Riddaraljóð (Schiller) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Riddaraljóð (Schiller)

Fyrsta ljóðlína:Upp! upp! lagsmenn góðir, á bak! á bak!
Þýðandi:Bjarni Thorarensen
bls.45
Bragarháttur:Sex línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBcc
Viðm.ártal:≈ 1800

Skýringar

Bjarni fylgir hættinum á köflum afar lauslega.
1.
Upp! upp! lagsmenn góðir, á bak! á bak!
benregn og frelsið að kanna,
í benregni sést hvör er hetja eða hrak,
hvar hjartað er, þá kunnum sanna.
Fram fyrir hetjuna fer ei neinn þá,
fullhuginn sjálfbirgur þar nær að stá.
2.
Af jarðríki frelsið nú flúið er hreint,
þar finnst ei nema herrar og þrælar,
hvör annan með falsinu ljóst bæði og leynt
lýðirnir huglausir tæla.
Hvör við dauðann í augu horfast kann
hermaðurinn einn er sá frjálsi mann.
3.
Um lífsins mæðu hann hirðir ei hót,
hann bítur ei ótti eða sorgin,
forlögunum rakkur hann ríður á mót,
hvört þau reynast í dag eða á morgun,
og reynist þau á morgun vær megum í dag
muna að færa oss tímann í hag.
4.
Af himnum fellur hönum hamingja í skaut,
með hnauki ei þarf hann að vinna,
ágjarnir til jarðiðra grafa sér braut,
og glaðvana sjóð hyggja að finna,
þeir grafa og pæla og gjöra ei á töf
að grafa uns sjálfum sér taka þeir gröf.
5.
Riddarinn prúður og hleypið hans hross
hvervetna ótepptir spranga,
inn í brullaupssalinn við elda og ljós
óboðinn þorir hann ganga,
hann biðlar ei lengi og bíður ei fé,
brúðurinn læst hönum af ótta í té.
6.
Hví grætur meyjan og harmar svo mjög?
Hann láttu ganga – látt’ hann ganga.
Til bólfestu stöðugrar veit hann ei veg
og vináttu ei halda má langa.
Forlaga straumur hann bráðfluga ber,
bólfesta rósöm ei léð hönum er.
7.
Því brátt! lagsmenn góðir! og beislið nú hest
og brjóstið í orrustu reisum,
ungdómur dvínar og fjörið það ferst,
því fram! meðan megum og geisum!
og veðsetjið lífið í vopnanna þrá
ef viljið þér lífinu halda og ná.