Stjörnu úthýst | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stjörnu úthýst

Fyrsta ljóðlína:Eitt sinn bað ég bændur þrjá
Höfundur:Páll Ólafsson
bls.130
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer-, þrí- og fimmkvætt:aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1877
Eitt sinn bað ég bændur þrjá
að bora’ inn tveimur hestum
en þeir vísuðu’ allir frá:
„Öðlingarnir,“ sagði’ eg þá,
„ekki taka þeir illa móti gestum!“

Birni skil ég ekkert í,
Einari síst né Bjarna,
að eiga húsin auð og hlý,
að allir skyldu þeir neita því
– og þar á ofan, þegar það var hún Stjarna.