Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Oddur Hjaltalín | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Oddur Hjaltalín

Fyrsta ljóðlína:Enginn ámælir / þeim undir björgum
Bragarháttur:Fornyrðislag
Viðm.ártal:≈ 1825
(d. 25. maí 1840)
1.
Enginn ámælir
þeim undir björgum
liggur lifandi
með limu brotna,
og hraunöxum
holdi söxuðu,
að ei hann æpir
eftir nótum.
2.
Undrist enginn
upp þó vaxi
kvistir kynlegir,
þá koma úr jörðu
harmafuna
hitaðri að neðan
og ofan vökvaðri
eldregni tára.
3.
Ámæli þvi enginn
Oddi Hjaltalín,
orð þó hermdi hann
er hneyksluðu suma.
Það voru frostrósir
feigðarkulda,
harmahlátrar
og helblómstur.
4.
Því allt frá æsku
ætíð hönum
heims sig hamingja
hverfula sýndi,
fátækt hönum fylgdi
á fundi alla
en harmar hans biðu
heima oftast.
5.
Konungs hafði hann hjarta
með kotungs efnum,
á líkn við fátæka
fátækt sína ól,
öðrum varð hann gæfa,
ei sér sjálfum,
og hjálpaði sjúkur
til heilsu öðrum.
6.
Önd hans þó var auðug,
og þegar harma
björg og vanheilsu
á brjósti hönum lágu,
braust hún undan fargi
og bjó í skyndi
skrípi-tröll, skjaldmeyjar
og skóga hugmynda.
7.
Harma þá um stund
hennar glöptu
þær enar kátlegu
kynjamyndir!
Aðra þær hneyksluðu,
en Oddur byggði
sér þar hlátraheim
þá heimur grætti.
8.
Þegir nú Oddur
en augun liðnu
eftir öndu í eilífð stara,
hún þar heim
hefir slíkan
að betri ei
sér byggja þarf!
9.
En þú sem undan
ævistraumi
flýtur sofandi
að feigðarósi
lastaðu ei laxinn
sem leitar móti
straumi sterklega
og stiklar fossa!