Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Manni hvörjum er mesta gagn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Manni hvörjum er mesta gagn

Fyrsta ljóðlína:Manni hvörjum er mesta gagn
Ætlaður höfundur:Hallgrímur Pétursson
bls.170
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1650–1675
Flokkur:Bænir og vers

Skýringar

Þessi tvö vers eru aðeins varðveitt í einu handriti, ÍB 127 8vo, og þar eignuð Hallgrími Péturssyni. Þau hafa ekki verið prentuð fyrr en í Ljóðmælum 3. Versin eru ort undir hymnalagi eins og fram kemur í fyrirsögn. Rím er óhreint í báðum fyrripörtum vísnanna og stuðlasetning í hæpnara lagi í 3. línu í seinna versinu. Gæti það kveikt grun um að Hallgrími hafi ekki verið eignuð versin með réttu.
Tvö psalmvers sra H.P.S.
med hymnalag.
1.
Manni hvörjum er mesta gagn
mjúkt að ákalla Jesú nafn,
halda þar við á lífsins leið,
linna því ekki í dauðans neið.
2.
Sá mun að vísu sjá Guðs dýrð
samtengdur Jesú fríðri hjörð,
lýsist af sólu réttlætess
lysta skal þig mín sál til þess.
Amen.