Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Rósa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rósa

Fyrsta ljóðlína:Faðir og son á hæstum hæðum
bls.6–35
Bragarháttur:Hrynhent
Viðm.ártal:≈ 1525
Flokkur:Helgikvæði
1.
Faðir og son á hæstum hæðum,
himnasmiður til jarðar niðri,
hneig þú þitt, enn helgi drottinn,
heyranda miskunnar eyra.
Biður eg þig þó að brjóstið hræðist,
bjartur Guð, með klökku hjarta:
Orðin gef þú mér til mærðar
merkileg yfir þenna verka.
2.
Þar næst biður eg milda móður,
Máríu, við runnum tárum,
himnasmiðs, að hún mér téði,
hjálparkæn, með sínum bænum.
Og þess enn að mætti minnast
mína veikt fyrir barni sínu.
Sættu mig við sjálfan drottin,
sólin skær, og bið mér æru.
3.
*Ítrar biður eg engla sveitir,
óttafullur, og píslarvotta,
höfuðfeður og játara aðra,
allveglegt lið munkareglu,
páfafjöld og presta valdra,
pínuð jóð og meyja þjóðir.
Verndið mig frá grimmdar grandi,
guðsspjallamenn helgir allir.
4.
Jón baptista, ertu enn æðsti,
yfirvottandi komu drottins.
Rétt ertu, sem reiknast mætti,
rödd kallandi heilags anda.
Kalla þú svo að kross þinn fyllist,
kalli með þér helgir allir,
að nú frjóvgi guðleg gæfa,
gróður upp *sprunginn *minnar tungu.
5.
Jón postuli evangelistá,
electus af brunni spektar,
hver er þátt af þínum drottni
þvílík orð með heiðri *forðum!
Sé, Máría, son þinn kæran,
sé, góði vin, þína móður!
Hér fyrirr bið þú himna stýri
*heiðarlegan að fyrir mér greiði.
6.
Postulann við eg Pétur fyrstan
og Paulum þann sem varð af Saulo,
Simon, Philippum, Taddeum, Thomam,
taki Andreas mig frá grandi.
Bartholomeus, bæt það er skortir,
Barnaba stá þá til varnar,
Mattheus þiggi mér við drottinn
milda náð og Jackobar báðir.
7.
Drottinn, gef þú af dýrðarmætti
dyggðarbrunn í hjartans byggðir,
þann er allan þíða kunni
þela inn forna synda minna.
Síðan falli um sætar æðar
sveita laug af mínum augum,
elskuleg svo að aldri fölskist
Jór og Dán í kvíslum fjórum.
8.
Látína með lesning hreinum
lærðir menn er drottni færðu,
trúðu en vissu trautt hvað þýðist,
tungan mundi hvað er þeir sungu.
Og því skyldari er þenna að gjalda
þeim er skilja hvað mæla vilja
*greitt og skýrt af giftum drottins
grund klerklegan óðar verka.
9.
Hvorki kenndi orð né andi,
út ljóstandi af mínu brjósti,
visku skýring varra hræring,
versa smíð á diktan þessa
nema víslegan glöggleiks ›ge‹isl›a‹,
gleri bjartari, mér í hjarta
sannur almátturinn, sólar drottinn,
sendi fram af líknar hendi.
10.
Drottinn vartu í dýrð og mætti
dýrr og sterkur og hverjum fyrri,
ærið ríkur og öllum meiri
í skínandi kröftum þínum.
Gjörðir þú með einu orði
allt í senn á málshátt þenna:
Verði ljós og vötn á jarðir, –
víðerni þau standa síðan.
11.
Skildir þú en skepnu valdir,
skapari styrkur, ljós frá myrkri,
neðri vötn á efrum æðum,
allt stillandi loft í milli,
himin festandi hagleik traustum,
hjól greinandi *tungls og sólar.
Stundir, dægur og stjörnur fagrar
stóðu merkjandi hvað frá öðru.
12.
Urðu síðan vötn og jarðir,
veðragangur um loftin neðri,
fjöll og grundir og fagrir vellir,
frjóvgan nóg og grænir skógar.
Settir þú með hagleiks hætti
hjörð og dýr og fugla á jörðu,
fiska og sjá með frjóvan röskri,
fríðar ár er runnu víða.
13.
Hrærðir þú yfir hagleik jarðar
hreinan stað með guðdóm einum
Paradísar sem leturin lýsa,
land byggilegt holds og andar.
Öllum tést þar allt ið besta,
ilming mæt og blómar sætir,
fíktré væn og foldir hreinar,
fram tærandi vínið skæra.
14.
Skaparin gaf með *höldnu hófi
hagleg bönd og tempran löndum,
sjó voldugan, afl við eldi,
eld kostlega hlíf við frosti;
að svo komnu heimi og himnum
hita kjósanda og skæru ljósi.
Skil kunnandi á skepnu sinni,
skaparinn fróður sá hana góða.
15.
Himnum vendi heilagur andi
hverjum meir og prýði þeira,
ítarlegur, og engla sveitir
allvirðulegar sér til dýrðar.
Ljósan setti lofaður Drottinn
Luciferum í dásemd hverri,
sér líkastan, skapaðan skæran,
skipar hann hátt því að völdin átti.
16.
Svo standanda eigi undi
ár gagnstaðlegr heilsu vorri,
fæðist í honum fjandans móðir
forðum nú með þessum orðum:
Eiga skal eg með efling nóga
uppskorðaðan stól í norðri.
Sómir mér *eigi að sitja lægra
svinnum Guði né ráða minna.
17.
Aumlegt flaug hans eitur í engla
ómilda, þá er týnast vildu,
hann og snerist til hirðar sinnar
hvessandi svo villu þessa.
Þetta sér hinn dýri Drottinn,
dirfðar leir í hjörtum þeira,
og inn komna öfund í himna,
ei viljandi að svo gjört standi.
18.
Upp eru settar örvar Drottins,
efni eru til nóg að hann hefni
þeim er braut fyrir sjálfs hans sæti
sið réttlegan hæstrar stéttar.
Allt var senn þegar engill villtist:
öflugur varð hann þegar að djöfli,
allur hans flokkur að árum dökkum,
ólíkir nú himnaríki.
19.
Víti fékk hinn vælaskjóti
víkingurinn fyrir ofdirfð *slíka.
Drottinn biður hann dragnast í *brottu,
dauða föður í eldinn rauða.
Nú er hann dæmdur í allar eymdir,
illskusterkur af sjálfs síns verki,
skúfaður út af sæmdar sæti,
sómalaus, og kristnum dómi.
20.
Út drífandi jafnþykkt snjóvi
illskufimir af bjjörtum himni,
loft og jörð í gegnum grafnir,
grandauðugir í kvöl með fjanda.
Kollús sneyður og knapar hans allir,
krjúpandi hinu neðra djúpi,
fúll og flatur með öfundareitri,
ill og meyr var kaupferð þeira.
21.
Eftir, þegar er dauða *duftin
drifin voru öll ú›r‹ guðdóms höllu,
sá það skarð er á var orðið
engla sveit og hjálpráð veitir.
Sjálf þrenningin sætum munni,
sonur talandi, faðir og andi:
Sköpum vér mann og skipum í þenna
skerðan kór með líking vóra.
22.
Verða léstu, veitir dýrðar,
vatn og mold að blóði og holdi,
lofts *hræringar limum að *yppta
loganda eld til heitlegs anda.
Önd og þar til síðan sendi.
Svo fullgjörðist maður af jörðu,
Adam, fyrstur í öllum heimi,
alroskinn til lífs og þroska.
23.
Adam situr í Ebron mætum,
eigi *skammandist nökkur að standa
lífi styrkur og líkams orku,
ljós og bjartur og spakur í hjarta.
Síðan hans af síðubeini,
sofandi, leiddi heilagur andi
Evam, honum til yndis gefna,
óspillilegs þeirra í milli.
24.
Drottinn skipar að æxlist ættir,
ærugjarn, í sambúð þeira,
synir og dætur af sáði hreinu,
syndalaus með fullu yndi,
gefandi þeim í lén og leyfi
lifandi jörð, er sjálfur hann gjörði,
utan þann lund er æ skal standa
út hristandi blóm af kvistum.
25.
Undrar þetta hinn forni fjandi,
fagurlegt hold er skapað af moldu.,
ætlar nú muni Adam hljóta
yndi og vist er sjálfur hann missti,
veltist um og banvænt bultar,
bruggar eitur í neðrum skuggum,
vélafullur og býst með bölvi,
bitur höggormur Evu vitjar.
26.
Hvar fyrir hefur enn dýri Drottinn,
drósin, þér og Adam ljós›um‹
bannað eitt að bergja og kenna
blóm frygðanlegt allra dyggða.
Bæði viti þið grein og gæði
góðs og ills og þar í milli
ef þið sætasta eplið bítið,
englum lík í fegurð og ›r‹íki.
27.
Eva hélt fyrir æðra leyfi
ormsins spott en boðskap Drottins,
át og síðan Adam *téði,
eigi svo fróm sem *þóttist blóma:
Reiði uggði bóndinn brúðar,
blekkilegr, en skaparans ekki,
girnd er ekki góð til vernda,
gjörði hann og vissi bannað.
28.
Hjónin, þegar er höfðu, greindu
hneppilega neytt því girndarepli
opnast dyrnar augna *þeira
og *skammandist nnökt að standa.
Hátt á þann veg hljóðar Drottinn:
Hvað gjörðir þú, maður á jörðu?
Bannaðan hefur þú bergðan kenndan
blóma trés að mínum dómi.
29.
Ansvör *greiðir eigi sem stæði
Adam villtur í máli spilltu:
Konu gjörðir þú, kóngur dýrðar,
kvinna bauð mér slíkt að vinna.
Talandi svo við auma Evam
yfirráðandi himins og landa:
Hvað dirfði þig, brúður, að brjóta
boðorðin mín í veikleik þín?
30.
Eva segir að ormurinn gæfi
óráð slíkt er hana réð svíkja.
Fjandinn hefur nú blekkt og blindað
bæði þau nema drottinn græði.
Sannlega þar sem sveiktu *kvinnu,
sannur óvin, segir skapari manna,
maður skal einn af meyju fæðast,
mikill og frægur, er þig skal lægja.
31.
Hæsti glæpur er hjónin fyrstu,
heiptar kunn, með lysting unnu,
í fyrr sögðu boðorða *brigði,
bauð oss heim í sótt og dauða.
Frá þvílíkri sæmdar sælu
sólar drottinn rak þau *brottu
*verðug þess á v›e‹slar j›arðir‹
í vos og hungur og þyrniklungra.
32.
Heyr þú mig, er himin gjörðir,
höfuð þjóðsmiðurinn alls ens góða:
Efn þú sæt í allan máta
orðin þín, fyrir tungu mína.
Rausnarverk þau er Drottinn *dýrkar,
dýrð og heiður en spámenn skýrðu,
styrkjum vér með allri orku,
unnið lof með hjarta og munni.
33.
Leið svo heimur um langa tíma,
láð var byggð með Adams sáði,
getinn og borinn í synda sauri,
sóttum þrengd með pínu og ótta.
En helvítið opið og þrútið,
út drífandi holdsins lífi,
bálið svelgir af glæpagjöldum
greptaða önd í dauðans böndum.
34.
Veröld er týnd en fagnar fjandinn
fengi þeim er hélt hann lengi;
allir eru, segir illsku fullur,
alda feður í mínu valdi.
Hver rís upp af holdi þeirra
herleiðing frá oss að greiða?
Slægðarsmiðurinn halda hugðist
hjarðar *flokk í díki *stokkinn.
35.
Eg hefi frétt að andsvör veitti
Esaías máli þessu.
Máttinn lofa eg ens milda drottins
minn sermonem yður að herma.
Ljósum stígur af líkam meyjar
lifandi maður og heilagur andi,
settur í veð með sjálfs síns ráði,
saklaust blóð fyrir heilsu þjóða.
36.
›E‹inn diktandi andi spektar,
orðin slík því þegar ›mu‹n ríkja,
heilög vötn í hverri sálu
harla ›f‹ljót að vitjan drottins.
Og svo fljótt var allt í *brottu
eymdarkvein því að hjörtun gleymdu.
Dundi út sem duft fyrir vindi
dauðauggur og hræðslu skuggi.
37.
Merkir engi mannleg orka
mildi Guðs *þótt skipta vildi
grund í skinn en gróður í penna,
græðir allur í bleklaug stæði.
Ave domina allra heima,
ættum vér af fremstum mætti,
salve Christe, sonur ens hæsta,
sjöfalda þér dýrkan gjalda.
38.
Skaparinn minnist skepnu sinnar,
skjól veitandi elsku heitrar,
vill eigi sinn að verknað þenna
vítis burar með krókum slíti,
*stærandi yfir stríðu vóra
straum bráðlegan heilsu ráða,
liðinn af skærri líknar æði,
lýða hjálp, en sér til prýði.
39.
Joachim hét sá er æðstum blóma
auði prýddur og kröftum skrýddist.
Anna hét hans eiginkvinna,
einka sterk til góðra verka.
Þeirra líf var dæmum dýrra,
dásamlegt um allar rásir,
svo haldandi heiður og mildi
*heilagt verk sem þeim bar merki.
40.
Aurum skiptu af örleik stórum
í þriðjunga hjónin jungu.
Veita *einn því að vildu hljóta
verðkaup gott til musteris Drottins.
Annan gáfu aumum mönnum,
útlendum og snauðum frændum,
þriðja höfðu sjálf að *seðja
síns heimilis *snotra beima.
41.
Sýn og *mál og heyrn fyrir hreina
hræring tekk›...‹ skyldur væri,
ilming, berging, unna sálma,
›..‹er *vær að Christi færum.
Rausnarverk þau er Drottinn *dýrkar,
dýrð og heiður *er spámenn skýrðu,
styrkjum vér með allri orku
unnið lof með hjarta og munni.
42.
Joachim bjóst að hátíð *hæstri
harla fljótt til musteris dróttins,
gekk svo inn með giftum mönnum,
góðhjartaður, í kirkju bjarta.
Býður hann upp í messu miðri
milda fórn og offra vildi.
Biskup leit á rekkinn röskva
reiðuglega og andsvör greiðir.
43.
Hvað dirfir þig, höldur, að starfa,
hyggjusterkur, í þessu verki,
bölvaður er, sem bokkinn *mælir,
barnlaus mann í þessu ranni.
Drottinn hefur þig dæmt að réttu,
djarfari ertu en væri þarfir,
þeygi gast þú eldi að eiga
ómakligan þvílíks *sóma.
44.
Bóndi varð, er brigsli heyrði,
bæði sleginn við harm og mæði.
Gekk hann burt með hryggu hjarta,
hóglundaður, til eyðiskóga.
Hirða sína hitta gjörði,
hann forðast svo augsýn manna.
*Dyggur mun, nema drottinn huggi,
drengur af þessu sturlast lengi.
45.
Huggan sendi heilagur andi,
hans skiljandi dyggvan vilja.
Engils heyrði orð af tungu,
Joachim hreinn, nam þetta að greina:
Far þú heim með frægð og sóma,
finna mantu þína kvinnu,
víðfrægt getur þú víf með brúði,
veit eg að hún skal Máría heita.
46.
›Þe‹nna birti engill Önnu
æðstan fagnað heims og ›bra‹gna.
Bóndi og brúður í fögnuð fundust,
fagnaðurinn bar hryggleik magni.
Ave domina allra heima,
[ættum vér af fremstum mætti,
salve Christe, sonur ens hæsta,
sjöfalda þér dýrkan gjalda.]
47.
Heima þá með sæmd og sóma
sitja hjón og drottni þjóna,
væntu þess, er engill innti,
áður getnað þeirra í milli.
Byggðu rétt, sem bókin vottar,
bóndi og víf með munaðar lífi.
Lyktan kemur á lýstan tíma,
leið svo fljótt þau gátu dóttur.
48.
Máríu nafni er skýrð hin skæra,
skærust frú með heiður og æru.
Fæðist upp með fegurð og prýði
frægast líf og gimsteinn vífa.
Þýð og snotur var þriggja vetra
þangað færð er biskup lærði
tíma bót í templum domini,
trú eg *sennilega Guð með henni.
49.
Palla gekk upp ein með öllu
án mannlegan *fullting svanni,
svo merkjandi sína orku
síðar mær er fræg varð víða.
Frómust lifði framar en dæmi
fyndust slík nema í himnaríki.
Vildi hún lifa hreinu holdi,
hrein og skær í öllum greinum.
50.
Átti jafnan Önnu dóttir,
einkar svinn, að starfa og vinna,
mektug, hitt er mönnum þótti
merkilegast af sínum verkum.
*Þá kölluðu *jungfrúr allar
yfirskínandi drottning sína,
skærar, þær sem skyldar vóru,
*skein hún þegar af helgum greinum.
51.
Heiðurinn Christi er hóf í fyrstu
himin og jörð, er sjálfur hann gjörði,
alla hluti og eyddi villu
en nú sendi oss gimstein þenna.
Rausnarverk þau er dr[ottinn *dýrkar,
dýrð og heiður *er spámenn skýrðu,
styrkjum vér með allri orku
unnið lof með hjarta og munni.]
52.
Mektug var, sem mærðin diktar,
Máría orðin fjórtán ára,
blóm dyggðanna er bp
bestan svanna að gifta manni.
Játað hef eg, segir jungfrú mætust,
einum Guði að vakta hreinum
líkam minn fyrir losta veikleik,
lífið sælt við herrann mælti.
53.
Lærðum sýndist lýðum vandi
lyndisríkum stóru *að *víkja,
lögin skylduðu heit að halda
hvern fyrir víst er lofuðu Christi.
Víst er því að með vökum og föstum,
verkin hrein og bænir klerka,
dýrt var ráð er Drottinn birti
dýrðarmildur hvað bregða skyldi.
54.
Máríam festi manni dýrum,
mann auðkenndur að blómgum vendi,
innilega frá öðrum mönnum
Joseph sendur af Davíðs lendum.
Honum skal sendast heilags anda
háleit gifta lífs og sálar.
*Firðar tóku og fegnir urðu
föðurleg ráð er heyra náðu.
55.
Festar tók með frúna hæstu,
fremdarsterkur og mildiverka,
Joseph, þegar hann vissi vísan
vilja Guðs og náði að skilja.
Ave domina allra heima,
[ættum vér af fremstum mætti,
salve Christe, sonur ens hæsta,
sjöfalda þér dýrkan gjalda.]
56.
Ást í kjör við elskan mesta
Joseph lagði á meyna ljósa,
setti niður hjá sínum bróður
signað víf með skæru lífi.
Í Bedleem frá eg að Joseph kæmi,
æru prýddur og kröftum skrýddist,
frægðargjarn, og frændum sagði
ferðarlok þau Guð lét verða.
57.
Síðan fór með sinni móður,
sorgarlaus, til Nasareth ar,
sóma *prýdd um settan tíma
signuð ›mær‹ *uns brullaup væri.
Fullkomna vann faðir í himnum
frægð Máríu giftu *hári.
Hingað sendi hann helgan engil
henni að færa boðskap þenna.
58.
Heil vertu með sæmd og sælu,
sól upprunnin, full miskunnar.
Drottinn byggir með þér, mætust,
móðir skaparans allra þjóða.
Blessuð vertu, blíð í hjarta,
blessuð *enn yfir sveitir kvenna.
Burður þinn og blessaður verði,
blessuð mær, segir röddin skæra.
59.
Ei mistrúði orðin *blíðust,
óttandi spyr Joachims dóttir:
Hversu fæði eg son án sáði,
sannlega er eg ei spillt af manni.
Christur skyggir þig, kraftur ens hæsta,
komandi til með helgum anda.
Verði mér eftir yðrum orðum;
ambátt *Guðs réð þann veg vátta.
60.
Stýr þú sjálf með efni og orðum
óði þessum, drottins móðir,
vilja þinn svo mætta eg mæla,
mína þörf og lofgjörð þína.
Fögur sem tungl og efri *en englar,
electa sem sólin mektug,
Máría lofast í himnum *hæri,
hreinni og skærri en nokkur greini.
61.
Allt var senn að engill mælti
jóð var komið í för með móður,
meiri dýrð en mannkyn virði
Máría fékk á þessu ári.
Innasta í iðrum hennar
orð það er Guð var forðum,
gjörði þannveg Guð með orði
Guð ríkjandi í hennar *líki.
62.
Leystist hold frá brúðar brjósti,
bæði senn tók ›Guð‹ með henni
lifanda bló›ð‹ í limum og æðum,
lifandi *mann með guðdóm sannan.
›Guð‹ verandi sonur og síðan
samtengjandist ›helgum‹ anda,
allur samur og einn að fullu,
›jaf‹n og sannur í tign›ar‹ nafni.
63.
N›ú e‹r hún bæði mær og móðir,
mær var hún áður en brúðurin væri,
mær í burði s›krift‹ að skýrir,
skínandi með blóma sínum.
Æ virðuleg eftir burðinn,
›ju‹ngfrú mær og nú er hún skærust,
öngrar kindar eimur af syndum
um rennandi finnst með henni.
64.
Svo líðandi sonur til móður,
samspennandi Guðs og hennar
sem snertandi sólarbirti
sér almegnan *speill í gegnum.
Þó er, drottningin þjóða og engla,
þitt samband og heilags anda
miklu framar en mannleg orka
mætti tala með slíkum hætti.
65.
Engin koma þau orð á tungu
yfir skínandi drottning mína
að eigi er sýnt að ávallt vantar
*afla minn til stefja þinna.
Öllum hlutum er æðri og betri
allhróðigust Drottins móðir.
Vill hún best en megnar mestu.
Máría næst er Drottni hæstum.
66.
Tveim mánuðum og eftir einum
Joseph *minnist heitfrú sinnar
brátt og vildi brullaup halda
brúði því að hann átti prúða.
Vis og fann á vexti hennar
vera til hugðum nokkuð brugðið,
hugsar ráð og hélt það síðan
hæverskur þe›g‹n er best má gegna.
67.
Vissi hann skýrt, sem bókin *birtir,
að berast mun sveinn af meyju hreinni,
hingað sendur af helgum anda,
hulinn ›með‹ mann y›f‹ir guðdóm sannan.
Virðist þeirrar víst ei dýrðar
verðugur að hann brúðlup gjörði,
djörfulegr, til drottins móður,
dyggðug mær ef svofelld væri.
68.
Vildi og eigi ef hún hefði af holdi
holdlegt j›óð sem önnur móðir‹
samtengjast við syndaþunga
satt réttlæti hann kunni a›ð giæ‹ta.
Temprar ást við mildu mesta
mildhugaður og eigi vi›ldi‹
plaza neitt svo plagast mætti
prúðust *mær þótt að brotleg væri
69.
Engils röddin Joseph kvaddi,
efa brjótandi í tíma fljótum:
Gruna þú hvorki gæfu þína,
góði vin, né drottins móður.
Taktu við og tortrygg ekki
tignast víf í dýrðar *lífi.
Guðs son ber hún, getinn án sáði,
græðarann skal hún í heiminn fæða.
70.
Vitni ber þú valdur af drottni,
við kennandist skærleik hennar.
Máría hæst er móðir Christi
makleg ein fyrir allar greinir.
Fögur sem tungl og efri en englar,
electa sem sólin mektug.
Máría lofast í himnum *hæri,
hreinni og skærri en nokkur greini.
71.
Joseph fór með jungfrú dýra,
*unnust þau sem hjörtun kunnu,
Guði líkandi í Bethl›eem‹ bæði,
blessaður verði tíminn þessi.
Miðja nótt frá *eg móður Drottins,
mær í heim að son sinn bæri,
eigi í höll né umvernd pelli,
jötu virðist hann byggja stirða.
72.
Vafði í reif og huldi heyi,
höfuð *ritningin ›ber‹ það vitni,
röksamleg fyrir asna og uxa,
yfirþjóðkónginn dýrust móðir.
*Engi er von að ófróð tun›ga‹
inni það ›með‹ *veiklegt minni.
Dýrðin syngur af drottins burði,
djarflegt er mér slíkt að starfa.
73.
Hvað þarf lengra? Himnar sungu,
hæstu *dýrðir fengu skýr›ð‹a›r‹.
Englar lofuðu öllum tungum
an mann og Guð vorn sannan.
Hirðar kunnu af engils orði
Jesús nafn og greindu jafnan.
Ár og friður sem gagn og gæði
gjörðist *bæði á himni og jörðu.
74.
Máríu dýrð er mektug orðin,
mann og Guð hún fæddi sannan,
dýrkanleg, svo að hafði hvorki
harm og sótt né nokkurn ótta.
Svo er líðandi sonur af móður
sem ljóstandi hugur úr brjósti,
vaktist út af vörum luktum.
Vilja Guðs má þanninn skilja.
75.
Engi fær, þó allt um kringi
jörð og loft það er Drottinn gjörði,
æðri son eða mætri móður
*Máríu Jesús Christi *várum.
Öllum hlutum er æðri og betri
allhróðigust drottins móðir.
Vill hún best en megnar mestu.
Máría næst er Drottni hæstum.
76.
Gleðst nú mær er glöggleg trúði,
gleðileg móðir, engils kveðju.
Gleðst nú mild er *heyi huldi
himna kóng sem *greina ymnar.
Gleðst Máría er fékk að fæða
föður sannlegan engla og manna.
Gleðst drottningin sjálf æ síðan
sam›rí‹kjandi helgum anda.
77.
Þessi er einn, sá er færðu fórnir
fróðir menn, sem þú vart móðir,
trú syngjandi tignir kóngar
tilgreindum og þrennum einum.
Baltasar, sem bókin skýrir,
boðaði hann og Jaspar annar,
mildan Guð sem Melchior ›t‹rúði,
manndómsgrein og helgan anda.
78.
Allir þeir hafa offrað gulli,
Ísraels synir, og hreina mirru,
reykelsi fyrir *mildi mjúka,
merkist trúan í þeirra verkum.
Síðan *bart með *svinnri móður,
sonur *deyjanlegr Guðs og meyjar,
þrimur meir en þrjátigir ára
þinn líkam yfir ›ja‹rðlegt ríki.
79.
Bæði vartu fluttur og flúðir,
faðirinn góður og dýrleg móðir
héldu undan *Herodis valdi
egipsk þjóð var meðtæk góðu.
Frumgetnaður vertu firðum,
bæði hjálp þú sonum og mæðrum.
Allar skepnur fagnað fullan
finna náðu í komu þinni.
80.
Svo skal bæði syni og móður
sameiginlegt lofið að hneigja,
sínu hvoru þó vísan væri
varla má það griplur kalla.
Fögur sem tungl [og efri en englar,
electa sem sólin mektug,
Máría lofast í himnum hæri,
hreinni og skærri en nokkur greini].
81.
Ténaðar bið eg fyrir tungu mína,
til komanda helgum anda,
drottinn vor, að drýgjast mætti
diktan mín um hérvist þína.
Engill birtist Josep: Þangað
aftur vík þú í Davíðs ríki,
dauður er nú sá er drottinn flýði,
dýrðar maður er vitjan stýrði.
82.
Í Nasaret nam upp að fæðast
Jesús góður og dýrleg móðir.
Jarteignum réð allur að skína
aldar son í föðursins valdi.
Höfuðspámanninn krafta kunnan
Christur valdi prúðan l›i‹stum,
þrítugur skírður í ánni Jórdan,
Jón baptista slíkt nam þjóna.
83.
Þaðan af tést í öllum æðum
Jórdans ár yfir álfur fjórar
veraldar, þegar í vatni *skírunst,
vort samband og heilags anda.
Valdi sér, því að vissi og skildi,
valda grein af lærisveinum,
tólf postula kæra Christi,
*Christur, algjörva að helgum listum.
84.
Undrast tók hinn forni fjandi,
fann ei synd með þessum manni,
fleygði og stökk og festi ekki
flærðar *tól á kóngi sólar.
Jesús gjörði lýð að l›e‹ysa
líkams grand og frelsti andir.
Lazarum vakti hann lífs af dauða,
listarhraður, og tvo menn aðra.
85.
Hvaðan kom *aur í vosbúð vóra?
Víst af herra Jesu Christo.
Hvaðan kom hann? Af Máríu *móður?
Menn eru lofsins skyldir henni.
Öllum hlutum er æðri og betri
[allhróðigust Drottins móðir.
Vill hún best en megnar mestu.
Máría næst er Drottni hæstum].
86.
Ítarlega fór Jesús vitja
Jórsalaborgar sunnu morginn,
kröftum skrýddur, en kappar breiddu
klæði fríð á strætin víða.
En óríkir byrðar báru,
brjótar málms, af grænum pálma,
braut klæðandi barinu víða
brotnu niður að fótum drottni.
87.
Júðar þeir er innan skárust,
öfundarsjúkir, er hvatti púkinn,
reiddust fast af lundar lesti
lotning þeirri er gjörð var drottni.
Hverja tíð er bragnar báðu
bótar Krist á meinum ljótum
gjörði hann með einu orði
auðdeilend af sóttum heila.
88.
›Of‹drambs gallið æði sollið
yfirgyðinga kvelur og þvingar
því villufaðirinn fleygði og færði
flærðarleir í hjörtun þeira.
Vex í þeim en vonda hugsan,
voða nær, við Guðs son skæran,
vanstillt gjörð e›r‹ Júðar *virðu
jafnan hann að lögbrotsmanni.
89.
›L‹ítum vær, kvað lýðurinn sleitinn,
lögbrot stór í borgum vórum
allsaknæmt um Jesúm lækni,
engi er von vær þolum það lengi.
Þeygi helgur hann þvottdag frægan,
þrátt egnandi villu megna.
Guð kallast hann Gyðinga allra.
Grýtum vær þá er brjóta *smæra.
90.
›K‹ynna mun eg þau, er *Kristr hefir unnið,
kraftaverk á skírdagsaftan.
Guðssonar magnið vill að vegni
versan mín um skýring þessa.
Snæðing tók með snotrum mönnum
snjallur lausnari þjóða allra,
linhjartaður, og lærisveinar,
lofkunnir, er Drottni unnu.
91.
Fótaþvott hóf fyrir oss Drottinn,
frið kennandi aftan þenna,
ástsamliga, sá er Adams leysti
ættarmein, og lærisveinar.
Þar með segir hann þerrði hári
þeirra fætur með lítilæti
sjálfur og kyssti á samlag rista.
Sæmilig eru oss þessi dæmi.
92.
Bæði setti enn blíði Drottinn
brauð og vín fyrir postula sína,
sorgarlaus, og bauð þeim bergja,
blessandi með orðum þessum:
Þetta er mitt með höldnum hætti
hold og blóð er eg tók af móður.
Veit eg víst að nóttin næsta
*nálgast til að vær skulum skilja.
93.
Unnist þér eftir ástúð minni,
Jesús greinir lærisveinum.
Hati þér synd en elskið andir
óvina þó að meingjörð prófið.
Hlýðið þér, að einhver yðar,
óminnigur mun þurfta sinna,
selja mig við silfri fölvu
syndauðigur í písl og dauða.
94.
Eigi mun, segir einn af hægum
og hreinferðugum lærisveinum,
selja yður með vondum vilja,
vor lávarður, í pínu harða.
Sá mun einn, kvað sólar geymir,
sætur og hægur, og talaði lægra,
bergja oss og brauði þessu,
bergja vill og lyktast illa.
95.
Fram réttandi enn dýri Drottinn
dýrðauðiga hand með brauði.
Júdas tók, sá æ mun hneykjast,
yfirníðingur, og bergði síðan.
Þá gekk inn sá er boðast í banni,
biki svartari í ódyggt hjarta
Skaríots með öngri æru,
óvinurinn sem síðar prófast.
96.
Gekk hann *út til Gyðinga sveitar,
giftulaus og aumur af skiptum,
þrunginn allur af þrim tigum *penga,
þeim einfeldan Drottin seldi.
Höndlið þann, kvað illgjarn andi,
óhnysinn að eg mun kyssa.
Hlaupa þeir og herrann grípa,
henda bragð það Júdas kenndi.
97.
Dreifðust þeir, er drottni höfðu
drengiliga í fótspor gengið,
hryggvir *brott með ugg og ótta,
allhreinastir lærisveinar.
En þeir dauðans limirnir leiða,
*leiðiligir, með grimmd og reiði,
lausnara vorn og lömdu þyrni
langa stund og síðan bundu.
98.
Stöngum börðu vítis verðir
vorn græðara og flettu klæðum
standanda við stólpa bundinn
starfa veslögir dauðans arfar.
Alla nátt bar Jesús drottinn
eymd og pín á líkam sínum,
limar slitu svo holdið hvíta
herrans blóðið lækjum flóði.
99.
Næsta dag, sem nokkuð lýsti
nauðig sól til skaparans dauða,
Júðar gjörðu Jesúm leiða
jarls á ›fund‹ að röngu bundinn,
rægðu hann með ljótum lygðum,
ljúgvitnin þeir báru drjúgum,
fjölkunnigan, segja fjandans gumnar,
föður vorn Krist er broddar nistu.
100.
Höfuðin skóku og hálsslög gáfu
himnavaldi, manndóms kaldir,
spýttu þeir ens dýra Drottins,
daufhjartaðir, í ásjón bjarta,
*hneigðu yður og hálsinn *beygðu,
herra minn, í pínu þinni.
Sannliga tóktu slíkt af mönnum,
saklaus alls en eigi makligr.
101.
Einörð huldi jarlinn sína
ómannliga í þungum dómi.
Fann hann öngvar sakir að sönnu
sannar gefnar þessum manni.
Pílatus hefir minna úr málum,
missti hann náð og hjálp af Kristi.
Christum bauð hann á kross að setja
og kvelji þér hann þar til heljar.
102.
Hastir lögðu á herðar Christi
hefndar skíð er frægt var síðan
Gyðingar þá með grimmd og reiði
Guð skínanda draga til pínu.
Þenja út svo þröngt á trénu
þjóðkonungs hendur að gaddar strendir
rifu og skáru ristur og lófa,
rjóða merkið í herrans blóði.
103.
Gyðingar tjá með gabbi og háði:
Gjörum kórónu herra vórum.
Finna þeir hring *með þyrni þröngvan.
Þennan fékk nú Kristur um ennið.
Settu upp á sólar drottinn,
svörðurinn sprakk fyrir göddum hörðum.
Hangdi búkur en höfuðið þrengdist,
holdið allt var píslum goldið.
104.
Faðir vor hafði, er faðminn breiddi,
fimm þúsunda blóðgra unda.
Fjögur *hundruð og sextíu sýndust
sár í písl á drottni várum.
Bókin segir enn að auki
önnur fimm í letri svinnu
hver er grófust hvössum járnum
hendur og fætur og síða en mæta.
105.
Mælti þetta enn mildi drottinn
minniliga í pínu sinni.
Þyrstir mig, segir herrann hæsti,
heiðarligur og eigi með reiði.
Júðar báru honum með háði,
hræðiligt er um að ræða,
edik súrt og eigi nertið,
andar dauðir, galli blandað.
106.
Longinus vann, lokkaður raunar,
ljótan glæp er hann stakk með spjóti,
blóð vekjandi blindur í síðu
bjarta guðs svo nam til hjarta.
Dreyri og vatn af drottins síðu
drengs laugaði vanfær augu.
Varð hann heill en grét og gjörði
guði makliga dýrð og þakkir.
107.
Sonurinn þreyði sorgir móður,
sárt kennandi, og talar til hennar:
Sé Johannem, son þinn, kvinna,
systrung minn, *í nauðsyn þinni.
Til Johannem seinna sinni
sælt hjálpræðið drottinn mælti:
Mariam sé nú, móður þína,
minn kæri vin, þú statt þar næri.
108.
Skil þú, maður, hvað skaparinn þoldi,
skinni ræntur af limum stinnum,
flengdur og flettur, spýttur og *spottaðr,
*spjaður og rægður sá er öllum vægði,
þyrnikórónu og þorsta sáran,
þandur á kross til fóta og handa,
gadda sporinn og gallsins sýru,
glaðíel bjart í meinlaust hjarta.
109.
Augun sæfast, eyrun deyfast,
ung samviskan stöðvar tungu,
hjartað rennur utan og innan,
æðar og hold af skelfing mæðist.
Kóngurinn dauður á krossi hangir,
kropin drottningin holdi lotnu,
móðirin bæði mædd og blóðug,
Máría, kafin í nógum tárum.
110.
Bæði féll um brjóstið móður
blóðfossarnir sonar af krossi,
tíguligir, en tár úr augum,
tregabrunnarnir stríðir runnu.
Guðs kennandi og sjálfrar sinnar
son skínandi í líkams pínu
Simeonis með sverði fínu
sál harmslegna rennda í gegnum.
111.
Þessi varð í barnsins burði,
blíð, fagnandi af hjartans magni,
höfuðmusterið himnavistar,
höll elskulig gleðinnar allrar.
Nú er hún meir en nokkur fyrri
nauðum þrengd í sonarins dauða.
Borg grátanlig böls og sorgar,
blóm meyjanna, krafði að deyja.
112.
Muni þér, dætur, að móðirin sýtir,
muni þér, systur, hana deyja lysti.
Hneigist til með ástaraugum
allir senn með vorkynd henni.
Því meir grét hún son sinn sætan
*sem bergjandi hjartans mergjum,
sjálf drottningin sælan getnað,
syndalaus, hún tók með yndi.
113.
Feður og bræður og synir, æ síðan
sjáið skínandi Jesús pínu,
bjúgum svírum og opnum augum
að pláguðu holdi lágu.
Mæður og systur, dapran dauða
drottins míns þér skynjið með ótta
svo syrgjandi að bæði bergjum
blóði sonar og tárum móður.
114.
Bæði varð í drottins dauða
dagur og loft og sólin fagra,
stjörnur og tungl með ótta *ærnum
myrkt og dökkt er veröldin snökti.
Stukku fjöll en stundu vellir,
stóreldingar borgir felldu,
heimurinn skalf en himna sjálfa
huldi myrkur en ljósið duldist.
115.
Hyggið að, hvað himininn uggir,
hyggið að, hvað sólina hryggvir.
Hyggið að því að heimurinn ruggast,
hyggið að, hvað loftið styggir.
Höfin og jörð og heimur ið efra,
himinn og sól með nýjum skóla,
skynjandi allt af skaparans pínu,
skepnan þreyr að smiðnum drepnum.
116.
Herferð þín var, himna stýrir,
helvítis til eigi lítil,
allir djöflar illsku f
æddust þeir og urðu hræddir.
Bundinn vanntu hinn forna fjanda,
faðirinn blíður, og leystir síðan
Adam þaðan og Evam bæði;
allur lýðurinn til þín flýði.
117.
Þriðja dag reis faðirinn frægi
fremdauðigur af líkams dauða,
minnigan trú eg hann móður sinnar
mektar lystan sýnast fystri.
Því að hún trúði, mildust móðir,
meyjan hrein, og vissi hann deyja,
Guðs upprisu verða vísa;
voldug trú var Máríu goldin.
118.
Hér var enn í heimi vorum
herra minn með postulum svinnum,
Jesús Kristur, er öll oss leysti,
Adams jóð, með sínu blóði.
Síðan sté til lífs af láði
lærifaðirinn öllum hæri.
Erindi hans á jarðir vorar
aldri megu vér fullu gjalda.
119.
Postulum sendi af himni hæstum
hvítsunnudag þeim er hann unni
ljóseldingar líkt sem tungur,
lof skínandi helgum anda.
Samur er faðir og sonur á himnum,
samríkjandi helgum anda,
göfug Máría, englum efri,
Jesum næst í vegsemd hæstri.
120.
Stoðar mér eigi í stuttum óði
að stunda upp á eða færast undir
skýring neina af skapara vorum,
skilur hann bæði orð og vilja.
Tvennir hamla tungu minni,
torráðið verður mér við báða,
synda *lim og sjúkdóms andar,
sæði þurrt og lítið fræði.
121.
Fyrirlátið mér, Drottinn dýri,
dýr og góður, og hans blessuð móðir,
spektarlausum, drápu diktan,
djúpan skammt því mikið á vantar.
Miskunnar við mína *æsku
Máríu og Jesúm bið eg með tárum.
Elli látið umbót fylgja
yfirdrífanda betra lífi.
122.
Koma mun tíð sú er Drottinn dæmir
drengja ferð þá er heimsslit verða,
geysast menn úr gröfum að rísa,
gný óttandist lúðra Drottins.
Eigi munu þá afboð nægja,
engi þing né fébýtingar,
frænda lið eða fegra syndir,
frægja sig né aðra rægja.
123.
Dómandi sá, er hefur í hendi
heiminn allan og sér yfir beima,
sýnandi þá sár og undir
sjálfum oss á blóðgum krossi.
Krafið er gjald af kristnum *öldum,
kallar Guð yfir lýði alla:
Þér lúkið nú fyrir lén og ríki
lausn og pín á holdi mínu.
124.
Allir munu þá óttafullir,
englar skjálfa og himnar sjálfir,
Máría hrygg fyrir meingjörð vora,
mildin *sæt oss líkna vildi.
Annars vegar er eigi minna
ávít nóg með sökum og rógi;
fundið geta fjölda synda
›fjand‹a sveit til hinnar handar.
125.
Verða munu í volki hörðu,
veit eg, þá er skiptast sveitir,
glæpafullur eg geng með öllu
gæðalaus með djöf›lum‹ skæðum.
Leið út brostinn, mildust móðir,
mjúk, beiðandi son þinn reiðan.
Lina bið þú Drottinn dómi,
dóminn þinn yfir sálu minni.
126.
Enginn vor kemur auðigur þangað,
allt er klökkt, vér skjálfum nöktir,
oss syndirnar um kring standa
ófrægjandi en djöflar rægja.
Verk og orð og hugsan heyrðri,
heyri menn á reikning þenna.
Þetta megum vær þenkja og óttast
þann er reiður er dóminn greiðir.
127.
Vendast niður til vinstri handar
villir menn er gjörðu illa,
*syndög þjóð með fornum fjanda,
fagnaðartómir á efsta dómi.
Þar eru djöflar, með öllum öflum,
í helvíti brenna og slíta.
Standa þar með öngum enda
iðjulaun í kvölunum miðjum.
128.
Ferðast upp til hægri handar,
*helgum anda með fagnandi,
hluturinn þeirra er hálfu betri,
heiðurs *fólk er Drottinn leiðir.
Heilir komi þér, synir, og sælir!
Svo er bjóðandi skaparinn þjóðum:
Ríkið hér með allri æru
í skínanda ríki mínu.
129.
Veittu líkn og væg oss, Drottinn,
veit oss líkn er skírðir heitum.
Vend oss upp til hægri handar,
herra minn, til borgar þinnar.
Sæti faðirinn, sé hvað lýtir,
synir grátandi á bænum standa,
lof syngjandi kóngi kónga
og knélútir fyrir Drottni drottna.
130.
Hjálp, Máría, drottning dýrust,
dýrðar sól og krafta skóli,
kvenna heiður og móðir manna,
móðir Guðs og lækning þjóða.
Líknar *æður og rík til ráða,
ráðug, vertu oss til náða.
Spektar brunnurinn spratt í þinni
spegli frómari meydómsreglu.
131.
Býð eg upp eð bjarta kvæði
báðum ykkur mér til náða,
Jesúm föður og Máríu móður,
mildiraun er slíkt að launa.
Lær þú mig til lifandi gjörðar,
lausnari blíður, og mætta eg síðan
heiðra ykkur í hægra flokki,
himna blóm, að gengnum dómi.
132.
Reyðiblóm það er Rósa heitir,
rétt upp sprungin millum klungra,
leiðist fram af litlu sáði,
listugt þing kann upp að springa.
Máríu dýrð er *æðri orðin,
ítarligri en liljan hvíta,
glæsiligri en roðnust rósa,
Rósa heitir kvæðið ljósa.
133.
Gleðjunst vær og gleðist um aldir,
gleðilig mær að heyrðu kvæði,
mæli það fyrir meydóm hennar
Máríuvers í diktan þessa.
Þann veg endist mál af munni,
Máría drottning vili oss náða,
líf og sál um aldur og ævi.
Endann fel eg svo Guði á hendi.
Amen.


Athugagreinar

Leiðréttingar og lesbrigði:
3.1 Ítrar] < Itar 622.
4.8 sprunginn] < spvnenn 622.
minnar] < mina 622.
5.4 forðum] < frodum 622.
5.8 heiðarlegan] < heilagan 622.
8.7 greitt] < greintt 622.
11.6 tungls] < tungl 622.
16.7 eigi að sitja] < ad sitia ei 622.
19.2 slíka] < sina 622.
19.3 brottu] < burttu 622.
21.1 duftin] < diupi 622.
22.3.hrær-] hefur gleymst við línuskiptingu í 622.
yppta] styrckia 622.
23.2 skammandist] < skammadizt 622.
27.3 téði] < teygdi 622.
27.4 þóttist] < þottuzt 622.
28.3 þeira] < þeirra 622.
28.4 skammandist] < skammadizt 622.
29.1 greiðir] < greidizt 622.
30.5 kvinnu] < kvinna 622.
31.3 brigði] < broti 622.
31.6 brottu] < burrtu 622.
31.7 verðug] < verdr 622.
32.5 dýrkar] < dyrdar 622.
34.8 flokk] < flockur 622.
stokkinn] < stockit 622.
36.5 brottu] < burrtu 622.
37.2 þótt] < þuiat 622.
38.5 stærandi] < Stundandi 622.
39.8 heilagt] < heilags 622.
40.3 einn] bætt við vegna bragar.
40.7 seðja] < siedia 622.
40.8 snotra] < snotar 622.
41.1 mál og heyrn] < heyrnn og ml 622.
41.4 vær] < vier 622.
41.5 dýrkar] dyrdar 622.
41.6 er] < þau er 622.
42.1 hæstri] < hárre 622.
43.3 mælir] < greiner 622.
44.7 Dyggur] < hryggr 622.
48.8 sennilega] < sannlega 622.
49.2 fullting] < fulltings 622.
50.5 Þá] < Þær 622.
jungfrúr] < jungfrv 622.
50.8 skein] < skin 622.
53.2 að víkja] < á rickia 622.
54.7 Firðar] < frider 622.
57.3 prýdd] < pryddur 622.
57.4 uns] < vid 622.
57.6 hári] < hærre 622.
58.7 enn] < erttu 622.
59.1 blíðust] < jtruzt 622.
59.8 Guðs] < gud 622.
60.5 en] vantar í 622.
60.8 hæri] < hærri 622.
61.8 líki] kuidi 622.
62.4 mann] vantar í 622.
64.4 speill] trúlega ritvilla fyrir speigill.
65.4 afla] < vilia 622.
66.2 minnist] < minnztizt 622.
67.1 birtir] < greiner 622.
68.8 mær] vantar í 622.
69.6 lífi] < lofi 622.
70.7 hæri] < hærri 622.
71.2 unnust] < unttuzt 622.
71.5 eg] vantar í 622
.72.2 ritningin] < drottninginn 622.
72.5 Engi] < Eigi 622.
72.6 veiklegt] veikleikt 622.
73.2 dýrðir] < dyrdar 622.
73.8 bæði] < badi 622.
75.4 Máríu] < maria 622. várum] < voru 622.
76.3 heyi huldi] < huldi heye 622.
76.4 greina ymnar] < ymnar greina 622.
78.3 mildi mjúka] < miucka milldi 622.
78.
5 bart] < var 622. svinnri] < sinne 622.
78.6 deyjanlegr] < deydannlegur 622.
79.3 Herodis] hefur líklega verið borið fram Erodis.
83.3 skírunst] < skirdunzt 622.
83.8 Christur] < Christz 622.
84.4 tól] < tock 622.
85.1 ár] < auR 622. [?]
85.3 móður] meyiu 622.
88.7 virðu] < uirttu 713, virdum 622.
89.8 smæra] < smærra 713.
92.8 nálgast] svo 622. nalgizt 713.
96.1 vt] svo 622. þa 713.
96.3 penga] svo 622. peninga 713.
97.3 brott] Ef til vill ber að lesa „brutt“ í 713 og 622.
97.6 leiðiligir] leiðrétting Jóns Sigurðssonar. lediliger 713. leidilega 622.
100.5 hneigðu] leiðr. úr „hneigdi“ 713. beygðu] svo 622. beygdi 713.
103.3 með] óljóst í handr.
104.3 hundruð og sextíu] er skrifað í handriti með rómverskum tölum.
107.4 í] svo 622. fyrer 713.
108.3 spottadur] í handr.
108.4 speadur] í handr.
112.6 sem] < sam- 713.
114.3 ærnum] < einum 713.
120.7 *lim] á trúlega fremur að skrifast lim heldur en lím.
121.5 æsku] < elsku 713.
124.4 sæt] < sætt 713.
127.3 syndög] skr. syndaug 713.
128.2 helgum anda með fagnand] < fagnandi med helgum anda 713.
128.4 fólk] < folks 713.
130.5 æður] ef til vill ædri 713.
132.5 æðri] < meire 713.