Fjósaríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fjósaríma

Fyrsta ljóðlína:Hlýt eg enn, ef hlýtt er sögn
bls.1–10
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkar:Gamankvæði , Rímur

Skýringar

Efni Fjósarímu er skuldheimtuferð manns nokkurs til nágranna síns. Hittir hann skuldunaut sinn í fjósi og lendir í áflogum milli þeirra, og er kona sótt heim í bæ til þess að stilla til friðar.
Skáldið leggur síðan út af þessari fjósorustu og telur fjölda kappa, sem miklir hafi þótt fyrir sér, en aldrei hafi þess heyrst getið að þeir hafi barist í fjósi.
Eru nefndir margir hreystimenn og garpar út Íslendingasögum og Karlamagnúsarsögu og sýnir ríman að höfundur hefur verið fróðleiksmaður og kunnað góð deili á sögum og söguhetjum.
Í   MEIRA ↲
Fjósaríma
1.
Hlýt ég enn, ef hlýtt er sögn,
hljóða mýkja strengi*,
gleðja fólk, en gleyma þögn,
glepji fyrir mér engi*.
2.
Kvikna verður kvæða grein
af kveiking Sónar vessa,
gaman, en ekki græska nein,
gengur mér til þessa.
3.
Skemmta nokkru skyldugt er
skötnum dökkva grímu,
út af litlu efni hér
eg vil smíða rímu.
4.
Mín orð hvorki menn né frúr
mislíka sér láti,
nú skal ljóða nausti úr
Norðra hrinda báti.
5.
Efnið máls eg fundið fæ
fyrst með réttum sanni,
halur* einn kom heim að bæ
og heimti skuld að manni.
6.
Gjörði sá að geyma naut,
sem gjaldið lúka átti,
þegn í fjósi, þorna Gaut,
þennan finna mátti.
7.
Skjótt þar hitta skjalda Yggr
skuldamann sinn náði,
þar í kúastofu* styggr
stjórnaði hinn bráði.
8.
Þessi ekki boða beið,
byrstur hljóp að þegni,
skelldi í við skjóma meið
skjótt af öllu megni.
9.
Randa grér með reiði skók
rekk af miklum þjósti,
maður* hinn á móti tók,
móðr var fyrir brjósti.
10.
Hinn er undir höggum sat
hugmóð kenndi sannan,
hnefa* reiddi hátt sem gat,
hvorugr sparði annan.
11.
Fornt þeir sannað fengu mál,
fólsku höfðu reista,
ógna verður æðibál
oft af litlum neista.
12.
Af því efni aukast má
arnarleir hinn* ljósi,
höldar gengu hólminn á
hraðir tveir í fjósi.
13.
Hvor gaf örðum hörð og stór
höggin þeygi góðu,
háll varð stirðum fótum flór,
fyrðar saurinn óðu.
14.
Mestu rimmu mátti sjá,
menn sig gjörðu herða,
stafkarl hrumur stóð þar hjá,
staðlaus tók að verða.
15.
Skalf á beinum skepnan veik,
skjótt hann þetta firnar,
höldar áttu harðan leik
af heift fyrir aftan kýrnar.
16.
Gengu að sem glímdu tólf,
gegndi þetta furðu,
vott og óhreint var þá gólf,
virðar saurgir urðu.
17.
Heimasveinninn hælkrók á
hinn tilkomna lagði,
vaskur datt, því varla sá
við því pretta bragði.
18.
Þá var meira fors en friðr
fjósinu í um stundir,
skjóðu hreppti vopna viðr,
varð hann síðan undir.
19.
Forn orðskviður fram kom þá,
flestir hygg eg sanni:
Fellur oft til foldar sá,
fang sem býður manni.
20.
Aflið dró úr eldra hal,
olli slíku mæði,
komst á fætur kálfs í sal
kempan hin með bræði.
21.
Gjörði að örva runni rás,
reyndi manninn veika,
eftir þetta upp í bás
ýtar færðu leika.
22.
Næsta var til nauða stefnt,
niðr með orku fleygði
seggur* hal og sín gat hefnt,
saman í kuðung beygði.
23.
Kynja sterkur kappinn varð,
karlmennskunnar neytti,
hárið allt og höku barð
hann af seggnum reytti.
24.
Hjá stóð krankur karlinn þar,
kom fram öngvum vilja,
orkulaus til einskis var
ýta hann að skilja.
25.
Sjúki maðrinn sendi pilt
síðan heim til kvenna,
bað þær koma brátt, ef stillt
bardaga fengi þenna.
26.
Sveinninn fór og sætur fann,
sátu tvær í ranni,
bardagasögu* birti hann
beint með réttum sanni.
27.
Hringþöll eldri hljóp á stað,
hin sat eftir kvinna,
þar kom undir hlunkr í hlað,
hljómur verðr af minna.
28.
Fóta neytti falda Bil,
frá var bauga selja,
dunur heyrði og dynki til,
dúðist Rindar elja.
29.
Hlaupa gjörði so til sanns
svanninn ferðagreiði,
hún ver eins og hugur manns
harla fljót á skeiði.
30.
Víst sem léki í vindi hyr,
valur* flygi um stundir,
þar hann hefur bestan byr
báðum vængjum undir.
31.
Brúður* gekk í baulu hús
og bás í nauta ranni,
þar lá heiftar þykkju fús
þegn* ofan á manni.
32.
Bað hann sér að bjarga sprund
og bót á raunum vinna,
ofan af honum auðar lund
öflug tók þá kvinna.
33.
Fengið hafði maðrinn merkr
munn* bláan úr býtum,
og so þrútnar einninn kverkr,
ójafnt skegg með lýtum.
34.
Þundar veðri þanninn lauk,
þegnar sættust eigi,
bjargi* Týrs í burtu strauk
björtum sem á degi.
35.
Kálfa mæðra höllin há
hafði færst úr lagi,
brotnir voru bálkar frá,
bar það til í slagi.
36.
Hef eg aldrei heyrt það sagt,
hólmgöngurnar snarpar
í fjósi hefði fyrir sig lagt
forðum hreystigarpar.
37.
Íslendingar áttu fyr
oft í vopna göllum,
vildu ekki vekja styr
virðar í nauta höllum.
38.
Stórólfsson var sterkur mann,
steypti köppum víða,
Ormur gekk í uxa rann
aldrei til að stríða.
39.
Grettir höggin geysistór
gumnum lét á ríða,
aldrei hann í kúa kór
kom til þess að stríða.
40.
Vopna þing á velli tamt
var Sölmundar arfa,
Kári aldrei kveikti samt
kíf í ranni tarfa.
41.
Skarphéðinn, eg skýri frá,
skeinu veitti mengi,
í fjósinu aldrei sá
efldi stríð við drengi.
42.
Björn með hreysti bragna vann
Breiðvíkingakappi,
flaugst ei á við fyrða hann
flórs í nauta slappi.
43.
Vaskur maðr til víga fús
var Miðfjarðar-Skeggi,
flasaði aldrei flórs í hús
að fljúgast á við seggi.
44.
Þórður hreða þegna vá
þessi bjó á Ósi,
breytti aldrei bóndinn svá
að berðist hann í fjósi.
45.
Ófeigsson gaf úlfum steik,
Oddur neytti stála,
hóf við öngvan hildar leik
hann í nauta skála.
46.
Skáld vandræða sköftin braut
skýrar vísur orti,
Hallfreðr öngvan hjörva Gaut
hrakti í nauta porti.
47.
Viglundur hinn væni kenndr
vandist rómu kaldri,
slyngur til að slæma rendr
slóst í fjósi aldri.
48.
Kjartan spilla kunni hlíf,
karlmanns hafði sinni,
þegninn aldrei þreytti kíf
þar sem naut voru inni.
49.
Steinþór tamur vopnin við
var á Eyri lengi,
þó lét hann í fjósi frið
fyrir sér eiga drengi.
50.
Egill Skallagrímsson gaf
görpum höggin stóru,
tók í fjósi öngvan af
og ei það veitti klóru.
51.
Gunnar hvessti geira þey
glaðr á Hlíðarenda,
framdi slag í fjósi ei
fleygir gulls hins* brennda.
52.
Geirnefju var fóstri frægr,
fleina ollu söngum,
Þorsteinn veitti hýr og hægr
högg í fjósi öngum.
53.
Karlamagnús keisari dýr
kenndi trúna hreina,
aldrei hann fyrir aftan kýr
orustu háði neina.
54.
Rollant hjó með Dýrumdal,
drjúgum vakti hildi,
bardaga* í baulu sal
byrja aldrei vildi.
55.
Olifer líka afrek vann,
auðar felldi Gauta,
orustu háði aldrei hann
í herbergdi nauta.
56.
Valtari dólgum veitti sorg,
vígum á síg lýsti,
ófrið þann í uxa borg
aldrei vekja fýsti.
57.
Tirpin jafnan biskup bar
bjartur hreysti fríða,
hann í fjósi hvergi var
heiftargjarn að stíða.
58.
Hertogi* Nemus hetjum líkr,
hittust slíkir færri,
sóknir háði seggur* ríkr
sjaldan kúnum nærri.
59.
Oddgeir danski orku knár
oftlega stáli beitti,
hvorki mönnum högg né sár
hann í fjósi veitti.
60.
Ivoríus og Bæring brá
báli Þundar góðu,
óttanst enginn þurfti þá
þar sem nautin stóðu.
61.
Ansiel og Arnald tveir
efldu stríð um stundir,
börðust aldrei bragnar þeir
bauluhölum* undir.
62.
Geires stolti gjörði stríð
og Geir hinn* prúði líka,
en þeir öngva hjörva hríð
háðu í fjósi slíka.
63.
Eingelier, sem inni eg frá,
öngvum höggin sparði,
kappinn hvorki kúnum hjá
kleimdi menn né barði.
64.
Hertoginn Samson hreystimaðr
hervíkinga felldi,
í sal kúa orkuhraðr
öngva sló né hrelldi.
65.
Nú skal standa námið brags,
nefni eg ekki fleiri,
varla er komið vel til lags
vondum arnar leiri.
66.
Orðasmiði er mér leitt,
óði þessum linni.
Taki bjarg á torgum eitt
Týrs við rimmu minni.
* Viðskeyttur greinir í útgáfu Rímnafélagsins