Der Eichwald Brauset (Schiller) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Der Eichwald Brauset (Schiller)

Fyrsta ljóðlína:Tómur er heimur en hjartað er dautt
Þýðandi:Bjarni Thorarensen
bls.91
Bragarháttur:Fimm línur (þríliður) fer- og þríkvætt aabbO
Viðm.ártal:≈ 1800

Skýringar

Þýðingin er tvö erindi en fyrra erindið er óheilt (vantar framan af fyrstu tveim ljóðlínum) svo hér er tekin upp fyrsta lína seinna erindis sem fyrirsögn. Jónas Hallgrímsson þýddi þetta ljóð í heild (fjögur erindi) undir nafninu Meyjargrátur og hefur haft fyrir sér þýðingu Bjarna, líklega í heild, en nú eru aðeins varðveitt tvö fyrstu erindin í þýðingu Bjarna og það fyrra óheilt sem fyrr segir, sbr. útgáfu Jóns Helgasonar sem hér er farið eftir.
„Der Eichwald brauset“
(eptir Schiller)
1.
...................................................... far er um ský,
.......................................................... svo hrygg reikar í,
[bylgjan vi]ð hamrana brotnar svo hart,
en baugaþöll kveður við náttmyrkrið svart,
[og] hvarmaregn hrynur af augum.
2.
Tómur er heimur, en hjartað er dautt,
í hönum að girnast er framar ei neitt,
þú heilög! því barnið þitt heimta í vist,
eg hefi nú veraldar lukkuna gist,
því eg hefi elskað og lifað.