Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ef þú spyr að því kristnin klár | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ef þú spyr að því kristnin klár

Fyrsta ljóðlína:Ef þú spyr að því, kristnin klár
bls.39–42
Bragarháttur:Tíu línur (tvíliður) aaBccBoODD
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar

Skýringar

LIX. psalm. Andvarp kristilegrar kirkju. Með lag: Gæskuríkasti græðari minn, etc.
Í Ljóðmælum 3 er sálmurinn prentaður eftir JS 208 8vo, bls. 210–213, og er henni fylgt hér. Sálmurinn var fyrst prentaður í Hallgrímskveri á Hólum 1759.
Handrit: Sálmur er varðveittur í fjórum handritum sem kunnugt er um fyrir utan aðalhandrit, JS 208 8vo. Þau eru: Lbs 495 8vo, bl. 263r–v; Lbs 1724 8vo, bls. 136–137; ÍB 127 8vo, bls. 556–557, og MS Boreal 113, bl. 24r–25r.
1.
Ef þú spyr að því kristnin klár
kveinar daglega og fellir tár,
andvarpar oft og stynur,
þú skalt vita hún þróast leynt,
þykir brúðguminn koma seint,
hennar hjartkæri vinur.
Þreyir segir:
Jesú Kristí kom sem fyrst
so kvölum linni.
Endurnær mig á elsku þinni.
2.
Hún biður oft með hryggð og þrá:
Hjartkær brúðguminn, lát þig sjá,
ó, drottinn, dvel ei lengi.
Sætasti Jesú, minnstu mín,
mér þykir langt að bíða þín,
nærsta því neyðin þrengir.
Eini hreini
elskuginn kæri, kom hér næri,
eg kalla af mæði:
Láttu mig öðlast þín ástargæði.
3.
Ó, Guð gæfi eg ætti um sinn
upp til þín koma, Jesú minn,
að síðan skiljum eigi.
Hjartað mitt taktu til þín fyrst
trú og náð so mér ávaxtist
að eg hér þolgóð þreyi.
Heitir, veitir
herrann merkur, hreinn og sterkur,
heilagan anda.
Sá mig huggar í háska og vanda.
4.
Sem hjörturinn, þá þyrstur er,
þreyttur til vatnsins flýtir sér
so hönum svala næði
so langar oss hér úr heimsins pín,
herra minn, Jesú, upp til þín,
kramda í krossins mæði.
Gættu, bættu
angurs stríða kvöl og kvíða
kristni þinnar.
Leið hana heim til hvíldar sinnar.
5.
Ó, Jesú, gæt að þín angráð hjörð
andvarpar, stynur þungt á jörð,
stödd nú í fári stærsta.
Hjálpa þú henni, herra trúr,
háska öllum og vanda úr.
Hún er harmþrungin næsta.
Lengist, þrengist –
við óvin trylldan ofsa fylldan
ætíð stríðir.
Lát hana, drottinn, sigra um síðir.
6.
Jesús, mig langar eftir þér
ætíð hvörninn sem gengur hér.
Kom til mín, Jesú kæri.
Meðan mér önd í brjósti býr
bið eg þú komir, Jesús hýr.
Þér vil eg vera næri.
Sértu, vertu,
Jesús hæstur, hjá mér næstur
í hvörs kyns pínu.
Skýl þú mér jafnan í skjóli þínu.
Amen.