Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Elskan | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Elskan

Fyrsta ljóðlína:Þú lifir í brjóstinu, logandi sál
bls.66
Bragarháttur:Sex línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBcc
Viðm.ártal:≈ 1825
Tímasetning:1824
1.
Þú lifir í brjóstinu, logandi sál,
>þú lífgar upp veröldu dauða;
þú ornar, þú vermir, þú blossar sem bál,
>og brýst fram í loganum rauða.
Ef lifrauðu tinnuna lýstur þú á,
>ljósir spretta fram gneistarnir þá.
2.
Á bakkanum lækjar á vori eg var
>þá vorblóma liðinn var galli.
Sá margliti gróandi gladdi mig þar;
>mér geðjaðist hljómurinn snjalli.
Eg teygaði mjöðinn hinn mjallhvíta þá
>móður náttúru brjóstunum á.
3.
Þá lifnaði í brjósti sú logandi sál,
>sem lífgaði veröldu kalda;
hún glossar í hjarta sem blossandi bál,
>og blikar sem vesturhafs alda;
það mann engan furði, því mjöður var sá
>móður náttúru brjóstunum frá.