Lækurinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Lækurinn

Fyrsta ljóðlína:Ég er að horfa hugfanginn
bls.5–6
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1917

Skýringar

Lækurinn, ljóðið um Eiríksstaðalækinn, birtist í Ljóðum, fyrstu ljóðabók Gísla sem kom út 1917. Ljóðið er svo birt í öllum seinni ljóðabókum skáldsins nema þeirri seinustu, Í landvari. Gísli hefur hér, í annarri útgáfu ljóðsins, gert örfáar breytingar frá fyrstu prentun.
1.
Ég er að horfa hugfanginn
í hlýjum sumarblænum
yfir litla lækinn minn
sem líður fram hjá bænum.
2.
Ó, hve marga æskustund
áður hér ég dvaldi,
saklaust barn með létta lund,
og leggina mína taldi!
3.
Bæ ég lítinn byggði þar
og blómum utan skreytti.
Yfir tún og engjarnar
oft ég læknum veitti.
4.
Nú er ekkert eins og fyr;
á öllu sé ég muninn:
löngu týndir leggirnir
og litli bærinn hruninn.
5.
Æska hverfur. Yndi dvín.
Allt er líkt og draumur.
Áfram líður æfin mín
eins og lækjarstraumur.
6.
Meðan æðum yljar blóð
og andinn má sig hræra,
skal ég syngja lítil ljóð
læknum silfurtæra.
7.
Þegar eg er uppgefinn
og eytt er kröftum mínum,
langar mig í síðsta sinn
að sofna á bökkum þínum.