Agnesarkvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Agnesarkvæði

Fyrsta ljóðlína:Í þann tíma ríkti í Róm
Heimild:ÍB 183 4to.
bls.164–168
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcdcdc
Viðm.ártal:≈ 1725

Skýringar

Kvæðið er varðveitt í fjölda handrita og eru yfir 80 handrit að því í Landsbókasafni.
Kvæðið fjallar um jómfrú Agnesi sem mátti þola píslardauða af því að hún neitaði að giftast syni landstjórans.
1.
Í þann tíma ríkti í Róm
ræsir einn á láði,
kristnum veitti dauðadóm,
Drottins vini þjáði –
og fjöri svipti frá.
Diocletianus er
illur nefndur sá;
ótal marga helga hér
í hél lét þessi slá.
2.
Þar til setti þengill mann
þessa iðju að hafa,
Simphorianus heitir hann
hvar um bækur skrafa.
Son einn átti sá.
Einhvern dag sem oft hefur skeð
út gekk borðum frá,
síðan fær á fróni séð
fagra bauganá.
3.
Agnes hét sú eðla mær
ára þrettán talin,
dáfríð mjög, í dyggðum skær,
af Drottni þar til valin –
hönum að þjóna þrátt.
Að bænagjörðum brúðurin var
bæði dag sem nátt.
Heilagt offur hún fram bar,
um heiðna gaf sig fátt.
4.
Simphorianus sonur þá
seima lítur Hildi.
Vel líst hönum auðgrund á,
eignast frúna vildi;
bónorð byrja fer;
vill ei nýta heiðinn hal
hún sem dyggðir ber;
við hann síðan veik á tal:
Víktu í burt frá mér.
5.
Hugarkvalinn frá hringabör
heim þá gekk til borgar,
dauðsjúkur af ástarör;
aflaði honum sorgar,
að fær ei unga frú.
Sínum föður sagði hann
satt frá þessu nú.
Simphorianus sendi mann
seims að tala við brú.
6.
Elskhuga kvaðst hún eiga sér,
ei því giptast vildi,
trúlofuð til egta er
ei því girnast skyldi
hölda heims um rann.
Minn brúðgumi, mælti víf,
móður á jómfrú hann.
Skal eg æ meðan endist líf
elska af hjarta þann.
7.
Hann var morgungáfan góð,
gæskan sem ei dvínar,
rauðlitað hans rósablóð
rjóðandi varir mínar;
mjólk og hunang með;
þessum kryddum mettar mig
mitt svo hressir geð;
lét af elsku sjálfan sig
særa og negla á tréð.
8.
Hann og líka æðstur er
allra veraldar manna.
Ómögulegt er öllum mér
yndi hans að banna.
Eg þar treysti á
enginn hlutur heims um byggð
hann mér slítur frá.
Ann eg hönum af allri dyggð
sem aldrei bregðast má.
9.
Síðan kemdur sendur heim,
sagði allt af létta.
Simphorianus svaraði þeim,
sig kvað undra þetta,
hvörsu heimsk hún er.
Hver mun sá í kappakrans
sem kæran ætlar sér?
Nú er eg æðstur innanlands
og minn sonur hér.
10.
heiðinn einn, sem hermt er frá,
hóf svo ræðu fyrstur:
Þar er enginn efi á
er það Jesús Kristur
er hún eignar sér,
forlagt hefur Mahometh
menn sem tigna hér.
Þvílík villa, þess eg get,
þykir skaði mér.
11.
Simphorianus seimabil
sækja lét með valdi,
Fljóði býður fé þar til
af fögru otursgjaldi –
að eiga ungan svein.
Hún kvaðst mundi herrann Krist
heiðra á alla grein;
því nam neita þorna rist
að þiggja hans boðin nein.
12.
Fyrst þú villt ei, vomurinn kvað,
viljann okkar gera
herfilega hér í stað
háðung skaltu bera, –
það er maklegt er.
Í vort gamla goðahús
ganga skaltu ber;
þar skal lýðurinn flærðarfús
færa spott að þér.
13.
Jómfrú mælti: Jesú minn,
eg bið þig af hjarta,
skær réttlætis skrúði þinn,
mitt skírnarklæðið bjarta,
hylur mivvkun mín;
þó mig látir líða margt,
líttu á þessa pín,
er það mitt hið æðsta skart
er eg kem til þín.
14.
Fötum síðan fletti hann
fagra jómfrú dýra,
gekk svo inn í goða rann
gullhlaðs liljan hýra –
sem fullt af fólki var.
Vífsins tóku að vaxa þá
vænir hárlokkar.
Hvítan kyrtil heiðnir sjá
hún og líka bar.
15.
Lýsti um húsið ljómi sá,
*leyndar raddir sungu.
Undir með þeim menjaná
mælti sællri tungu:
Þökk sé, Drottinn, þér,
besta skart og búninginn,
blessaður, gafstu mér.
Verði ætíð vilji þinn
vor á meðal hér.
16.
Heiðnum *koum hér við brá
hofi sem að þéna,
lofuðu Guð með gullhlaðsgná,
gjörðu ei hljóðin réna –
hljóm svo hvellan bar.
Varð svo glæpugt goðahús
Guðs að kirkju þar;
hver einn var af hjarta fús
að herða á raddirnar.
17.
Simphoriani sonur, þá
sjúkur heyrði þetta,
hönum illa hér við brá,
hratt á fót nam spretta, –
æddi í húsið inn;
vildi leggja á vífið hönd
og viljann fremja sinn;
datt að bragði úr hönum önd
athugið jarðteiknin.
18.
Faðir hans, þegar fregnar slíkt,
fylltist reiði að bragði.
Á hann kom það ofboð ríkt,
ævareiður sagði:
Takið töfrafrú;
son minn hefur seimabil
sannlega drepið nú;
búið skal því bálið til
brennd að verði sú.
19.
Ef að hún gæti orkað því,
eg hana skyldi prísa,
allra vorra augsýn í
upp að láta rísa
drenginn dauðum frá;
bregst það ei að brúðar trú
betri enn vor er þá.
Mín skal verða síðan sú
ef sannast þetta má.
20.
Ljúflega svo leyfis bað
lindin otursspanga
í afvikinn einhvern stað
út að mætti ganga
að byrja bænagjörð.
Að fengnu leyfi faldabil
féll svo niður á jörð;
heiðinn dólgur hlustar til,
hefur á kæru vörð.
21.
Herrans engill helgur þá
henni birtast gjörði.
Ávöxt mikinn senn má sjá
af sætu bænarorði.
Uppreis ungur sveinn;
mælti þá fyrir munni sér
maðurinn trúarhreinn:
Heiður, lof og þökk sé þér,
þrennur Guð og einn.
22.
Feðgar báðir tóku trú
tiginn prísa sprakka;
leynt þó færi lofgjörð sú,
lifandi Guði þakka;
glaðir gengu heim,
létu allt sitt hús og hjú
hlýða boðum þeim.
Frásagan ei færir nú
fleira af þessum tveim.
23.
Espast tekur heiðinn her
hinir burt þá gengu.
Yfirmann þeir annan sér
öllu verri fengu
að dæma dúkaþöll.
Aspasius argur hét
sem öldin hyllti snjöll.
Kargur þessi kauðinn lét
kynda bál um völl.
24.
Brögnum skipar byrstur þá
brenna frúna skyldi.
Svo var kastað eldinn á
ungri seima Hildi;
kyntu kappi með.
Blossinn ekki höfuðhár
hennar skadda réð.
Heiðinn lýður, þrjóskur, þrár
þetta teikn fær séð.
25.
Hryggðist af því heiðinginn,
hans ei ráðið dugði;
ekki heldur í það sinn
auðgrund vægja hugði;
ríkur af reiðiþjóst
grípur strax einn stæltan kníf
og stakk í hennar brjóst.
Heilög mey svo lét sitt líf,
sem lengi ei undan dróst.
26.
Simphorianus, segja menn,
sá er fyrr í kvæði
öðlaðist trúarumskiptin,
af henni hlaut þau gæði,
jarða jómfrú lét.
Heimulega hann þar við
hennar legstað grét.
Lifi guðhrætt fólk með frið,
fræðið endað get.