Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Í upphafi skapaði faðirinn fyrst * | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í upphafi skapaði faðirinn fyrst *

Fyrsta ljóðlína:Í upphafi skapaði faðirinn fyrst
bls.134–136
Bragarháttur:Tíu línur (tvíliður) fer,- þrí- og fimmkvætt aBaBaccaDD
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Um sköpun heimsins og Christi hingaðburð
Í útgáfunni er sálmurinn prentaður eftir Andlegir sálmar og kvæði (Hallgrímskveri) á Hólum, 1773, síðustu útgáfu kversins sem Hálfdan Einarsson sá um en það var fyrsta prentun sálmsins. Kvæði þetta um sköpun heimsins er varðveitt í sjö þekktum handritum. Þau eru: Lbs 194 8vo, bls. 134–135; Lbs 238b 8vo, bls. 72–73; Lbs 1157 8vo, bls. 152–153; Lbs 1870 8vo, bls. 29–30; JS 272 4to I, bl. 140r; JS 272 4to II, bl. 420v–422r, og ÍBR 104 8vo, bls. 17–18.
Tvö handritanna eru úr fórum Hálfdanar, JS 272 4to I og JS 272 4to II, og er líklegt að hann hafi haft þau undir höndum þegar hann gekk frá kvæðinu til prentunar. Hér er útgáfu ljóðmæla algerlega fylgt)
Herrann skapaði loft og láð,
lýði og blómstrið fríða.
Sá var hagur sem það kunni smíða.
1.
Í upphafi skapaði faðirinn fyrst
fríða jörð með dáðum,
skóga og holt með skærri list
af skýrum guðdóms ráðum.
Yfir það setti hann Adam víst;
allvíða það stendur skráð.
>Herrann skapaði loft og láð.
Var þá hvergi veröld byrst
so vesöld þyrfti að kvíða.
>Sá var hagur sem það kunni smíða.
2.
Veröldin breið með blóma stóð,
blessuð gæðum öllum.
Hún var bæði græn og góð,
glóuðu lauf á völlum;
fuglar sungu á fiskaslóð,
fengu sinnar skyldu gáð.
>Herrann skapaði loft og láð.
Lausnarinn af oss létti móð,
hann lét sér undir svíða.
>Sá var hagur sem það kunni smíða.
4.
Ljúfir skulum því lúta þér,
lausnarinn allra manna,
af miskunn komst í heiminn hér,
hjálparskjólið sanna.
Á herðum þínum heim oss ber
í himnadýrð þar nóg er náð.
>Herrann skapaði loft og láð
so vér megum syngja þér
sífellt lofgjörð fríða.
>Sá var hagur sem það kunni smíða.