Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Höllin nýja | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Höllin nýja

Fyrsta ljóðlína:Vor menntadís þráði ekkert sárar að sjá
bls.233
Bragarháttur:Sex línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBcc
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1906

Skýringar

Sungið við lagningu hornsteinsins að bókasafnshúsinu á Arnarhólstúni 23. september 1906.
1.
Vor menntadís þráði’ ekkert sárar að sjá
en sumar um strendur og dali;
hún sat þá oft dottandi’ – ef ekki bar á,
hún átti svo dauflega sali.
Þá brá fyrir draumum um bjarta höll,
um blikandi hafið og grænan völl.
2.
Þar sá hún svo dýrlegan sjóndeildarhring
og sællega hólmann sinn góða,
því dansandi lindir þar leiddust um kring
úr lífsstraumum fræknustu þjóða;
hún veitti þeim lindum frá sínum sal
með sigur og vonir um strönd og dal.
3.
Og þar áttu vísindin veglegan stað,
og vist þeirra synir og dætur;
og skáldið var hjartfólgið, hvort sem það kvað
um hríð eða vordraumanætur.
Þar kvikaði lífæðin kvöld og dag,
og klukkan var barnanna hjartaslag.
4.
Og stjörnurnar frægu sem fegurst og hæst
á fornaldarhimninum skína,
þær dreymdi’ hana’ að tindruðu um, gullhlaðið glæst
og guðvefjarskikkjuna sína;
hún sat ekki’ í öndvegi syfjuð þar,
hún sé upp á heiðar og lengst á mar.
5.
Nú finnur vor menntadís hækka sinn hag
úr húminu’ og kreppunni í bænum,
því hér leggur Ísland nú hornstein í dag
að höllinni á vellinum grænum,
og hér geta landið og hafið mæst
og hamingjudraumarnir allir ræst.