Farfuglar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Farfuglar

Fyrsta ljóðlína:Nú er laufið fölnað og fallið á jörð, flýjandi, kveðjandi sumarfugla hjörð
bls.7–8
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1904

Skýringar

Ljóðið birtist fyrst í blaðinu Ingólfi, 2. árgangi 1904,13. tölublaði 27. mars 1904, bls. 49. Hér er það birt eftir fyrstu ljóðabók skáldsins þar sem það er óbreytt frá fyrstu prentun.

1.
Nú er laufið fölnað og fallið á jörð,
flýjandi, kveðjandi sumarfugla hjörð
þýtur hratt á vængjum um vegalausa geima,
en — vængjalausu fuglarnir sitja eftir heima.
2.
Ó, hefðu þeir vængi, þeir hika myndu' ei þá
að hefja sína för gegnum bláloftin há.
En fleira er það en eitt, sem að för þeirra heftir
svo fálátir, dreymandi verða þeir eftir.
3.
En haustmáninn hvíti í skýjunum skín,
hann skrýðir blómin dánu í glitrandi lín,
og skjálfandi geislar hans skrifa á dalinn
skáldsögu‘ um haustið og bláhimins salinn.
4.
Og allt leggst til hvíldar svo ánægt og rótt
og yfir því vakir hin þögula nótt,
og ég verð svo sátt með að sitja‘ eftir heima,
svo sátt með að þreyja og vona og dreyma.