Konur á Grænlandi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Konur á Grænlandi

Fyrsta ljóðlína:Komir þú á Grænlands grund
bls.169
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1825
1.
Komir þú á Grænlands grund,
ef gjörir ferð svo langa,
þér vil eg kenna að þekkja sprund
sem þar á buxum ganga.

2.
Allar hafa þær hárið nett
af hvirfli í top umsnúið,
vafið fast svo fari slétt;
fallega um er búið.

3.
Konur silki bera bönd
blá um toppinn fríða;
láttu þær fyrir líf og önd,
lagsi, kyrrar bíða.

4.
Ef krakka hafa vífin væn
veitt af lausum hætti
hafa bönd um hárið græn;
horfa á þessar mætti.

5.
Þær sem eftir liðinn leik
lengi ekkjur búa
böndin hafa um hárið bleik,
heiminum frá sér snúa.

6.
Hárauð bönd um hár á sér
hreinar vefja píkur
en þessi litur, því er ver,
þreifanlega svíkur.