Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Kvæði um Ögmund biskup | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði um Ögmund biskup

Fyrsta ljóðlína:Bragsmíð er mér bágt að næra
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbAb
Viðm.ártal:≈ 1525
1.
Bragsmíð er mér bágt að næra,
beint er ekki mælskan greið,
þó vil eg svinnum seggjum færa
Sónar bland á orða leið,
svó það megi lýðir lesa og læra;
ljóðum hlaðin er Suptungs skeið.
2.
Í skjótu máli skýri eg þetta:
Skálholt veit eg stoltan stað,
þýðust skal það þjóðin frétta,
þar hef eg hugað svó gjörla að,
efldur var hann til alls hins rétta,
einatt megu vér sanna það.
3.
Stýrt hafa þessum stólnum fríða
stoltir margir herrar nú,
bæði létu byggja og smíða,
buðu þeir allir helga trú,
það hefir flogið svó furðu víða,
fremd er varla meiri en sú.
4.
Stephanus biskup stýrði lengi,
stoltan vissa eg herra þann,
nefndum stað og nýtu mengi,
nú hefir drottinn kallað hann:
að fram um dyrnar dauðans gengi,
sá dróttum kenndi rétt og sann.
5.
Ýtar völdu eptir þenna
ítran mann, sem nefna skal,
Ögmund mega hann allir kenna,
er til þess að rétta skjal;
saman tók hann sæmd að spenna,
því siðanna hefir hann ágætt val.
6.
Bragnar þegar með biskupsefni
bjuggu sig, og létu í haf,
unna dýr í austur stefni,
ekki frá eg þeim byrina gaf;
Vestmannaeyjar víst eg nefni,
þar virðar lögðu farminn af.
7.
Virðar þegar með vegsemd góða
vinda upp sitt flæðardýr,
Ögmundur með ýta fróða
inn á land sem skjótast snýr;
allir honum með æru bjóða,
hann er sig bæði vitr og skýr.
8.
Víst hefi eg spurt að virða gæti
vetrinn eptir allan þann
í Skálholti með skýrleik sæti
og skikkar öllum rétt og sann,
á því var bæði mennt og mæti
mátann bezt á slíku kann.
9.
Sagt var mér, að síðar hóti
sigldi hann með enskri þjóð,
voldugum gekk það víst á móti
að vöskum seinkar laganna bjóð,
göfugur frá eg giptu hljóti
því gjörðist hans reisan einkar góð.
10.
Biskups vígslu og blíðan fróma
beint fekk hann með æru og plag,
auðnu sæmd og allan sóma,
upp á Símons messudag,
hér með allan heiðurs blóma
hamingjan gaf honum ágætt lag.
11.
Bjó sig hann er bóka gætti,
beint vill nú til Íslands hann,
við Hjaltland kom þá herra hinn mæti,
hefi eg það spurt með fullan sann,
ráðið trúi eg hann rekka bæti
rausnarfullur heiðursmann.
12.
Listugur þegar á land upp vendi
lýðnum bar til heillin sú:
hann biskupaði börn og kvendi
og bauð þeim öllum rétta trú;
guð minn þessa giptu sendi,
greinir það eð sanna nú.
13.
Seggir þaðan um saltan ægi
sigla þegar að byrina gaf,
vindrinn trúi eg svó virðum bægi,
þeir verða að leggja suðr í haf,
vindur var þá varla hinn hægi,
víst nam ganga kornum af.
14.
Ýtum burt frá Íslands grundu
æði stormrinn bægði þá,
allt svó garpar Grænland fundu,
gjörðist nú heldur nauðin á,
lágu þar um litla stund,
láði kunnu ekki að ná.
15.
Dagana átta dróttin blíða
drengir ekki byrina fá,
blakki unnar bragnar ríða,
bar þá heldur landi frá,
kæta mundi kappa fríða
ef kynni nokkur Ísland sjá.
16.
Er mér sagt í Arnarfirði
að ýtar tæki síðan land,
Drottinn trúi eg vaskan virði,
hann verndar honum með sinni hand:
að blíður þessi bóka hirði
beið hann hvórki skaða né grand.
17.
Heim til stóls kom stýrir dáða
og stofnar þegar hið bezta lag,
tekur svó til röskra ráða
reynir fólkið nátt sem dag,
semur svó fljótt til sannra náða,
sóma má það kalla plag.
18.
Bragnar áttu brátt að fagna
blíðum herra Ögmund þá,
koma mun vítt til klókra sagna
kærleiks verk þau gjörði hann tjá,
siðanna bót að semja og magna,
sæmdir mun hann af slíku fá.
19.
Sæmdi hann með sæmd og prýði
sína alla undirmenn,
ávallt gladdi hann auma lýði
þó að honum kæmi margir senn,
og kenndi þeim, þeir Kristi trýði
og kærleiks verkin ræki þrenn.
20.
Með fremdum frá eg hann fénu býtti
fátækum og ríkum þá,
af öllum hér til iðju nýtti,
auðinn gjörði veita og fá,
engan þeirra lýða lýtti
er löstum vildi hverfa frá.
21.
Vinnur allt með vizku ráðum
voldugur þessi herrann dýr,
fylgir jafnan fremd og dáðum
friðrinn honum í hjarta býr,
hann er gæddur himna sáðum
og höldum burt frá villu snýr.
22.
Árin sex að eyðir meina
áður stýrði stólnum sjá,
höldum bar til hörmung eina
hér mun verða að inna frá,
kirkjan brann, sem kann eg greina,
þá kær var herrann þingi á.
23.
Harmaði þetta herrann prúði
að húsið slíkt í eldi brann,
hjálpaðist allur hennar skrúði,
himna drottinn þvílíkt vann,
ítran biskup angrið hnúði,
og upp vill reisa heilagt rann.
24.
Litla kirkju lét hann smíða
svó lofið guðs mætti fremja þá,
stærri skyldi stundar í bíða
er stórum viðunum kynni að ná,
fyllt var upp innan fára tíða
sem friðarins gætir setti uppá.
25.
Skipa brot og skaðarnir fleiri
skýrum vildi næsta til,
auðnan hans var æ þess meiri
og er það mesta lukku skil,
engu trúi eg hann illa eiri
og ekki lætr á ferðum bil.
26.
Stuttar áður stundir líða,
en stærri kirkju lét hann þá
bragna láta byggja og smíða
og búa til allt sem fljótast má,
virðar urðu viðanna bíða
og var þeim ekki fljótt að ná.
27.
Reist var þetta rannið fríða,
ráðin lagði hann gjörvöll á,
og þar eptir ýtar smíða,
allir mega það gjörla sjá,
en þó að leiti yfrið víða
aðra kann ei slíka að fá.
28.
Kopar og eir lét kaupa og smíða,
kom hann því öllu bezt í hag,
hér með þakti húsið fríða,
hagaði svó með ágætt lag,
og fekk til sjálfur furðu víða
að forma hana með sóma plag.
29.
Þessa kirkju plagaði og prýddi
prúður herra allt hann má,
einnig þar með efldi og skrýddi
unz að hún var fögur gjör þá,
víst og þar til vegsemd þýddi,
að virðing mætti hún alla fá.
30.
Vígði hann síðan vandað smíði
voldugum guði til dýrðar þá,
trúi eg þannveg tíminn líði;
tel eg það harm að skýra frá:
sýn nam missa biskup blíði,
bót kann varla á slíku að fá.
31.
Mörgum þótti mein að slíku
mönnum, þeim er skildu rétt,
fátækum sem fólki ríku
og fjölda manns í hverri stétt,
má það verða lagt að líku
sem land vórt væri í útlegð sett,
32.
Síðan tók að seinka smíði
sagðrar kirkju þaðan í frá,
hygg eg seinna betur bíði
blíður staður sem vel má sjá,
ætla eg heldr að enda líði
eptir því sem bækur tjá.
33.
Svinnur herra sagði af höndum
siðanna stjórn og gjörvöll ráð,
kirkju og stað með kotum og löndum,
klerka sveit, sem nú mun tjáð,
auð og sæmd, með orma söndum,
sem áður hefir hann stýrt með dáð.
34.
Fekk hann þar til formann annan,
fyrðar nefna Gizur þann
Einarsson, að auðnu sannan,
ærlegan segjum vær þennan mann,
blíðr og vitr að bóka kannan,
brögnum líkar vel við hann.
35.
Gizur þessi er gætinn næsta
gumna sveit að firra nauð,
elskar hann jafnan orðið hæsta
en aktar minna um veraldar auð,
get eg það vera gæfu stærsta
að geyma því sem drottinn bauð.
36.
Að sér biðr hann alla læra,
og eggjar oss á gæzku hót,
lýðir skulu með lysting næra
lítilætis alla bót,
hógværi með hreysti að færa,
en hvergi þýðast verkin ljót.
37.
Ögmundur með ærinn sóma
átján vetr að stólnum sat,
bar hann af flestum frægð og fróma,
furðu mildr að auð og mat,
með biskups tígn og björtum blóma,
beint ei annan frægri gat.
38.
Veitti honum guð með virðing og prýði
vald og makt í heimi hér,
heiðr ávallt og holla lýði,
sem herra ríkum sómdi og ber,
eptir lífið efli og skrýði
í æðstri vist með sjálfum sér.
39.
Meinin heims á margan stríða
mönnum er það kunnugt nú,
fátækt verður fólk að líða,
ferlega lastast heilög trú,
siðirnir vóndir vaxa víða,
varla er meiri eymd en sú.
40.
Heimrinn jafnan hölda tælir,
hefir hann lítinn gæzku plóg,
vóndum mönnum veröldin hælir
þeir vélin kunna og slægð ínóg;
segir það hver að sannleik mælir,
sá er borinn í illan róg.
41.
Mannslög taka magnast víða,
margur girnist annars fé,
skatnar af því skaðana bíða
skeyta hinir þó það sé,
fyrðar verða fals að líða,
flærðarmenn þeir dragast í hlé.
42.
Auma menn vill enginn fæða
eptir skyldu og laganna bett,
af því missa garpar gæða
að gjöra slíkan lymsku prett,
heldur vilja hata og hræða
hinn, sem talar það fyr var sett.
43.
Hórdómur, með heipt og bræði,
hvinnska og stuldur, lygar og rán,
haldin eru það heimsins gæði,
heitan vónd og önnur þján,
dóma rof með dálegt æði,
dramb og fors og orða smán.
44.
Dýrlegur þetta drottinn bannar
ef dróttir hyggja gjörla að:
orð og verk hann allra kannar
ýta hvers í sínum stað,
ritning slíkt með réttu sannar,
rekkar hugsi opt um það.
45.
Guð minn auki gæzku vóra
en glæpi alla taki af oss,
fyrir þá plágu og pínu stóra,
pústra slög og dreyra foss,
og nisting þeirra nagla fjóra,
að negldur vartu á helgan kross.
46.
Fyrir dauðann þinn og dýra pínu,
drottinn, sé þér eilíft lof,
sem hlauztu og leiðstu á holdi þínu
hvergi gerist í nokkuð rof;
endi eg þannig orða línu
að ei kann slíkt að talast við of.
47.
Gef þú oss lukku og gæzku alla
göfugur herra drotinn minn,
lát oss ekki í löstu falla,
en ljósan elska viljann þinn,
heldur opt af hjarta að kalla
háleitt nafn þitt mörgu sinn.
Amen.
(Biskupa sögur gefnar út af Hinu íslenzka bókmentafélagi. Kaupmannahöfn 1878, bls. 305–314)
Haukur Þorgeirsson bjó til skjábirtingar