Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Ljóðabréf Hreggviðar Eiríkssonar á Kaldrana á Skaga til Margrétar Pálsdóttur á ÁsbjarnarstöðumFyrsta ljóðlína:Hnísu dróma birtu brík
Höfundur:Hreggviður Eiríksson á Kaldrana
Heimild:Hafurskinna I hefti. bls.40–50
Viðm.ártal:≈ 1825
Flokkur:Ljóðabréf
Skýringar
Í Hafurskinnu er þess ekki getið hvaðan Ljóðabréf Hreggviðar sé tekið.
Ljóðabréf Hreggviðar Eiríkssonar á Kaldrana á Skaga
til Margrétar Pálsdóttur á Ásbjarnarstöðum.
1. Hnísu dróma birtu brík,búin sóma, dyggðarík, sinnis-fróma svars með spík, svölu Óma til þín vík.
2. Vefjan klæða, vil eg þérvanda kvæða málrúner, kort þó blæða kunni hér Kvásis æða straumarner.
3. Eg hef talað eina stund,Ofnis bala, þig við, Hrund, – Það ef svalar þinni lund þér að gala Hnikars fund.
4. Heitin efna hlýt eg mín,hirðir gefna motrar Lín. Ef svo skal nefna, þá til þín þessi stefna ljóð ófín.
5. Mína ringa mærðar skrámæt ef hringa rós vill sjá, samhendingu þáttinn þá þennan stinga vill upp á.
6. Eg þó vandi ei sem skalöl Hjaranda róms af dal þér til handa, hýrt kvenval, – Hveðru anda mennt sig fal.
7. Nægðin góða gleðinnargafst mér, þjóð nær til mín bar greinir ljóða gulllegar Grábaks slóða liljunnar.
8. Er þó raun eg ekki kanneyju launa Menju þann þátt að launa liðugan lyndis hraun sem kæta vann.
9. Þó eg bindi þessa skrá,þar er myndin lítil á. Hér tíðindi fregnast fá fróns um strindi mönnum hjá.
10. Vetur liðinn vargs um móvonsku iðinn reyndist þó. Kaföld niður keyrðu snjó, kæfðu friðinn, mein til bjó.
11. Á jólaföstu það eg þyl,þá í höstum kafalds-byl blátt með röstum birtings gil braut af köstum þóttu fyl.
12. Brimið stóra braut við marbirni fjóra skervallar. Fljótt um kóra Fjörgynjar fennti jóra sums staðar.
13. Vogs á hestum virða brandsveiði besta fékk til sanns; upp er sestur ábatans afli bestur sunnanlands.
14. Snæfellinga húna haukhart nam stinga skerja mauk. Ævi þvingað liðið lauk lands á hring við fiska hnauk.
15. Sjóróandi þegnar þá,þegar landi vildu ná, Helja anda hreif þeim frá, Hjallasandi var það á.
16. Íss um jarðar landa lóðleið hlébarðar Njörva jóð,, tölu hjarðar þó hélt þjóð, þetta skarðar rauna sjóð.
17. Bjarnar dagur brátt upp rann,blíðu-fagur síst var hann. Lands til magarauður rann, rýmdi baga grásleppan.
18. Afli reiddur virðum var,vængja meiddu tróðurnar, festir greiddu fram á mar, fuglinn veiddu Drangeyjar.
19. Þessum tróðu þeir í bönd,þar með hlóðu siglu önd, undir þjóðum ruðu rönd, Ránar vóðu dýr að strönd.
20. Síðan burinn Svásaðarsjálegur ei þótti par; mótgangs kurinn margur bar, – mánuður af sumri var.
21. Þá nam batna þeyrinn fyrst,þelið skatna við hresstist, stíflan gatna stöðvaðist, straumur vatna fram spýttist.
22. Himins röðull hulinn láhúna föður degi á. Skúra löður skýjum frá skemmdi töður fólki hjá.
23. Svona hjólið happa dvínhvar á stólar öldin fín; gráts um ból, að gátu mín, gleðisólin misjafnt skín.
24. Lánið sneiddi lýðum hjá,lítinn veiddi fisk úr sjá. Friðnum eyddi Gjálpin grá, Gínars freyddi mey upp á.
25. Ægis jóðin öldruðuill með hljóðin skvöldruðu, straums um slóð ei stöldruðu, stundu móð og nöldruðu.
26. Eitthvað banna yndi ferYggs á svanna, þykir mér. Veiga Nanna, þyl eg þér þriggja manna slysfarer.
27. Einn á Skaga burt sig bjó,braut nam laga sels við mó; leið sá baga, líka dó, lands að haga rak af sjó.
28. Virða styggða vefja bönd,vinir dyggða misstu önd, æði hryggða efnin vönd yfir skyggðu Reykjaströnd.
29. Höldar tveir, þar fé sig fól,ferðast meir og þreyttu ról; á hálum leir við hnísu ból hröpuðu þeir í Tindastól.*
30. Andar-snauðir þessir þáþoldu nauðir, heyra má, firrtir auði Fjörgyn á fundust dauðir sjónum hjá.
31. Dana kenndur mastra mar,móins renndur grjóti þar, brunaði lendur bússunnar, Busk frá sendur þessi var.
32. Hvals um engi Hræsvelgurhvein við strengi skapillur, undir mengi alvotur öslaði lengi byrðingur.
33. Reflum skreytti rá-sótirennslis neytti sá fljóti, öldum beitti á móti, af sér þeytti sjáróti.
34. Láin hrundi, reyndist röng,ráin stundi, hjólið söng, voðin drundi um Glamma göng, gnoðin dundi rúma-löng.
35. Ekkils landa ekran bláÍsa granda skaut upp þá. Skjótt nam standa skeiðin há Skagastrandar kaupstað hjá.
36. Hófst um Sali höndlunarhapp útvalið kauptíðar; tuttugu dali verðið var, við sem balir, tunnunnar.
37. Faktors kjörum falinn rísFróns á vörum lítill prís, þó með svörum viðtekt vís veitt sé rörum handar ís.
38. Gumnar sanna, grænlenskur,Gauts að sanna hvítleitur ferðum annar óþarfur ígultanna byrðingur.
39. Þjóð vankætti það um sinn,þá óvætti rak hér inn; á engjaslætti, illkvittinn, ekkert bætti heyskapinn.
40. Fróns um bý menn fregnuðufréttum í þeim sunnlensku, þar í kvíum kaffenntu kindur níu og ellefu.
41. Fjúk á degi flekkjum ífannst, eg segi, drupu ský, víða, slegin vætu í, voru heyin léleg því.
42. Hlífa Þundur, hrings og Gnáhausti bundu tryggðir á; hét Guðmundur seggur sá, sér við undi kera lá.
43. Nefndist Anna hodda hlíð,hal sem vann að eignast fríð, kjörin kanna þæg og þýð; þriggja rann svo vikna tíð.
44. Þraut samvistin þeirra mjó.,þorna kvisti mein til bjó, liljan nistis dávæn dó, dýrð hjá Kristi náði þó.
45. Manna hér um land og lálífið er, það finna má, breyskt leirkerið, bólur smá, brothætt gler og visið strá.
46. Eins og stríður strauma dansstrax burt líður ævin manns, að oss ríður eymda fans eður blíður gleði dans.
47. Svo nam líða sumariðsitt með stríða skakviðrið; annað síðan víst tók við vetrar-tíðar kælu-snið.
48. Hér á fróni fellur blítt,frostið þjónar venju títt. Ekkert tónast núna nýtt, niftin prjóna sem fær hlýtt.
49. Gauta hringa og gulls eyjargleður bynginn viskunnar, Ísland kring um alls staðar uppfræðingin Magnúsar.
50. Pósta Klausturs prentar sáprettalaust, það allir sjá, fræða naustin fyllir þá fréttaraustin stór og smá.
51. Allra stétta Ísfoldarer sú rétta skuggsjá þar; í hann þétt með prýði par prentast fréttir spánnýjar.
52. Þundar klæða og þorna Gnáþessum gæða fréttum ná; sig þarf mæða ekki á oftar kvæða rita skrá.
53. Prenti hagnar, þyl eg þér,þessu fagna skyldugt er. Ljóða vagna hjólin hér hvergi gagna lengur mér.
54. Fálkinn Þundar falar dúr,fræða grundar læsist búr, kann að skunda kvaks um múr Kvásis unda steypi-skúr.
55. Hringa tróða hýr og fín,hald til góða, bón er mín; mitt ófróða Vignis vín vangs um slóðir flyst til þín.
56. Eyju klæða, eins og ber,orða sæði kveðja fer. Fyrir gæði meðdeild mér milding hæða borgi þér.
57. Hans þig fræði hugspekin,hans þig fæði mátturinn, hans þig klæði huggunin, hans þig græði styrkurinn.
58. Son Guðs fundinn sætt með þel,saklaus bundinn, þoldi hel. Í hans mundir eg þig fel allar stundir. Farðu vel.
59. Frænings setra foldin, lagfalli betra þér í hag. Óðar letra enti slag á miðsvetrar föstudag.
60. Anno mundi árin háátján hundruð finnast þá og nítján fundin, merkjast má, mín var bundin Sónar lá.
61. Ömmu Móða ótt í staðundir hljóða strengur kvað. Sá þér ljóða sendir blað, silki tróða, heitir það.
62. Báru essa bekkurinn,bjarnar sessa tvíslitin, drengi pressar dauf sorgin, dagur bessa upprunninn. Kveðjan:
63. Mána tjarnar mörk í stað,Margrétu Pálsdóttur, Fróða kvarnar, flytji blað, Freyr, Ásbjarnarstöðum að. Athugagreinar
29.4 Slysið í Manndrápskinn sem varð í nóvember 1818.
|