,
til hennar skyldi oss minna,
hverja nú um heimsins byggð,
heitir bágt að finna
öldum þessum á;
falskan mann og hollan hér
háttur skilur sá,
að æra og skömm ei sitja sér
saman í einni krá.
96.
Díógenes segir: sá,
sem mest talar um dyggðir
en þær hefur engar þá,
er um hyggju byggðir
líkur löngum hér,
hljóðfærum, sem hljóma brátt
hreyft þegar við þeim er,
öðrum skemmta oft og þrátt,
en aldrei sjálfum sér.
97.
Antistenes segir til sanns:
sveit það teiknið þekki
foreyðslu síns fósturlands
fólk nær gjörir ekki
gildan greinarmun
vondra og góðra á milli mest
það merkir gæfuhrun;
en dreyssugir með drambið verst
draga sér engan grun.
Ellefta grein um drambsemina
98.
Grein ellefta gjörir á skil
glöggt sem hér má sanna,
hvað heimspekingar töluðu til
tærilætis manna,
sem stoltir státa hér.
ristóteles eitt sinn sá
ungan hal hjá sér,
með dreyssugt viðmót, drambsamt gá
n drussasvip þó ber.
99.
Víst þess óska vildi eg mér,
væri og snilld að bera,
svoddan maður, sem þú hér
sjálfur þykist vera,
meistarinn mæla vann,
en óvinir mínir allir bert,
illir geðs um rann;
þvílíkt væri, þú sem ert,
vér þekkjum landsvanann.
100.
Í Aþenuborg á Grikkja grund
í gjörð voru lög þau forðum,
nær með hofmóð nokkra stund
í nokkur af baugaskorðum
götum gekk þar á,
sektum hlaut að svara tvist,
svo skyldi enn til gá;
í þúsund Drakkmas reflarist
ráðinu mátti fá.
101.
Díógenes dreng einn sá,
sem dreyssuglega var klæddur,
til hans spakur talaði þá
tignarskrauti gæddur:
skírt ef skartar þú
fyrir karlmönnum fríðum hér
feil slær heimskan sú,
því aldrei biðlar aflast þér
með ektaskapartrú.
102.
En skartir þú, sem skynjar mig,
skírt fyrir ungum fljóðum,
að lítist betur þeim á þig
það er ekki af góðum
hugsunum heldur gert,
að svíkja nokkra silkieir
sjálfum á þér bert,
því þú þykist miklu meir
maður en þú ert.
103.
Menekrates læknir ljóst
lét það á sér heyra,
dreyssugur með dramb og þjóst
af drengjum vildi ei meira
þeim lið fékk lagt til sanns,
en undirgefnir segist sér
og sannir þrælar hans;
heiðran veittist geira grér,
sem guði himna ranns.
104.
Hví mun maðurinn vilja óvar
volsa og mikið láta,
er hann veit sig ekki par
orka i nokkurn máta
gæfu að gefa sér;
þó oflátungar öðrum lýð
æðri þykist hér,
ins ég sé í armóðs tíð,
auðnan með þá fer.
105.
Háðung það fyrir hygginn mann
ég held í öllum greinum,
dreyssuglega ef drambar hann
af drottins gáfum hreinum;
því satan hóf þann sið
ótukt narra og apa vés
enginn styggist við,
sagði hinn vísi Sókrates,
em séð hefur mannfólkið.
Tólfta grein um stjórnina
106.
Í tólftu grein nú talað er,
til þess máttu hlýða;
um stillilega stjórnan hér,
sem stórhöfðinga prýða
fremur fanta sveit
mannkostunum mest af skal
og margskyns herlegheit;
Agesilas hóf það hjal
hans ég orðin veit.
107.
Keisari eða kóngur einn
kostum þeim sé gæddur:
aldrei við sinn óvin neinn
óttasleginn né hræddur,
en frómum fylgi lýð;
sparsamur má vera víst
og var í lukku tíð,
í fjórða máta forsmá síst
fullgóð ráðin blíð.
108.
Ísocratem, heldur hann,
frá hinum þekkjast mætti
fyrir þau manndóms verk sem vann
vanur sparsemdarhætti,
sem sjóli gæddur sé,
en kræsingum ekki í
eða sællífe,
stjórn má kalla þessa því
þrældóm skínande.
109.
Crysippus hinn spaki spakt
spjallar af vísdóm sínum:
ég get ei stjórnar girnst, því makt
að guði misþóknast mínum
ef hún illa fer;
en gangi til sú valdsstjórn vel
vondir reiðast mér,
andaminst því víst ég tel,
að vera sem aðrir hér.
110.
Undirsátar öfunda lán
yfirvaldsins stundum,
þykjast geta alls þess án
og ótal verslað pundum
ef svoddan veittist sér;
enginn betur kenna kann
hvar kreppir skórinn þver,
heldur en sjálfur þú sem þann
þrátt á fæti ber.
Þrettánda grein um dómara
111.
Í grein þrettándu gefst til sanns
glöggt þar um að skrafa,
hvað dómararnir lýðs og lands
lærðir eiga að hafa
af fjórum dyggðum flest:
guðhræðslan er ágæt ein
og réttvísi best,
frekt ágirndar forðist mein,
en fylgi sannleik mest.
112.
Þeir þrír hlutir dimmast djarft
dómarans augu blinda,
vinskapur með elsku art
og óvild til mannkinda,
sjálfs gagn þriðja þó;
því er lögum þings úr sal
þrálega fleygt á sjó;
meir enn hér um mæla skal
margur að því bjó.
113.
Jósafats var játning nett
Jórsala kóngsins forðum,
að dómurinn væri drottins rétt,
djörfum bauð með orðum
vel að vanda hann;
þeim sem yfir leiddu lög
landsins almúgann;
valdsmenn skyldu varir mjög
að vera eins og hann.
Fjórtánda grein um lögin
114.
Í fjórtándu ég fæ þó grein
fyrst af því að skýra,
hvað lýðir hafa lögin hrein
lagt í virðing rýra
ýmsum löndum á,
ekki síður um Ísafrón
en þeim grísku hjá,
meistarinn hefur sett fyrir sjón
samlíkingu þá.
115.
Eins eru lög, ég kalla kann,
og kóngulóar vefur,
smáfuglunum heldur hann,
en hinum stærri gefur
rúm að ráfa í gegn;
þau klippa oft með klemmum tveim
kotbóndann og þegn,
en stórhöfðingjar þrykkja þeim
þrálega yfir megn.
116.
Aþenuborgar illir menn
Alexandrum spaka
sveltu í hel fyrir svoddan enn
hann sagðist yfir þeim vaka
lög með geysigóð;
en þau fyrir sín vondu verk
vanbrúkaði þjóð;
oft hafa þvílík orðin merk
aukið fleirum móð.
117.
Plútarkus kvað mætara mjög
mönnum vera frýjum
að efla gömul og iðka lög,
en auka mörgum nýjum.
Keisarí Neró knár
lögmál besta lýðnum gaf,
sem letrin herma klár,
en lifði verst þó öllum af,
argur og lyndisþrár.
118.
Langtum best þau lög ég tel
lands í byggðum skarta,
innskrifuð sem eru vel
í yfirvaldsins hjarta
hollri hegðun í,
og útbreiðast fyrir utan kýf
aldurs daga, því
þeir eiga að hafa auðkennt líf
sem öðrum stjórna frí.
119.
Heiðarlega að haga sér víst
hver svo laganna njóti,
stöðugir, en setjast síst
sannleikanum á móti,
sparsamt, þakklátt þel;
bakstytturnar forðist framt
fanta og narra vél,
hvers manns smjaður hata samt
hagfelt þeim ég tel.
Fimmtánda grein um ríkdóm
120.
Grein fimmtándu gefa á skil
gjarna nú ég skyldi,
um ríkdóm fellur ræðan til,
rétt því margur vildi,
sem eignast mikinn auð
hverjum manni heiðrast af
og hafa læst enga nauð;
meistarinn fyrst þá minning gaf
að mold sé jarðar snauð.
121.
Díógenes dikta vann
djarft með orðum snjöllum
um rétt vel búinn ríkismann
sem rýr er að menntum öllum,
en umvefst orma beð,
sem gervisfalleg gemlings kind
gyltu reifi með,
því bæði er viskan búningsmynd
betri, en skraut og féð.
22.
Þó purpura júnkur sitji í sal
og svelti úti hinn armi,
meiri er sæmd að hyggnum hal
í hreinum vaðmálsgarmi,
en fanti í flauelskjól;
nóg má ríkur segjast sá,
er svalt ei par né kól
og lét sér nægja lukku þá
sem lánast undir sól.
123.
Oft hefir drussa ósnotran
auðurinn prýtt á veldi
fyrir alþýðu forgylltan,
en fátækt margan hrelldi,
sem betri listir bar;
ríkdómur fyrir heimskan haus
helst án skynsemdar,
er sem blakkur beislislaus
bágur meðferðar.
124.
Lifir þú, segir Seneká,
sem þín girnd að víkur,
að vísu máttu vita þá
þú verðir aldrei ríkur,
en alist ævin hér
eptir náttúru þinni því
þörf sem rétt til er,
fátækt ef þú fellur í
fullvel trúðu mér.
125.
Guð hefur því svo hagað til
heims um víðar grundir
að þrennslags skyldi þjóð með skil
þrífast sólu undir,
reisugir ríkismenn
og fátækir aðrir þó
og þurfandi í senn,
meðal fjórðu mest í ró.
Mammon býður enn.
126.
Auður heims er orðinn nú
afguð meir en fjandi,
ann svíkur oft frá sannri trú
sálir óteljandi;
mörg eru dæmin mest;
þessu veldur ágirnd örg
og athugaleysið verst,
fyrir stundlegri ber þó björg
búksorg öldin flest.
Sextánda grein um ágirndina
127.
Í grein sextándu sest hér inn
sýnt með fæstum orðum,
hvað ótérleg sé ágirndin,
sem allir hyggnir forðum
löstuðu í heimi hér.
Seneka hefur mælt um mann,
sem mjög gírugur er,
að soltnum líktist hundi hann,
sem hrifsar allt að sér.
128.
Frekleg ágirnd fullvel kann
að fylgja hverjum eyrir;
þrátt hún eykst við ábatann,
þá auðinn saman keyrir
mammons vinurinn mest,
þess ríkari þjóðum hjá
því kargari lést
elstur þegar sannast sá
sinkur allra verst.
129.
Snauðan vantar margt hvað mann,
málshátturinn spjallar,
en ágjarnan allt hvað hann
eiga þarf og kallar
fé gjörir frænda róg,
auðugur þykist oft af seim,
aldrei ríkur nóg,
þó klenódíum og kólgu eim
komi hann ekki i lóg.
130.
Aristippus laus við last
líf sitt með því varði,
að gullsjóð sínum fleygði fast
flausturs út af barði
og orðum fékk svo ýkt:
dælt er betra ég drekki þér
djúpið ofan í ríkt,
heldur en brátt þú banir mér,
þó brenni í mörgum slíkt.
131.
Speking þessum vitra var
víst með orðum köldum
eitt sinn brigslað um það þar
af órækslunnar völdum,
að akur hans eyddist nær;
Aristippus svo með sann
samsinnt þessu fær,
í andsyarinu út gaf hann
athugaglósur tvær:
132.
Fast er betra hann fordjarfist
fyrir mínar sakir,
heldur en að ég óvirðist
yfir honum sem vaki
yrir hans skuld svo fljótt;
öðruvísi held ég hér
hagi ágjarnri drótt,
sem fénu safnar frekt að sér
fram i banasótt.
Seytjánda grein, um tímann
133.
Í seytjándu eg vil grein
athugaverðugt segja,
hvað oss ritning hermir hrein
hljótum vér að deyja
allir eitt sinn víst;
nær dauðinn klappar dyrnar á
dvelja fær mannlíf síst;
veraldar hyggja vond og flá
í vil fyrir mörgum snýst.
134.
Heiðnir hafa betur beint
búist við sínum dauða,
en kristnir nú, sem kenna hreint
hvað kröftug lækning nauða
orðið drottins er;
falsi og löstum fyrri menn
forðuðu betur sér,
náttúrunni ofbauð enn
hvað eftirkomandi sker.
135.
Í Egyptalandi einn sá var
afbragðs sigur forðum
nær gestaboðin gjörðust þar
með gleðskaparins orðum,
þeir völdu víst til mann,
með dauðs manns mynd í hendi hljóp
hverjum sýna vann
innhýsingi í þeim hóp
og svo talaði hann:
136.
Einn og sérhvern, eg þess bið,
et og drekk þú maður,
skoðaðu til og skemmt þér við
sköpun þessa glaður,
því eftir dauðann eins
vita máttu að verður þú;
vildu runnar fleins
með kappi slíku kefja nú
kvíðann banameins.
137.
Um dauða jafnan þenktu þinn
og þann uppmála skyldir
í hugskotinu hvert eitt sinn,
ef hraustur deyja vildir,
Seneca segir það.
Águstus nam óska sér
oft skrifaði og bað,
að góðan mætti hljóta hér
heimsins viðskilnað.
138.
Xerres vildi ei heyra hót
hjalað um dauða manna,
en Agag þóttist aftur á mót
öruggur helstund kanna
er Sanúel sundur sneið;
Aristóteles andláts tíð
einatt fyrir kveið,
segir dauðinn sé hjá lýð
sú grimmasta neyð.
139.
Huggun vissu ei heiðnir þó
hjartans kvíða að stilla,
svo sem lýsti Ciceró
í sjálfs hans efi og villa
um andar ódauðleik;
guði sé lof sem gaf oss skyn,
á grænni lífsins eik,
sem vínkvista sér valdi kyn
með visin laufin bleik.
140.
Það er ljóst, að vitum vér
af vottan heilags anda,
enga dauðinn orku ber
útvöldum að granda
þó svipti fjöri um sinn;
til lífs eilifs þá langar þrátt
og leiðast svo þar inn,
sem heimsins vinir hirða um fátt
hjálpa oss drottinn minn!
141.
Óguðræknir eiga sér
engan verri en dauða
viðsjálsgrip í heimi hér,
því hann er upphaf nauða
athugalausum eitt;
til satans alla sendir þá
sem hann getur veitt
og ekki í trúnni falla frá
er fyrr hafa illa breytt.
142.
Drottinn guð mig vara við
víst á hverjum degi,
að láta af illum synda sið
svo mér dauðinn eigi
geti grandað par;
í andlátinu eru tvær
eftir brautirnar,
víst ójafnar virðast þær
og vara til eilífðar.
Átjánda greln, um eilífðina
143.
Stef átjánda gjörir á grein
grunda ræðu mína:
Tímalaus mun eilífð ein
öllum mönnum sýna
hvað herrans makt er há;
blessuð lætur börn sín, hann
búa himnum á,
en vondum steypa i kvalir kann,
þeir komast þar ekki frá.
144.
Þenktu sál mín þar um nú
á þessum náðartíma;
hörmuglega hlýtur þú
hrökt frá drottni rýma
dóms á degi þeim;
aðskilin, sem Adams börn
eru í flokkum tveim,
nema Jesús veiti vörn
þá vinir hans kallast heim.
145.
Guðdóms þeirri grandar þjóð
grimmdin ævarandi,
sem hrapar ofan í heljar glóð
þar hrekkvís plágast fjandi,
hörmung sú er hörð
hinir ljóma og leika sér
á lifandi manna jörð
um eilífð þá, sem aldrei þver
með elsku og þakkargjörð.
146.
Allskyns gæði endalaust
eiga þar að vara,
vér upphefjum vora raust
með vitrum englaskara
svo klingi söngur klár;
hver er í drottins dýrðarsal
dagur sem þúsund ár
útvöldum til yndis skal
en engin fellir tár.
147.
Lofstír allir láta þar,
hjá lambsins stóli hljóma
syni guðs, er syndir bar,
og síðan gjörði oss fróma
arf að eignast sinn,
trúar augum mínum með
mæni ég þangað inn
svo hneigist til þín hugur og geð,
herra Jesús minn.
148.
Ég vil því hjartans feginn frá
frelsast heims ónæði,
í þínu ríki þig að sjá
þau mér veittu gæði
fyrir þitt blessað blóð;
útskúfaðu ekki mér
ofan í heljar glóð,
þótt margt ég bryti á móti þér,
því miskunn þín er góð.
149.
Heilags anda hjástoð með
hjálpa sálu minni
til að rækja girndar geð
gæsku eptir þinni ,
meðan ég hjari hér;
dáða góða dauðastund
drottinn gef þú mér,
svo geti eg komist guðs á fund,
þá glaður héðan fer.
150.
Mér þyki mál að þagna um sinn
á þessum átján greinum;
gef þeim öllum, græðari minn,
gleði í anda hreinum,
sem hér hafa vel til hlýtt.
Fróða menn ég forláts bið
þótt falli kvæðið lítt,
en ungir menn og einfalt lið
athugi málið nýtt.
151.
Diktuð þessi dæma skrá
dregin af sagnar hjóli
heitir svo sem heyra má
heimspekingaskóli;
nafn mitt nærri stár,
er það kennt við engla gram
og upphæð meyjar fjár;
hafi sá þökk er hróðurinn nam
og hendir ekki að dár.
152.
Himin, vindar, hafið, lönd,
hæðir, vötn og eldur,
tungl og sól með teiknin vönd,
tempran allt hvað veldur,
dýrki drottins nafn;
dropar grös, sem dægur tvenn
og dýrlegt englasafn.
Amen, segi allir menn,
enginn er honum jafn.