Hreggviður Eiríksson á Kaldrana | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hreggviður Eiríksson á Kaldrana 1767–1830

EITT LJÓÐ — TVÆR LAUSAVÍSUR
Hreggviður var fæddur í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu, bjó alllengi á Kaldrana á Skaga við kröpp kjör og er jafnan kenndur við þann bæ. Síðar varð hann húsmaður í Hafnabúðum á Skaga. Foreldrar: Eiríkur Jónsson vinnumaður í Bólstaðarhlíð í Ævarsskarði og barnsmóðir hans Þórdís Einarsdóttir. Hún var förukona á yngri árum og var Hreggviður að nokkru alinn upp á húsgangi. Um tíma var Þórdís húskona hjá syni sínum á Kaldrana. Heimildir: Íslenzkar æviskrár II, bls. 374; Hlynir og hreggviðir, bls. 58–86; Húnvetningasaga II, bls. 367, 483, 533–534 og 671 og III, bls. 695; Rímnatal II, bls. 70.

Hreggviður Eiríksson á Kaldrana höfundur

Ljóð
Ljóðabréf Hreggviðar Eiríkssonar á Kaldrana á Skaga til Margrétar Pálsdóttur á Ásbjarnarstöðum ≈ 1825
Lausavísur
Hann er úfinn alhvítur
Það vankætti þjóð um sinn