Stabat puer dolorosus | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stabat puer dolorosus

Fyrsta ljóðlína:Stóð á götu hugarhrelldur
bls.131–132
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1875
Flokkur:Gamankvæði
1.
Stóð á götu hugarhrelldur –
hjartað brenndi sorgareldur
>ungur sveinn, þar ástmey gekk.
Hún var studd af annars armi,
ástargeislar stóðu af hvarmi.
>Mest það honum hryggðar fékk.
2.
Hver má lýsa hryggð og harmi,
hans er svall í ungum barmi –
>enginn skilur hjartans húm –
sinn að líta svannan hvíta
sér með flýta bendi ríta
>heim í glóðvolgt hjónarúm?
3.
Hver má lýsa hrolli og kvíða
hans um búk er gerði líða,
>læraskjálfta og lendaverk,
er sá í anda selju banda
síns hjá fjanda rúmi standa
>ekki nema í næturserk?
4.
Óðfúsar til ástarhóta
æ, mig, svannar, látið njóta
>tára, sveita og harma hans.
Yðar vegna það hann þoldi.
Þetta mér með yðar holdi
>borgið, lofnir linna ranns.