Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ellikvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ellikvæði

Fyrsta ljóðlína:Indæl hvarf mér æskan heið
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Ellikvæði
1.
Indæl hvarf mér æskan heið
og ungdómskraftur sömu leið;
fékk silfurhærur, svartar tennur.
Ég víst finn horfinn vöðvans þrótt
og vatn mér frýs í æðum skjótt,
í blóðs stað skólp það rauðgult rennur.
2.
Farvel líra, farvel kær
fljóðin sem ég unni í gær.
Farvel, nálgast feigðarhúmið.
Mér engin fylgir yndisleg
æskugleði á haustsins veg
nema eldur, öl og rúmið.
4.
Niður fyrir eyrum er,
því ellikrömin veldur mér.
Mig angrið bítur auðnusnauðan.
Hvort eftir dratta eða áfram þýt
um öxl til baka stöðugt lít
hvort sjái koma sjálfan dauðann.
5.
Sá mun eflaus eitthvert sinn
út hér leiða vesling minn
heim til Plútós hellisbúa.
Innganga þar engum þröng,
engum lokuð hellisgöng.
Engir þaðan aftur snúa.