Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Formannavísur við Drangey vorið 1839 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Formannavísur við Drangey vorið 1839

Fyrsta ljóðlína:1. Mig til kvelja má ég þar
Heimild:Hsk 111 8vo.
Bragarháttur:Stikluvik – þríhent
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1840
Flokkur:Formannavísur
1.
Mig til kvelja má ég þar
mærðar eljan þung sem var
og flest til velja framkvæmdar
formenn telja Drangeyjar.
2.
Sér í fleygir sigaham
sendur á legi hingað fram,
djarfur þeygi doska nam
Drangs í eyju Jóhann Schram.
3.
Pétur skundar skjótt að lá,
skinnstakkslundur ræður sá
blakki sunda búinn á
Bjarnarkundur Reykjum frá.
4.
Sitt með fellda lagarljón
listum seldur smíða þjón
lýra heldur fram á frón
frá Ingveldarstöðum Jón.
5.
Öðru dýri eyjabands
Ólafur stýrir, bróðir hans,
vaskur snýr til veiðaranns
vörum knýr frá sama lands.
6.
Drangs til eyju yfir sá
álma freyjum skipar þá,
beitir fleyi um breiðan lá
Bjarni Meyjarlandi frá.
7.
Frá Hólakoti hár á legg
hömlugota brims í vegg
Jón fram ota sá eg segg
sæför nota mars við hregg.
8.
Tagls til randar kom ókjur
kuggi vandar leiðir hvur
aflastand við alvanur
á Innstalandi Guðmundur.
9.
Enn sér varði að afla um sinn
á járnbarða stjórnlaginn
síls um jarðir sóknheppinn
Sölvi á Skarði, hreppstjórinn.
10.
Hingað rennir eyju að,
afla kennir flekahlað,
drösli rennir djúps á svað
Davíð enn frá sama stað.
11.
Brennigerði Gunnar frá
græðis ferðum tamur á
stýrir ferðugt fleyi sá
flóða verðar leitar fá.
12.
Baugs með höðum hugglaður
hér á stöðvum formaður
hesti löðurs hám ríður
á Hafgrímsstöðum Þorfinnur.
13.
Gota hlés á Guðmundur
á grunnum flesjum þeygi kjur
afla vés við alvanur
á Selnesi Gunnars bur.
14.
Stýrir fáki löngum lauks
löðurs brák við son Gunnlaugs
frækn um rákir flæðarhauks
frá Þorlákur stöðum Gauks.
15.
Eins þá grefur landið lá
lánast hefur för um sjá
birnu refils yfir á
Eggert Skefilsstöðum frá.
16.
Virðum raðar flóðs í för
fyrirmaður núna gjör
einn sér hraðar ýta knör
Ólafur þaðan Gunnlaugs bör
17.
Stjórna dável vitum við
viður sjávar manna lið
gota ráar geddu mið
Guðmund hnáan Kristjáns nið.
18.
Frá koti Brekku bóndinn Jón
býður rekkum síls á frón,
hræðist ekki humrasón
hreysti þekkur stýris þjón.
19.
Ötull hendir afla stoð,
einatt vendir hvítri voð,
flyðru lendis færir boð
frá Nýlendi Stefán gnoð.
20.
Hann Jóhannes Hrauni frá
hnísu-ranninn gnoð út á,
veiðarranna sækir sá
setja vann þó dynji lá.
21.
Út á traðir teistunnar
til að raða flotnum þar
Sigurður hraðar súða mar
sigamaður í fyrra var.
22.
Hingað flyzt þó sogi svað
sínu þyrstur gangi að
áraþrist um upsa hlað
einn frá Kristján Hugljótsstað.
23.
Lýra bekkjum laginn á
Litlu-Brekku Jón er frá,
sæs með rekkum rennir sá
róðrarsnekkju um breiðan sjá.
24.
Dranga- skaðans -eyri á
einn formaður Gestur þá
þóftu naði þeysa má
Þrastarstaða gerði frá.
25.
Stýrisól við strengja ljóns
stóð í gjólu marar tóns
baugs með njóta báru fróns
Bjarni á Hóli sonur Jóns.
26.
Þó báran syngi og beygli vör
brims hryllinga sæs í för
þaðan slyngur þeysir knör
Þiðrik Ingimundarbör.
27.
Höfða frá um flyðrurann
færir ráar léttfetann
Jón er sjávar athöfn ann
eldri tjáist nefndur hann.
28.
Jón þar annan Erlendsnið
ýrar [?] sanna báru kið
flytja kann á flyðru mið
formanns annir tamur við.
29.
Marar beita marnum kann
maðurinn heitir Jón skotmann,
Syðsta- veit frá -Hóli hann
hnísureit um brimaðan.
30.
Fáki ráar fyrir var
fugla sjá um veiðarnar,
Jón sér brá um breiðan mar,
bóndi sá er Málmeyjar.
31.
Þorgeir knái keipa-skíð
kann umsjá og stjórn á lýð
mörg þó sjávar hvíni hríð
Heiði frá í Sléttuhlíð.
32.
Hingað róinn flóðs í för
fiskar þó við afla kjör,
lungi sjóar lands úr vör
leggur Jóhann Þorgeirsbör.
33.
Yður nægist aflalið
öllum baginn víki á hlið,
greindum þægir gjörist þið
glyggur og ægis þess eg bið.