Erfikvæði eftir Magnús Magnússon prest í Glaumbæ, dáinn 28. júlí 1840 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Erfikvæði eftir Magnús Magnússon prest í Glaumbæ, dáinn 28. júlí 1840

Fyrsta ljóðlína:Allt eins og eikin forna
bls.190–192
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Allt eins og eikin forna
aftur fellur á jörð,
áður um æsku morgna
alblómguð stóð og gjörð,
hlýviðra nægra nýtur
nýjum að eðlisleik
en gömul hníga hlýtur
hrörnuð að lyktum bleik.
2.
Undir þeim eðlislögum
okkar líkami stár,
en þótt á ellidögum
allir ei verðum nár,
ýmsan þó ellin beygir,
áður sem röskur var,
ágæti eitt það segi
öllum er heiðrast bar.
3.
Menjar slíkt öldungs eru
ofan sáðar í grund,
öndin með æðstri veru
eilífri fagnar stund.
Síra Magnús sá mæti
maður að heitinn var,
autt hans saknaðar sæti
sjáum stað Glaumbæjar.
4.
Yfir fimm tigi ára
í allt hann prestur var,
vandaði kenning klára
kosna við hans dagfar,
ágætur ektamaki,
einn bestur húsfaðir,
allir þar undir taki,
er til hans þekktu fyr.
5.
Eftir tvígiftur átti
efnileg þrettán börn,
samt þriggja sakna mátti,
sú var raun honum gjörn,
angraðist af því næsta,
á missi þeim er stóð,
auðlegð því mat hann mærsta
mörg börn að eiga og góð.
6.
Lærður í Skálholtsskóla,
skrifaður út svo var,
smásveinn kom hér til Hóla,
haldinn vel lærður þar;
Hraustmenni, fimur, hagur,
hreinskilni, trúnað kaus,
orðstír sá íturfagur
allur er hræsnislaus.
7.
Hann sjálfur hræsni smáði,
hví mundi sæma þá
að um hann öldin skráði
utan sannleika tjá?
Last ærið, oflof eða
átti síst við hans geð,
eftir hann á því kveða
allri hreinskilni með.
8.
Lifið í heiðri hreinum,
honum það virðing bjó,
heiðurs á aldri einum,
í sönnum heiðri dó,
sex því að áttrætt yfir
árin hafði hann nær,
mætust hans minning lifir
meðan lönd girðir sær.