Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Undir óttunnar himni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Undir óttunnar himni

Fyrsta ljóðlína:Undir óttunnar himni
bls.95
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður+) þríkvætt:OAOOA
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1944
1.
Undir óttunnar himni
umkringdur skugganum svarta
vakti hinn villti maður.
Beyg frá blóðugum nóttum
bar hann í sínu hjarta.
2.
Starði frá útbrunnum eldi
austur um koldimmar hæðir
augum ákafrar bænar:
Kom þú, ó, ljósguð, sem líknar,
læknar mín sár og græðir.
3.
– Fold vor er ódáðum flekkuð,
feiknstöfum rituð vor saga,
samtíð vor dæmd af oss sjálfum
undir ógæfu sína:
ákvæði liðinna daga.
4.
Undir óttunnar himni
eftir töp vor og flótta
stöndum vér ennþá sem áður,
milli myrkurs og sólar,
milli vonar og ótta.