Skáldastyrkurinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skáldastyrkurinn

Fyrsta ljóðlína:Ég vil að skáldin séu svöng
bls.164
Viðm.ártal:≈ 1900

Skýringar

Undir titli stendur: „Við umræður um hann á Alþingi 1913“
Ég vil að skáldin séu svöng,
mér sýnist hljóða kraftinn
magni hin tómu garnagöng,
en gömul reynsla að enginn söng
fagurt með fullan kjaftinn.

Við heyrum það líka að hanarnir,
hæstu tónana kunna,
um hrákalda morgna hungraðir,
og hvellastir verða ómarnir,
sem gefur hin tóma tunna.