Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Heyannir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heyannir

Fyrsta ljóðlína:Drekkur smári dauðaveig
bls.65-66
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Drekkur smári dauðaveig,
dagsins tára nýtur..
Einn ég skára engjateig. —
— Ennþá ljárinn bítur.*
2.
Glitrar regn um grund og hól,
gróa slegnu sárin.
Blóma vegna brosir sól
blítt í gegnum tárin.
3.
Kæti létt á ljósum teig
lætur eftir þránni. —
Mætan fléttar sigursveig
sæta nett úr ljánni.
4.
Vængi baðar lóulið
laufs í blaða-sagga;
frjálsir, glaðir flokkar við
flekkjaraðir vagga.
5.
Fóstra bjó þeim friðardvöl;
fæðu- dró að -kjarna.
Tína frjó og moldarmöl**
munnar lóubarna.


Athugagreinar

* Höfundur er afburðagóður sláttumaður.
** Mölur: ormur (maðkur), sbr. „mölur og ryð ekki granda.“