Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Skírnarsálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skírnarsálmur

Fyrsta ljóðlína:Nú var þjer sú gersemi að vöggunni rjett
bls.389
Bragarháttur:Sex línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBcc
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1911

Skýringar

Undir heiti stendur: „(5. Nóv. 1911.)“
Erlingur Þorsteinsson, sonur skáldsins var háls- nef- og eyrnalæknir í Reykjavík. Hann lést árið 2007, á 96. aldursári. Erlingur var fyrstur manna til að framkvæma smásjáraðgerðir hér á landi á sínu sérsviði, auk þess sem hann framkvæmdi aðrar aðgerðir.
1.
Nú var þér sú gersemi að vöggunni rétt
með vonum og minningum sínum,
sem gott væri að fengi ekki brest eða blett
í blessuðum lófunum þínum.
Sú gjöf á að vera svo vegleg hjá þér
og verða eins og skartgripur, hvar sem hún er.
2.
Við ættjörð sé hugur og heiti þitt fest.
Og hamingja er til þess að vinna,
hún geymi það meðal þess gulls, sem er best,
og glæstustu nafnanna sinna.
Því heimkynnis lotning með hjörtunum slær,
en heimsfrægð er köld, hversu vítt sem hún nær.
3.
Sú móðir, sem frægst hefur feðurna geymt,
mun framvegis nöfnin sín skrifa,
en komi sá dagur, sem geti þeim gleymt,
er gamanið tvísýnt að lifa.
Hjá úrkynjun barnanna og erfingjans hefnd
er ættinni hamingja að verða ekki nefnd.
4.
Og gott er þú sækir þá sigur í stríð,
ef sæmd eða drengskapur kalla,
og vel fer um þig eftir harðsótta hríð
hjá heitunum þeirra, sem falla.
Þeir öftustu koma þar ósárir heim,
en enginn er ríkur af sonunum þeim.
5.
Þó þætti okkur vænst, að þú ættir þann auð,
sem ekki er með fémunum talinn:
Þá blessun, sem hlýst fyrir hjálpsemi í nauð
við hræddan og fóttroðinn valinn.
Þótt greiðinn sé lítill, þá getur hann nægt,
og gleður oft meira en það verk, sem er frægt.
6.
Í nafnfesti er lítið um auð nema ást,
af öðru er hér fátæklegt heima.
En veri það hjá þér, sem við eigum skást
og við höfum reynt til að geyma.
Hann faðir þinn leiðir þig líklega skammt,
en lánist sá arfur, þá stendurðu samt.