Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Vísur að vestan | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vísur að vestan

Fyrsta ljóðlína:Ó, Gunna litla í Garði
bls.102–103
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1940

Skýringar

Prentað í ljóðabókinni Sporum í sandi, 1940.
1.
Ó, Gunna litla í Garði,
svo grunnt nær heimsins farði,
og fljótt og fyrr en varði
þú fráhverf gerðist mér.
En enginn skyldi ærast,
þótt ástin kunni að særast,
og manni loks mun lærast
hve lítilsvirði hún er.
2.
Ég man þá ljúfu langan
og lítið bros um vangann,
og áfeng vorsins angan
barst yfir tún og hlað.
Um þessar grænu grundir
við gengum margar stundir.
Nú fara hinna fundir
víst fram á sama stað.
3.
Mín sár ei lengur svíða
og síst þarf gráti að kvíða.
Ég fór og flæktist víða
og fylltist nýrri von.
Og þessa horfnu heima
mig hætti fljótt að dreyma.
Já, svona er gott að gleyma,
frú Guðrún Magnússon.