Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Jón biskup Arason | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jón biskup Arason

Fyrsta ljóðlína:Heiðrist ennþá Hóla-karl
bls.105–110
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1917

Skýringar

Yfirskrift: „Á 400 ára afmæli siðaskiptanna haustið 1917“. Í skýringu við þriðju vísu er þess getið ýmis af kvæðum Jóns Arasonar hafi verið með þessum hætti.
1.
Heiðrist ennþá Hóla-karl
hraustur, vitur, sterkur
>og merkur;
einnig fremur öðrum snjall,
er hann fór með vísna-spjall,
>og kjarna-klerkur.
2.
Ant var honum, Ísa-láð,
um þín bestu gæði
>og fræði;
varði þau með dug og dáð.
Djörf og stór voru’ öll hans ráð
>og kröftug kvæði.
3.
Margan orti biskup brag,
búinn fríðum gerðum
>og sverðum,
– þá var sungið þetta lag,
þegar hann var um glaðan dag
>með flokk í ferðum .
4.
Hvorki hann fór með víl né vol,
– við þó margur stundi
>og mundi
höggin sjö og handaskol,
er höfuðið leysti öx frá bol
>og dreyrinn dundi.
5.
Eyra’ hans náðu indæl ljóð
engla sungin rómi
>og hljómi;
leiddu huga hans, er stóð
höggstokk við, svo mild og góð,
>frá dauða’ og dómi.
6.
Helgir skarar himnum frá
horfðu: – Hann krýpur niður
>og biður
til guðs með höfuð höggstokk á.
Þeir hófu fagra sönginn þá:
>„Á fold sé friður.„
7.
Að loknu stríði hann laut þér nú,
líknarherrann blíði
>og þýði.
Brennheit var hún, bænin sú,
er bað hann fyrir kirkju’ og trú
>og láði’ og lýði.
8.
Himins sali huga við
hann sá opna skína,
>er sýna
honum inn á heilagt svið;
hann fékk drottins náðar frið
>í sálu sína.
9.
Með hersveit engla hélt hann þá
himins sæluranna
>að kanna.
Móður drottins, Máríá,
milda og hreina fékk að sjá,
>þá sólu sanna.
10.
Hjá helgum mönnum hlaut hann stól.
Hún kvaðst vísað geta
>til seta.
Þessi himinsólna sól
syninum líknarmilda fól
>hans mál að meta.
11.
„Ling-kling!„ ómar Líkaböng.
Liðið Hóla-bóla
>og skóla
kvatt er upp af klukkusöng.
Kliðurinn sá sér ruddi göng
>um holt og hóla.
12.
Dauðahringing dag og nátt
dunar, þótt við strenginn
>sé enginn;
hringd við þjóðar hjartaslátt,
er heyrði vera felldan lágt
>sinn dýrsta drenginn.
13.
Stöðugt biskups nafn er nefnt
í niði’ af málsins hljómi
>og ómi.
Kliðurinn verður: Hans skal hefnt,
hilmis Dana böðlum stefnt
>að drottins dómi.
14.
Öldin laut að öðrum klið,
ómi’ af nýrri hringing,
>sem ynging
færði trú og fornum sið,
en fólkinu það, sem hér tók við,
>varð þrauta þynging.
15.
Hrakar frelsi, hnignar lýð.
Helgir týndust dómar
>og ómar.
En hann sem fyrir þá háði stríð
á höggstokk, sagan alla tíð
>með réttu rómar.