Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Vorvísa við leiði Geirs Vídalíns | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vorvísa við leiði Geirs Vídalíns

Fyrsta ljóðlína:Hvað er það hið lága sem grænkar við grind
bls.133
Bragarháttur:Fimm línur (þríliður) fer- og þríkvætt aabbO
Viðm.ártal:≈ 1800
1.
Hvað er það hið lága, sem grænkar við grind,
en gróður þó minni í mjúkhlýjum vind
í svefnskála dauða berst annara að
yfirsængunum? Því veldur nú það,
hinn blíðlyndi blundar hér undir.

2.
Frá hástöðvum sólar þá gengur að grund
í græðanda vorblæ, svo bíður um stund
munarheimsástin við leiðið það lágt,
það ljúflega kyssir, og kveður svo brátt:
Vært sofi Geir biskup góði.

3.
En niður þá falla úr lofti’ yfir láð
lífstárin, ástar úr sjóðinum stráð,
vorblærinn fljúgandi við stendur þá
og vængjum úr gullfögrum leiðið það á
þeim vatnsperlum heitari hristir.

4.
Svo er nú í vor, og svo verður hvert vor,
og viljir þú rekja að leiði því spor,
að syrgja Geir biskup, þú gjöra það mátt
að gráta hann liðinn, en ekki þó hátt,
hann þoldi’ aldrei heyra neinn gráta.