Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Lóur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Lóur

Fyrsta ljóðlína:Nú heilsa þau yður
bls.41
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) AbAbCdCdd
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1892

Skýringar

Birtist einnig í Sunnarfara 2. árg. 5. tbl. 1892.
1.
Nú heilsa þau yður
in hýreygu lönd,
en horfinn er kliður
á ættjarðar strönd:
ég veit hvar þið biðuð
um vordægrin löng,
ég veit hvar þið liðuð
á kvöldin með söng
í sumar, í kliðandi, kvakandi þröng.
2.
Og var ekki öllum
það unaðar stund,
og fagurt á fjöllum
og friðsælt á grund,
er raddirnar ungu
sín unaðarljóð
á ættjarðar tungu,
á fósturlands slóð
þar með ykkur sungu um haustkvöldin hljóð?
3.
Og sáuð þið logann
er sveiflaðist hljótt
á hástirnda bogann
um heiðríka nótt
og kvikaði í lindum
sem lifandi rós
og lék sér á tindum
og dansaði á ós:
mitt norðursins indæla, léttfætta ljós?
4.
Svo döpruðust hlíðar
í dölum varð hljótt;
nú hamast þar hríðar
um helkalda nótt;
uns vorið um sæinn
fer sunnan um geim
með sólbjarta daginn
að ströndunum þeim
og vinhlýja blæinn sem ber ykkur heim.
5.
En smávinir sátu
og sungu í mó
og flúið ei gátu
frá frosti og snjó.
Á vængjunum smáu
er langt yfir lá
á leiðunum háu
um sædjúpin blá;
við vonum þeir fái þó vorið að sjá.